Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 87

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 87
Hermína, Rúnar, Jórunn, Birna María og Sigríður Margrét 87 .. milli þessara hlutverka fræðsluskrifstofanna sem birtist í ágreiningi um valdsvið og hlutverk og hvaða skilaboð fræðsluskrifstofan ætti að senda til skólanna um hlutverk sitt og inntak þjónustunnar. Trausti telur að sálfræðingar hafi hneigst til að líta á ráðgjafar- og sálfræðiþjónustuna sem nokkurs konar sérstofnanir sem sinntu einstaklingsbundnum greiningum og meðferð á eigin forsendum og án mikilla tengsla við aðra þætti þjónustunnar. Í rannsókn Helga Gíslasonar og Önnu Kristínar Sigurðardóttur (2016) á stefnu sveitarfélaga um skóla án aðgreiningar kemur fram að sveitarfélögin sem rannsökuð voru styðjast að miklu leyti við niðurstöður læknisfræðilegra greininga við úthlutun fjármagns en ekki kennslufræðilegt mat á þörfum nemenda. Höfundar draga þá ályktun að sú sýn sem birtist í stefnuskjölum sveitarfélaga um hlutverk skólaþjónustu sé enn að nokkru leyti í ósamræmi við stefnuna um skóla án aðgreiningar og að mikil þörf sé á að skýra betur hvað stefnan þýði fyrir daglegt starf grunnskóla. Sambærilega niðurstöðu má sjá í samantekt Steingerðar Ólafsdóttur o.fl. (2014) á lögum og fræðilegu efni um skóla án aðgreiningar. Þar kemur fram að ramminn um samstarf menntageirans og félags- og heil- brigðiskerfisins sé brotakenndur og óskýr og til að uppfylla ákvæði laga og alþjóðasamþykkta betur en nú er gert þurfi að styðja sveitarfélög og skóla til frekari sveigjanleika. Að sama brunni ber rannsókn Rúnars Sigþórssonar (2013). Hann kannaði umfjöllun um skóla- þjónustu í skólastefnu tíu sveitarfélaga og upplýsingar sem tíu skólaskrifstofur birtu um starfsemi sína á vefsíðum viðkomandi sveitarfélags. Meginniðurstaða hans var að stefnumótun sveitarfélag- anna sé brotakennd, uppbygging skólaþjónustunnar í stórum dráttum klínísk og hún víða lítt sýnileg í samfléttun við önnur þjónustusvið sveitarfélaganna. Segja má að þessar niðurstöður séu staðfestar í skýrslu Evrópumiðstöðvarinnar (2017) um stöðu menntunar fyrir alla á Íslandi og undirstriki óör- yggi gagnvart framkvæmd stefnunnar. Gretar L. Marinósson og Kristín Þ. Magnúsdóttir (2016) benda á að ein afleiðinga þess að gera læknisfræðilega greiningu að skilyrði fyrir fjármögnun sé sú að skólar reyni að skilgreina fleiri nemendur með raskanir sem viðurkennt er að kalli á viðbótarkennslumagn þeim til handa og oft séu það foreldrar sem kalla eftir greiningu í von um aukinn stuðning eða þjónustu fyrir barn sitt. Það beri hins vegar að varast ofuráherslu á greiningarheiti til að skýra líðan og atferli nemenda og til að löggilda fjárhagastoð enda séu slík viðbrögð í ósamræmi við menntun án aðgreiningar (sjá einnig Graham o.fl., 2020). Leita þurfi annarra leiða samhliða til að meta stöðu nemenda og horfa til ann- arra sjónarhorna eins og t.d. félagslega líkansins (Gretar L. Marinósson og Kristín Þ. Magnúsdóttir, 2016; Rannveig Traustadóttir, 2003). Félagslega líkaninu fylgir meðal annars áhersla á skólamiðaða ráðgjöf (Gutkin og Curtis, 2009) við að leysa úr málum einstakra nemenda. Hún byggist á sameiginlegri lausnaleit ráðgjafa og kennara eða annars starfsfólks skóla á jafnréttisgrundvelli. Skólinn og starfsfólk hans ber þó jafnan ábyrgð á ferlinu og ráðgjöfin hefur að markmiði að til verði þekking innan skólans sem nýtist til starfsþró- unar, eflir faglegt samfélag skólans og leiðir til breytinga til frambúðar í gegnum víðtækt samstarf (Larney, 2003). Slík ráðgjöf miðar að því að „efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi“, eins og segir í 2. grein reglugerðar um skólaþjónustu (nr. 444/2019). Það felur meðal annars í sér að allir sem vinna í námsrými nemandans beri sameigin- lega ábyrgð á viðbrögðum við einstaklingsþörfum nemenda. Þar eiga í hlut stjórnendur, kennarar, sérkennarar, þroskaþjálfar, námsráðgjafar og stuðningsfulltrúar og störf þessa starfsfólks þarf að samhæfa í stuðningsteymi innan skóla sem leitar lausna áður en málum er vísað til ráðgjafa utan skólans (Rúnar Sigþórsson o.fl. 2022; Skoglund, 2014). Færa má rök fyrir því að sjónarhorn byggð á félagslega líkaninu og skólamiðuð ráðgjöf í anda þess styðji við framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla (Evrópumiðstöðin, 2017; Graham o.fl. 2020). Í ljósi markmiðs greinarinnar sem sett er fram í inngangi og þeirra fræða sem hér hafa verið rakin er leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað einkennir stefnu, skipulag og inn- tak skólaþjónustu sveitarfélaga við nemendur og foreldra þeirra og hversu líklegt er að það stuðli að menntun fyrir alla?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.