Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 69

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 69
Guðný Björk Eydal, Ingólfur V. Gíslason og Tómas Bjarnason 69 .. vinnustaðnum, auki hlut sinn í umönnun og heimilisstörfum meira en feður gera í sömu sporum. Þá benda rannsóknir einnig til þess að þar sem foreldrar vinna heima taki feður aukinn þátt í umönnun barna sinna. Það er því mikilvægt að skoða hvernig foreldrar höguðu skiptingu heimilisstarfa og umönnun barna m.t.t. þess hvernig þeir höguðu störfum sínu í faraldrinum. Þar sem ekki er gert ráð fyrir að breytingar séu í eina eða aðra átt – í átt að auknum eða minni kynbundnum mun – eru öll töl- fræðipróf tvíhliða. Þetta er í takt við að niðurstöður hafa verið nokkuð mótsagnakenndar hvað varðar áhrif farsóttarinnar á kynbundna verkaskiptingu foreldra. Fyrst skoðum við hvaða áhrif farsóttin hafði á hvernig starfandi foreldrar skiptu með sér um- önnun barna sinna. Í öðru lagi skoðum við áhrif farsóttarinnar á verkaskiptingu heimilisstarfa meðal sama hóps. Loks eru skoðuð áhrif farsóttarinnar á samþættingu launavinnu og umönnunarábyrgðar. Allar niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega eftir því hvar foreldrar unnu launavinnu þ.e. hvort báðir foreldrar unnu fjarvinnu heima, hvort báðir foreldrar unnu á vinnustaðnum, eða hvort annað for- eldrið vann heima og hitt á vinnustaðnum. Aðferð Framkvæmd Við rannsóknina var notaður spurningalistinn Gender (In)equality in Times of COVID-19, sem var unnin af fræðafólki við Háskólana í Utrecht, Amsterdam og Radboud, með góðfúslegu leyfi þess. Rannsakendur þýddu listann og staðfærðu. Könnunin var lögð fyrir í lok fyrstu bylgju faraldursins á tímabilinu 22. maí – 8. júní 2020. Um var að ræða netkönnun sem lögð var fyrir 1337 manns úr viðhorfahópi Gallup á aldrinum 21–69 ára. A.m.k. eitt barn yngra en 18 ára bjó á heimili svarandans. Alls svöruðu 653 og þátttökuhlutfall því 49%. Mælingar Skipting umönnunar milli foreldra var mæld með tveimur spurningum: „Hvernig skiptuð þú og maki þinn með ykkur umönnun barna (þar með talið aðstoð við heimanám) fyrir kórónufaraldurinn?“ Í kjölfarið var svo spurt sömu spurningar nema spurt var hvernig umönnun barna hefði verið skipt eftir að faraldurinn hófst og til 4. maí. Svarmöguleikar voru á sjö punkta kvarða frá (1) „Ég gerði næstum allt“ og til (7) „Maki minn gerði næstum allt.“ Skipting heimilisstarfa milli foreldra var mæld með því að spyrja „Hvernig skiptuð þú og maki þinn með ykkur heimilisstörfum fyrir kórónufaraldurinn?“ Svo var spurt samskonar spurningar, nema þá var vísað til tímans eftir að kórónufaraldurinn hófst og til 4. maí?“ Svarmöguleikar voru aftur á sjö punkta kvarða frá (1) „Ég gerði næstum allt“ og til (7) „Maki minn gerði næstum allt.“ Mat foreldra á hvernig gengi að samþætta launavinnu og umönnunarábyrgðar var mælt með tveimur spurningum: „Hversu auðvelt eða erfitt var það fyrir þig að samþætta launavinnu og um- önnunarábyrgð þína fyrir kórónufaraldurinn?“ Og „Hversu auðvelt eða erfitt var það fyrir þig að samþætta launavinnu og umönnunarábyrgð þína (þar með talið aðstoð við heimanám) eftir að dregið var úr þjónustu leikskóla, skóla og frístundaheimila?“ Svarmöguleikar við báðum spurningum voru á fimm punkta kvarða, frá (1) „Mjög erfitt“ til (5) „Mjög auðvelt.“ Þá var spurt um hvort svarandi og maki væru í launaðri vinnu eða ekki og um staðsetningu vinn- unnar, hvort unnið væri heima eða á vinnustaðnum. Þá var spurt um breytingar á vinnutíma og á hvaða tíma dags svarandi og maki unnu, auk spurninga um fjölda og aldur barna, menntun, og fleira. Greining gagna Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum sem snúa að starfandi foreldrum með maka með eitt eða fleiri börn á heimili, 18 ára eða yngra, og skoðað hvaða áhrif COVID-19 hafði á verkaskiptingu vegna umönnunar og heimilisstarfa og mat á jafnvægi launavinnu og umönnunarábyrgðar, eftir því hvort
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.