Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 88

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 88
Skólaþjónusta sveitarfélaga við nemendur og foreldra: Stefna, skipulag og inntak 88 .. Aðferð og gögn Í þessari grein eru birtar niðurstöður um þann þátt í starfsemi skólaþjónustu sveitarfélaga sem skil- greindur er í reglugerð um þjónustuna (nr. 444/2019) sem stuðningur við nemendur og foreldra. Greinin er byggð á gagnasafni stærri rannsóknar á skólaþjónustu sveitarfélaga sem hafði að mark- miði að kanna umgjörð og starfshætti skólaþjónustunnar og hvernig sveitarfélögin standa að því að tryggja skólum sínum þann aðgang að henni sem þeim ber samkvæmt lögum og reglugerð um skólaþjónustu (nr. 444/2019)i. Rannsóknin á skólaþjónustu sveitarfélaga var með blönduðu sniði (e. mixed methods) þar sem eigindlegra og megindlegra gagna var aflað samhliða (sjá t.d. Sigurlínu Davíðsdóttur og Önnu Ólafsdóttur, 2013). Þrenns konar gagna var aflað: Í fyrsta lagi var spurninga- könnun send, í janúar til mars 2019, til skólastjóra í leik- og grunnskólum og þeirra sem eru í forsvari fyrir skólaþjónustu (N = 444) í 59 sveitarfélögum sem höfðu samþykkt þátttöku. Þau sem svöruðu fyrir hönd skólaþjónustunnar voru í langflestum tilvikum yfirmenn skólaskrifstofa, en 90% svarenda höfðu eigin skólaþjónustu með föstum starfsmönnum, eigin skólaþjónustu og aðkeypta þjónustu í bland eða skólaþjónustu í byggðasamlagi. Þau 10% svarenda sem störfuðu hjá sveitarfélagi sem rak ekki skólaskrifstofu gátu verið sveitarstjórar. Tölur um viðtakendur og svarhlutfall má sjá í töflu 1. Tafla 1. Viðtakendur og svarhlutfall í spurningakönnun til skólastjóra leikskóla og grunn- skóla og forsvarsaðila skólaþjónustu Viðtakendur Úrtak Svör Svarhlutfall Skólastjórar leikskóla 224 130 58% Skólastjórar grunnskóla 170 101 59% Í forsvari fyrir skólaþjónustu 50 37 74% Alls 444 268 60% Spurningarnar í könnuninni tóku mið af reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga (nr. 444/2019) og beindust að viðhorfum svarenda (t.d. hversu skýra eða óskýra þeir töldu umfjöllun um skólaþjónustu í skólastefnu sveitarfélagsins vera) og mati þeirra á starfsháttum skólaþjónustu (t.d. hvers konar um- sóknareyðublöð eru tiltæk á vegum skólaþjónustunnar). Spurningarnar voru greindar í fimm aðal- flokka: 1) Skipulag skólaþjónustu sveitarfélaga, 2) stefnu sveitarfélaga um skólaþjónustu, 3) við- fangsefni og starfshætti skólaþjónustu, 4) starfsskilyrði skólaþjónustu og 5) opnar spurningar um samstarf skólaþjónustu við ýmsa aðila og stofnanir, og áskoranir um að mæta kröfum um menntun fyrir alla. Í öðru lagi voru tekin viðtöl við átta fræðslustjóra eða yfirmenn skólaþjónustunnar (í niðurstöðum er vísað til þeirra sem fræðslustjóra) og ellefu deildarstjóra sem oftast voru einnig sálfræðingar, aðra sálfræðinga, sérkennsluráðgjafa fyrir bæði leik- og grunnskóla og talmeinafræðinga, alls nítján við- töl, í fimm völdum tilvikum. Viðtölin voru tekin á tímabilinu mars til maí 2019. Viðtalsramminn tók mið af spurningakönnuninni og innihélt sömu aðalflokka og miðaði að því að fá efnismeiri svör um þá en fengust í spurningakönnuninni. Í þriðja lagi voru greind helstu stefnuskjöl um skólaþjónustuna sem birt eru á vef sveitarfélag- anna í tilvikunum fimm þar sem viðtölin voru tekin, t.d. umfjöllun um skólaþjónustu í skólastefnu sveitarfélaganna og upplýsingar á vef þeirra frá skólaskrifstofum um eigin starfsemi. Þessum upp- lýsingum var safnað 2019–2020. Gögnin voru greind á ólíkan máta eftir eðli þeirra. Úr niðurstöðum spurningakönnunarinnar var gerð grunnskýrsla (e. sourcebook)ii. Í henni er að finna þrenns konar greiningu á öllum 28 spurn- ingum spurningalistans, sem flestar voru í nokkrum liðum þannig að um er að ræða greiningu á 85 spurningaliðum. Fyrir hvern spurningalið er í fyrsta lagi birt tafla, ásamt myndriti, af dreifingu svara allra þátttakenda, heildarfjölda gildra svara og fjölda þeirra sem tók ekki afstöðu eða svaraði ekki viðkomandi spurningu. Í öðru lagi er greining á svörum eftir starfsvettvangi svarenda (grunn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.