Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 80

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 80
Breytingar á verkaskiptingu á heimili meðal starfandi feðra og mæðra í fyrstu bylgju COVID-19 80 .. mikil áhrif farsóttin hafði á stofnanir samfélagsins, t.d. lokanir vinnustaða, skóla og leikskóla. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að verkaskipting umönnunar barna og heimilisstarfa er kyn- bundin, bæði fyrir farsótt og á meðan hún geisaði. Hvað varðar umönnun má sjá breytingar í svörum feðra í þá átt að þeir taki meiri ábyrgð á umönnun eftir að farsóttin skall á en fyrir hana. Svör mæðra staðfesta ekki slíkar breytingar– heldur má sjá að mæður bæði auka hlutdeild sína og draga úr henni. Því er ekki hægt að staðfesta að breyting verði á kynbundnu mynstri umönnunar við farsóttina þrátt fyrir aukið álag vegna minni þjónustu skóla og leikskóla. Hvað varðar heimilisstörf er myndin önnur. Þar eru feður og mæður sammála um að verkaskipt- ing vegna heimilisstarfa hafi breyst við farsóttina og að feður hafi aukið hlutdeild sína í heimilis- störfum og mæður dregið úr henni. Greiningin sýnir einnig að mikilvægt er að skoða staðsetningu vinnunnar – hvar vinnan er innt af hendi – til að skilja þessar breytingar til fulls. Þessar breytingar eru skýrastar þar sem feður vinna fjarvinnu heima en makinn vinnur á vinnustaðnum. Þar auka feður hlutdeild sína í heimilisstörfum mest en mæður draga mest úr. Þetta virðist vera í samræmi við almenna þróun á Vesturlöndum og e.t.v. sérstaklega á Norðurlöndunum, þ.e. að heimilisstörfum er sinnt af þeim sem til þess hefur bestan tíma og aðstæður (sbr. Eurofound 2020). Áhugavert er að áhrif farsóttarinnar á kynbundna verkaskiptingu komi aðeins fram hvað varðar heimilisstörf en ekki umönnun. Hérlendis hefur löggjöf um fæðingarorlof verið hvati til þátttöku beggja foreldra í umönnun barna. Þess ber þó að geta að umönnun getur dreifst á fleiri aðila en for- eldra, en ekki var spurt um umönnun annarra aðila, svo sem eldri barna, afa eða ömmu. Í niðurstöðum má sjá talsverðan breytileika hvað varðar breytingar á ábyrgð mæðra á umönnun vegna farsóttarinnar. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hagstofu (2021), þar sem ein niðurstaðan er að farsóttin hafði áhrif bæði til meiri jöfnuðar og ójöfnuðar í verkaskiptingu foreldra. Ef til vill má þá sjá hér þróun í átt til skautunar fjölskyldna þar sem sumar fjölskyldur draga úr kynbundinni verkaskiptingu en aðrar fjölskyldur auka hana. Hugsanlega getur hér verið um að ræða samspil ólíkra þátta sem ekki eru mældir í þessari könnun. Áhrif farsóttarinnar á samþættingu launavinnu og umönnunarábyrgðar voru neikvæð á báða for- eldra. En niðurstaðan sýnir einnig flókið samspil staðsetningar vinnunnar og kynbundinnar verka- skiptingar. Þar kemur skýrt fram að aukið álag lagðist þyngra á mæður sem unnu fjarvinnu heima. Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir ekki einhlíta mynd, heldur breytileika í viðbrögðum for- eldra hvað varðar umönnun, heimilisstörf og álag vegna breyttra aðstæðna, heimavinnu og minni þjónustu skóla og leikskóla. Hvað varðar umönnun veldur farsóttin ekki áberandi breytingum á kynbundinni verkaskiptingu foreldra en hvað varðar heimilisstörf eru bæði mæður og feður sam- mála um að feður hafi aukið hlutdeild sína og mæður dregið úr henni við farsóttina, sérstaklega þar sem feður unnu heima og makinn á vinnustaðnum. Hið aukna álag sem farsóttin skapaði foreldrum lagðist þó af meiri þunga á mæður og sérstaklega á mæður sem unnu fjarvinnu heima. Þetta er í takt við niðurstöður sem sýna að kynbundin verkaskipting hefur tilhneigingu til að ýkjast frekar þegar mæður vinna fjarvinnu heima. Heimildaskrá Abendroth, A. K., Huffman, M. L., og Treas, J. (2014). The parity penalty in life course perspective: Motherhood and occupational status in 13 European countries. American Sociological Review, 79(5), 993–1014. https://doi. org/10.1177/0003122414545986 Adams-Prassl, A., Boneva, T., Golin, M., og Rauh, C. (2020). Inequality in the impact of the coronavirus shock: Evidence from Real Time Surveys. IZA DP No. 13183. https://docs.iza.org/dp13183.pdf Adema, W., Clarke, C., Fray, V., Greulich, A., Kim, H., Rattenhuber, P., og Thévenon, O. (2017). Work/life balance policy Aftanmálsgreinar i Athuga skal að könnunin er framkvæmd eftir fyrstu bylgju farsóttarinnar og að svarendur eru því að rifja upp stöðuna fyrir farsóttina. Hér er því ekki um langtímasnið að ræða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.