Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 83

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 83
Íslenska þjóðfélagið 1. tbl. 13. árgangur 2022, 83–106 © höfundar 2022. Tengiliður: Hermína Gunnþórsdóttir, hermina@unak.is Vefbirting 5. desember 2022. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík Skólaþjónusta sveitarfélaga við nemendur og foreldra: Stefna, skipulag og inntak Hermína Gunnþórsdóttir prófessor við Háskólann á Akureyri Rúnar Sigþórsson prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri Jórunn Elídóttir dósent við Háskólann á Akureyri Birna María B. Svanbjörnsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri Sigríður Margrét Sigurðardóttir lektor við Háskólann á Akureyri ÚTDRÁTTUR: Í þessari grein er sjónum beint að þeim þætti í skóla- þjónustu sveitarfélaga sem skilgreindur er í reglugerð um þjónustuna (nr. 444/2019) sem stuðningur við nemendur í leik- og grunnskólum og for- eldra þeirra. Leitast er við að svara því hvað einkenni stefnu sveitarfélaga um þennan þátt skólaþjónustu, skipulag hans og inntak, og hversu lík- legt sé að það stuðli að menntun fyrir alla. Niðurstöður greinarinnar eru hluti stærri rannsóknar á skólaþjónustu sveitarfélaga. Þær eru byggðar á spurningakönnun til skólastjóra leik- og grunnskóla og forsvarsaðila skólaþjónustu, viðtölum við forsvarsaðila skólaþjónustu í fimm tilvikum og greiningu á stefnuskjölum á vefjum sveitarfélaganna. Meginniðurstöð- urnar eru eftirfarandi: 1) að stefna og starfshættir skólaþjónustu einkennist af áherslu á greiningu frávika sem skilgreind eru sem vandi nemenda, 2) að auka þurfi skilvirkni ráðgjafar í kjölfar greininga og efla sameiginlegan skilning á eðli og inntaki hennar, 3) að efla þurfi stuðning skólaþjónustu við að takast á við áskoranir varðandi menntun fyrir alla og 4) að þörf sé á virkari samhæfingu þjónustukerfa utan skólans. Niðurstöðurnar beina athygli að menntun fyrir alla og jafnræði til náms á landsvísu og þær munu nýtast sveitarfélögum til að styrkja þjónustu við einstaka nemendur og kennara og til að efla skóla sem faglegar stofnanir. LYKILORÐ: skólaþjónusta - greiningar - klínískt og félagslegt sjónar- horn - menntun fyrir alla - skólamiðuð ráðgjöf ABSTRACT: This paper focuses on the part of municipal school services in Iceland that comprises support to students in preschools and primary schools, and their parents. It seeks to answer the question what charac- ÍSLENSKA ÞJÓÐFÉLAGIÐ tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.