Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 76

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 76
Breytingar á verkaskiptingu á heimili meðal starfandi feðra og mæðra í fyrstu bylgju COVID-19 76 .. Samþætting vinnu og umönnunarábyrgðar Spurt var hversu auðveld eða erfið samþætting launavinnu og umönnunarábyrgðar hafi verið (þar með talin aðstoð við heimanám) bæði fyrir faraldurinn og eftir að dregið var úr þjónustu vegna hans. Svarmöguleikar voru á fimm punkta kvarða frá mjög auðvelt (5) til mjög erfitt (1). Flestir svarenda áttu auðvelt með að samþætta vinnu og umönnun áður en farsóttin skall á (61%), um það bil fimmti hver sagði að það væri hvorki auðvelt né erfitt (22%) og um það bil sjöundi hver átti erfitt með það (17%). Næstum tvöfalt fleiri (31%) sögðust eiga erfiðara með að samþætta vinnu og umönnunarábyrgð eftir að heimsfaraldurinn skall á en fyrir hann (sjá töflu 9). Tafla 9. Samþætting launavinnu og umönnunarábyrgðar – fyrir farsótt og eftir … fyrir faraldurinn … eftir að dregið var úr þjónustu Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Auðvelt-erfitt að samþætta launa- vinnu og umönnunarábyrgð? Auðvelt 61% 237 48%* 184 Hvorki né 22% 87 20% 77 Erfitt 17% 67 31%* 120 Samtals 100% 391 100% 381 *Munur á hlutfallstölum í svörum fyrir og eftir faraldurinn er marktækur (p < .05) Meðaltal 3,61 3,26 Staðalfrávik 1,01 1,21 Breytingin á svörum fyrir og eftir farsóttina er vel marktæk (χ2 = 22,1; Df = 2; p < .001). Það gildir einnig um breytingu á meðaltali svaranna (parað t-próf, t = -6,5, p < .001). Báðar greiningar sýna að samþætting launavinnu og umönnunarábyrgðar versnaði mjög við faraldurinn. Til að skoða breytingar í svörum við farsóttina voru svör við fyrri spurningunni dregin frá þeirri seinni. Báðar spurningar eru á kvarðanum 1 til 5 og breytingar geta því tekið gildi frá lægst ±0 (engar breytingar) til ±4 (mestu breytingar). Neikvæð tölugildi þýða að samþættingin hafi versnað, en já- kvæð tölugildi að hún hafi batnað. Samþættingin versnaði marktækt bæði hjá feðrum (t = -3,8; p < .001) og mæðrum (t = -5,3; p < .001). Hvorki var martækur munur á meðaltölum feðra og mæðra fyrir farsóttina né eftir að hún skall á. Foreldrar yngri barna sögðu samþættingu launavinnu og umönnunar erfiðari en þeir sem voru með eldri börn bæði fyrir (t = -5,7; p < .001) og eftir faraldurinn (t = -7,4; p < .001). Auk þess má greina neikvæðari breytingar í samþættingu launavinnu og umönnunar hjá foreldrum yngri barna miðað við þar sem ekki voru börn sex ára eða yngra á heimili (t = -2,6; p < .01). Ekki var munur á samþættingu launavinnu og umönnunarábyrgðar eftir menntun fyrir farsóttina, en marktækt nei- kvæðari breyting varð á samþættingu launavinnu og umönnunar hjá fólki með háskólapróf en hjá þeim sem voru með aðra menntun (t = -2,1; p < .05). Einnig má sjá að samþætting launavinnu og umönnunar breyttist eftir því hvar var unnið (staðvinna/fjarvinna) og þá í neikvæðari átt þar sem svarandinn vann heima en mun minna ef svarandinn vann á vinnustaðnum (sjá töflu 10).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.