Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 59

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 59
Ragný Þóra Guðjohnsen og Telma Tórshamar 59 .. Ungmennin upplifðu að enginn gripi þau þrátt fyrir erfiðar aðstæður heima og í skólanum og að enginn kæmi þeim til bjargar í kjölfar áfalla. Þessi staða stríðir gegn markmiðum Barnasáttmálans og íslenskri barnaverndarlöggjöf sem kveður á um rétt barna til að þroskast og hljóta vernd og um- önnun. Sjá má að sjónum er þó í auknum mæli beint að áföllum í meðferðarstarfi (Barna- og fjöl- skyldustofa, e.d.; Helga Lind Pálsdóttir og Anna María Jónsdóttir, 2022) og lágþröskuldaþjónustu (Bergið Headspace, 2019). Í Stefnu í geðheilbrigðismálum til 2030 (Stjórnarráð Íslands, 2022), er eitt megin leiðarstefið að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Brýnt er að sjá það raungerast. Viðmælendur tilheyra hópi ungmenna með fjölþættan vanda sem á hvað erfiðast með að ná bata í vímuefnameðferð (Þórarinn Tyrfingsson, 2016). Búsetuúrræði fyrir þessa einstaklinga eru ekki tiltæk á vegum sveitarfélaga og þjónustuþörf þeirra tengist inn í mörg velferðarkerfi sem oft skapar togstreitu um hver skuli bjóða þjónustuna og hvar kostnaður hennar skuli liggja (Anna Eygló Karlsdóttir o.fl., 2021). Takmarkanir rannsóknarinnar felast einkum í smæð hennar en á hinn bóginn ættu niðurstöður að gefa djúpa innsýn í aðstæður ungs fólks sem glímir við vímuefnavanda og á að baki erfiða æsku. Einnig skal nefnt að niðurstöður byggja á viðtölum við einstaklinga sem sumir hverjir voru enn í virkri vímuefnaneyslu. Til þess að stuðla að réttmæti gagnanna var hliðvörður rannsakendum til aðstoðar við að finna hentugan viðtalstíma með viðmælendum þegar þeir voru upplagðir og ekki í fráhvörfum. Lokaorð Það er áskorun að rjúfa keðju áfalla einstaklinga eins og þeirra sem rætt var við í rannsókninni og styðja þá til aukinnar farsældar og virkara lífs. Viðmælendur upplifðu fordóma og neikvætt við- mót í opinberum úrræðum og sögðu það draga úr getu og vilja fólks til að leita sér aðstoðar. Hafa verður í huga að þessi skjólstæðingahópur á oftast að baki sögu um einelti, ofbeldi og höfnun (Yang o.fl., 2017). Sýn viðmælenda gefur vísbendingar um mikilvæga þætti sem snúa að því að tryggja velferð barna og ungmenna. Vonir standa til að með nýsamþykktum farsældarlögum, Barna- og fjölskyldustofu og stefnumótun um þjónustu fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda (Anna Eygló Karlsdóttir o.fl., 2021; Heilbrigðisráðuneytið, 2021) sé búið að undirbúa jarðveginn fyrir að stíga stór skref í átt að heildstæðu þjónustumódeli með áherslu á þætti eins og þá sem viðmælendur nefndu; velferðarþjónustu fyrir börn vegna erfiðra uppeldisaðstæðna, vanda í skólastarfi og til að ná bata vegna áfalla og fjölþætts vanda. Til að svo megi verða þarf að tryggja fjármagn til verkefnanna, samstarf margra aðila á vegum ríkis og sveitarfélaga og getu allra sveitarfélaga til þátttöku. Stefnu- mótun ein og sér mun ekki skila árangri (Purcell, 2020). Börn sem búa við vanda eiga ekki að upplifa hjálparleysi og að engin velferðarkerfi grípi sig. Heimildaskrá Alegría, M., Frank, R. G., Hansen, H. B., Sharfstein, J. M., Shim, R. S. og Tierney, M. (2021). Transforming mental health and addiction services. Health Affairs, 40(2). https://doi.org/10.1377/hlthaff.2020.01472 Andersen, A., Gardarsdóttir, Ó., Janfelt, M., Lindgren, C., Markkola, P. og Söderlind, I. (2011). Barnen och välfärdspoli- tiken. Nordiska barndomar 1900-2000. Dialogos Förlag. Anna Eygló Karlsdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Hákon Sigursteinsson, Helena Unnarsdóttir, Hildigunnur Árnadóttir og Ragna Sigríður Reynisdóttir. (2021). Staða barna með fjölþættan vanda. Skýrsla stjórnenda í barnavernd á höfuðborg- arsvæðinu. Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. https://ssh.is/images/stories/Kynningarfundir/Skyrsla_v_ barna_med_fjolthaettan_vanda_Apr%C3%ADl_2021.pdf Arnarsson, A. M., Kristofersson, G. K. og Bjarnason, T. (2017). Adolescent alcohol and cannabis use in Iceland 1995– 2015. Drug and Alcohol Review, 37(1), S49–S57. https://doi.org/10.1111/dar.12587 Áfengislög nr. 75/1998. Bachman, J. G., O‘Malley, P. M., Schulenberg, J. E., Johnston, L. D., Freedman-Doan, P. og Messersmith, E. E. (2008). The education-drug use connection. How successes and failures in school relate to adolescent smoking, drinking, drug use and delinquency. Lawrence Erlbaum Association.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.