Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 79

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 79
Guðný Björk Eydal, Ingólfur V. Gíslason og Tómas Bjarnason 79 .. setningu vinnunnar. Skipting umönnunar og heimilisstarfa milli foreldra er mjög kynjuð, bæði fyrir farsóttina og eftir að hún skall á. Svör feðra eru samhljóma svörum mæðra að því leyti að feður og mæður eru sammála um að almennt sjái mæður um stærri hluta þessara starfa en feður. Það gildir um verkaskiptingu foreldra bæði fyrir farsóttina og eftir að hún skall á. Þó má almennt sjá að feður telja verkaskiptinguna jafnari en mæður. Feður segjast auka hlutdeild sína í umönnun eftir að farsóttin skall á, en ekki verða samsvarandi breytingar á svörum mæðra. Feður og mæður eru því ósammála um hvort feður hafi aukið hlutdeild sína í umönnun barna í farsóttinni. Niðurstöður Lyttelton o.fl. (2020) eru samhljóma þessu að hluta, en þær benda til að feður í fjarvinnu hafi aukið umönnun í meira mæli en mæður og í meira mæli en feður sem unnu staðvinnu, að teknu tilliti til annarra þátta. Þessar niðurstöður eru einnig samhljóma niðurstöðum Yerkes o.fl. (2020) þar sem feður sögðust hafa aukið hlutdeild sína í umönnun, en samsvarandi breyting varð ekki í svörum mæðra. Meiri breytingar verða á verkaskiptingu heimilisstarfa en umönnunar við farsóttina: Feður segj- ast hafa aukið hlutdeild sína í heimilisstörfum og mæður segjast hafa dregið úr henni. Hér eru því mæður og feður sammála um að breyting á verkaskiptingu hafi átt sér stað. Frekari greining á breytingu á verkaskiptingu heimilisstarfa sýnir að breytingin er að hluta bundin við staðsetningu vinnunnar. Almennt eykur það foreldri sem vinnur heima hlutdeild sína í heimilisstörfum ef makinn vinnur á vinnustaðnum. Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega fyrir feður og mæður kemur í ljós að aukin þátttaka feðra í heimilisstörfum er að mestu leyti bundin við aðstæður þar sem feður vinna heima en makinn á vinnustaðnum. Þetta mynstur er staðfest í svörum mæðra: Þegar mæður vinna á vinnustaðnum en makinn heima, draga mæður úr hlutdeild sinni í heimilisstörfum. Eftir sem áður liggur þó meginábyrgð heimilisstarfa hjá mæðrum. Niðurstöður Lyttelton o.fl. (2020) sem gerð var í Bandaríkjunum eru á skjön við þessar niðurstöður, en þær benda til að ábyrgð á heim- ilisstörfum sé mjög kynbundin og sé það jafnvel í enn meira mæli vinni feður fjarvinnu, að teknu tilliti til annarra þátta. Niðurstöður Yerkes o.fl. (2020) frá Hollandi styðja okkar niðurstöður en þær sýna að feður juku hlutdeild sína í heimilisstörfum við farsóttina, en þar urðu þó ekki samsvarandi breytingar á svörum mæðra. Samþætting launavinnu og umönnunar versnaði almennt við farsóttina bæði hjá mæðrum og feðrum. Mesta breytingin var hjá hópi a „Báðir foreldrar vinna heima“, þar sem samþættingin versn- aði mest, en minnsta breytingin varð í hópi d „Báðir foreldrar vinna á vinnustaðnum“. Þá versn- aði samþættingin meira hjá foreldrum þar sem ung börn voru á heimili en þar sem einungis voru eldri börn á heimili. Samþættingin versnaði einnig meira hjá háskólamenntuðum en fólki með aðra menntun. Aðhvarfsgreining leiddi í ljós að aldur barna og staðsetning vinnunnar hafði marktæk áhrif á breytingar á samþættingu vinnu og umönnunar. Þar sem ung börn voru á heimilinu og foreldri eða foreldrar unnu vinnu sína að heiman áttu foreldar erfiðara með samþættinguna. Kyn hafði ekki áhrif á breytingu á samþættingunni. Þá var bætt við víxlverkun kyns og staðsetningar vinnunnar og leiddi sú greining í ljós áberandi neikvæðari breytingar á samþættingu launavinnu og umönnunarábyrgðar meðal mæðra sem unnu fjarvinnu heima. Þetta er samhljóma niðurstöðum Lyttelton o.fl. (2020) í Bandaríkjunum. Í niðurstöðum Yerkes o.fl. (2020) komu ekki fram marktæk áhrif kyns á samþætt- ingu launavinnu og umönnunar, frekar en í þessari rannsókn en hins vegar komu fram áhrif mennt- unar og aldurs barna, líkt og hér. Ekki var í þeirri rannsókn skoðuð áhrif víxlverkunar fjarvinnu og kyns á samþættingu launavinnu og umönnunar. Meginniðurstöður eru þá þær að aðstæður sem COVID-19 skópu höfðu sérstaklega neikvæð áhrif á samþættingu launavinnu og umönnunarábyrgðar hjá mæðrum sem unnu heima, en þær drógu að hluta til úr þeim kynbundna mun sem alla jafna einkennir verkaskiptingu heimilisstarfa meðal starfandi foreldra. Fyrri rannsóknir á áhrifum COVID-19 á kynbundna verkaskiptingu kynjanna hvað varðar um- önnun og heimilisstörf hafa sýnt nokkuð mótsagnakennda mynd. Ýmist sýna niðurstöður að heim- ilisstörf og umönnun barna hafi lagst af meiri þunga á mæður og hefðbundin kynjahlutverk styrkst eða að feður hafi aukið þátttöku sína á báðum sviðum eða öðru. Að hluta til kann það að vera vegna ólíkrar stöðu kynjanna í ólíkum löndum, hvernig umönnunarverkefni samfélagsins eru leyst og hve
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.