Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 70

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 70
Breytingar á verkaskiptingu á heimili meðal starfandi feðra og mæðra í fyrstu bylgju COVID-19 70 .. foreldrar vinna staðvinnu eða fjarvinnu. Hér er um að ræða þversniðsrannsókn, en mat á áhrifum farsóttarinnar er gerð með því að spyrja spurninga um stöðu og líðan fyrir og eftir farsóttina. Ein- stæðum foreldrum og foreldrum sem ekki voru starfandi er sleppt úr þessari greiningu þar sem markmiðið er að skoða hvort farsóttin hafði áhrif á hvernig starfandi foreldrar á heimili með barn yngra en 18 ára á heimili skipta með sér verkum og upplifun þeirra af jafnvægi vinnu og einkalífs við aðstæður þar sem umönnunarábyrgð er skyndilega aukin vegna minni þjónustu skóla, leikskóla og frístundaheimila. Til að skoða áhrif farsóttarinnar er lýsandi tölfræði fyrir mæður og feður skoðuð eftir staðsetn- ingu vinnunnar með spurningum um stöðu mála fyrir og eftir að hún skall á. Notuð eru Kí-kvaðrat próf til að skoða sambönd milli breyta. Einnig eru notuð t-próf til að skoða mun á meðaltölum á spurningum þegar spurt er um stöðu fyrir og eftir COVID. Þá eru gerðar fjölbreytugreiningar þar sem háðu breyturnar eru breytingar á svörum foreldra fyrir farsóttina og eftir að hún skall á hvað varðar verkaskiptingu heimilisstarfa, umönnunar og jafnvægi vinnu og einkalífs. Spábreytur eru staðsetning vinnunnar, kyn, aldur barna á heimili og menntun. Niðurstöður Stærsti hluti svarenda er 35–44 ára (44%) og næststærsti hópurinn er 45–54 ára (32%). Meirihluti svarenda hefur lokið háskólanámi, eða sjö af hverjum tíu. Feður voru 46% og mæður 54%. Börn yngri en 6 ára eru á heimili 45% svarenda, en þar geta einnig verið eldri börn (sjá töflu 1a). Tafla 1a. Svarendur Fjöldi Hlutfall Mæður 231 54% Háskólapróf 222 70% Börn yngri en 6 ára á heimilinu 193 45% Aldur 25-34 ára 81 19% 35-44 ára 188 44% 45-54 ára 135 32% 55 ára og eldri 25 6% Staðsetning vinnunnar: Frá vinnustaðnum og inn á heimilið eða áfram á vinnustaðnum? Aðstæður foreldra voru mjög mismunandi, sumir sinntu starfi sínu alfarið heiman frá sér á meðan aðrir sinntu t.d. framlínustörfum og voru jafnvel meira að heiman en venjulega. Ríflega helmingur svarenda sagðist vinna eingöngu heima eða að hluta til heima vegna faraldursins. Lítið eitt lægra hlutfall sagði það sama um aðstæður maka síns. Á grundvelli þessara svara var starfandi foreldrum með maka skipt í fjóra hópa: a. báðir for- eldrar vinna heima (n=160), b. maki vinnur heima, en svarandinn vinnur á vinnustaðnum (n=73), c. svarandinn vinnur heima, en maki vinnur á vinnustaðnum (n=95), og d. báðir foreldrar vinna á vinnustaðnum (n=101). Alls eru þetta 430 svör. Tafla 1b sýnir hópana fjóra og hlutfall sem er með háskólamenntun í hverjum hópi. Áberandi hærra menntunarstig er hjá þeim svarendum sem vinna heima miðað við þá sem vinna áfram á vinnustaðnum. Svarendur í hópi a, þar sem svarandi vinnur heima og maki einnig, eru í miklum meirihluta háskólamenntaðir. Svarendur í hópi d, þ.e. þeir sem segjast vinna á vinnustaðnum og segja að maki geri það einnig, voru hlutfallslega mun oftar einvörðungu með grunnskólamenntun (χ2= 35,3; Df = 6; p < .001).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.