Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 73

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 73
Guðný Björk Eydal, Ingólfur V. Gíslason og Tómas Bjarnason 73 .. Heimilisstörf Skipting heimilisstarfa milli feðra og mæðra, líkt og skipting umönnunar, er mjög ójöfn bæði fyrir farsóttina og eftir að hún skall á. Ríflega helmingur mæðra segist gera meira en maki bæði fyrir far- sóttina og eftir hana, en aðeins 11% karla segjast hafa gert meira en maki fyrir farsóttina og 16% eftir að farsóttin skall á. Þá er upplifun mæðra og feðra á skiptingunni einnig ólík: Þrír af hverjum fimm feðrum telja að verkaskipting heimilisstarfa sé jöfn, en tvær af hverjum fimm mæðrum segja svo vera. Farsóttin breytti þessu hlutfalli ekki mikið, eins og tafla 4 sýnir. Tafla 4. Skipting heimilisstarfa fyrir og eftir COVID-19 Fyrir farsótt Eftir farsótt Verkaskipting heimilisstarfa Feður Mæður Feður Mæður Ég gerði meira en maki 11% 55% 16% 49% Við skiptum jafnt 61% 41% 60% 44% Maki gerði meira en ég 28% 4% 24% 7% Alls 100% 100% 100% 100% n (fjöldi) 188 225 188 224 Kí-kvaðratpróf: Munur á svörum mæðra og feðra (tvíhliða próf) χ2 = 103,5; Df = 2; p < .001 χ2 = 57,5; Df = 2; p < .001 Meðaltöl á spurningum um skiptingu heimilisstarfa sýnir með sama hætti að mæður segjast almennt bera meiri ábyrgð á heimilisstörfum en maki hvort sem er fyrir farsóttina eða eftir að hún skall á. Meðaltal mæðra er mun lægra en feðra bæði fyrir farsóttina (t = 11,3; Df = 410; p < .001) og eftir hana (t = 8,0; Df = 409; p < .001). Því lægra sem meðaltalið er, því meiri ábyrgð segist svarandinn bera á heimilisstörfum umfram maka. Feður og mæður eru þó sammála um að farsóttin hafi haft breytingar í för með sér hvað varðar skiptingu heimilisstarfanna. Feður segjast hafa aukið hlutdeild sína í heimilisstörfum (meðaltal feðra lækkar marktækt) eftir að farsóttin skall á og mæður segjast hafa dregið úr hlutdeild sinni í heimilis- störfum (meðaltal mæðra hækkar marktækt) við farsóttina (sjá töflu 5). Þegar meðaltölin eru skoðuð dregur því talsvert saman með kynjunum hvað varðar vinnu við heimilisstörf eftir að farsóttin skall á. Tafla 5. Skipting heimilisstarfa – munur á meðaltölum feðra og mæðra fyrir og eftir COVID-19 Feður Mæður Áður en farsóttin skall á Eftir að farsóttin skall á Áður en farsóttin skall á Eftir að farsóttin skall á Meðaltal * 4,19 4,10 3,23 3,34 Fjöldi (n) 187 187 225 225 Staðalfrávik 0,77 0,90 0,96 1,03 Breyting á meðaltölum fyrir og eftir farsótt Parað t-próf fyrir feður, t = -2,6; Df = 186; p < .05 (tvíhliða próf) Parað t-próf fyrir mæður, t = 2,8; Df = 224; p < .01 (tvíhliða próf) * Skýring. Því lægra meðaltal, því meiri er ábyrgð svaranda, því hærra meðaltal, því meiri ábyrgð ber maki, að mati svaranda. Breyting á meðaltölum spurninganna um hlutdeild í heimilisstörfum fyrir og eftir farsóttina reyndist ekki tengd aldri barna, menntun svarenda eða því hvort börn voru alfarið heima í faraldrinum. Á hinn bóginn er skýr breyting á verkaskiptingu heimilisstarfa eftir staðsetningu vinnunnar (sjá töflu 6). Mest áberandi munur kemur fram á milli hóps b. „Maki er heima en ég vinn á vinnustaðnum“, sem hefur gefið eftir í heimilisstörfum, og hóps c. „Ég er heima en makinn er á vinnustaðnum“, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.