Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 91

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 91
Hermína, Rúnar, Jórunn, Birna María og Sigríður Margrét 91 .. Sko, greiningarnar eru alltaf rosalega yfirþyrmandi og ofboðslega mikið finnst mér, endalaust aftur og aftur og aftur, sömu börnin jafnvel … það er bara alveg hrynja inn greiningabeiðnir … stundum finnst okkur að við séum alltaf að gera rosalega mikið en þá verði bara kröfurnar enn þá meiri. Eftir því sem við veitum meiri þjónustu þeim mun meiri kröfur koma. Flestir sögðust þó vera að breyta verklagi til að sporna gegn þessari þróun, meðal annars með skim- unum og aukinni áherslu á snemmtæka íhlutun. Þó heyrðust einnig raddir um mikilvægi greininga og skjalagreiningin sýndi að á vef skólaskrifstofanna er einkum að finna upplýsingar um og eyðublöð fyrir beiðni um greiningu, en ekki aðra þætti skólaþjónustunnar. Eitt tilvik skar sig úr í þessari um- ræðu. Þar fullyrti fræðslustjóri að skólamiðuð ráðgjöf hefði aukist á kostnað klínískrar nálgunar vegna uppbyggingar og þróunar lærdómssamfélags, bæði innan skólaskrifstofunnar og í sveitarfélaginu. Gögnin gefa ekki óyggjandi upplýsingar um hvað ræður úrslitum um stefnu og starfshætti skóla- þjónustunnar. Allir viðmælendur töldu að skólaþjónustan væri undirmönnuð og skorti fjármagn til að ráða fleiri sérfræðinga með fjölbreytta menntun og reynslu á ýmsum sviðum. Í spurningakönnun- inni kom aftur á móti fram að jafnhátt hlutfall af svarendahópnum í heild (43%) var sammála og ósammála því að erfiðleikar í mönnun skólaþjónustunnar hafi neikvæð áhrif á starfsemina. Þau 14% sem eftir voru töldu sig ekki vita þetta eða töldu að spurningin ætti ekki við. Af heimasíðum sveitarfélaga og viðtölum er ljóst að eitt af því sem einkennir mannauð skólaþjón- ustunnar er að starfsfólk hennar er upp til hópa sálfræðingar og sérkennarar. Fjöldi þeirra, eða hlutfall af öðru starfsfólki, liggur þó oft ekki ljós fyrir þar sem sálfræðingar sinna iðulega verkefnum fyrir bæði skóla- og félagsþjónustu þar sem þjónusta þessara kerfa er samþætt. Í viðtölunum kom fram ákveðið stef um að sálfræðingar sinni fyrst og fremst greiningum og haldi skilafundi í kjölfarið en líti síður á hlutverk sitt í víðara samhengi skólasálfræði, til dæmis með því að sinna skólamiðaðri ráðgjöf. Þá sýna gögnin að margir þeirra kennsluráðgjafa sem vinna við hlið þeirra eru sérkennsluráðgjafar sem sinna ráðgjöf við einstaka nemendur en ekki almennri kennsluráðgjöf í bekk. Fræðslustjórar sögðust reyna að ráða inn starfsfólk með skólamiðaðri sýn og í sumum tilvikum hafði það tekist. Í viðtölunum kom fram að persónulegt og faglegt viðhorf starfsfólks í skólaþjónustunni ráði miklu um hvernig þjónustan þróast og dæmi var um að það sé með ólíku móti milli hverfa innan sama sveitarfélags og jafnvel milli starfsfólks sömu skólaskrifstofu. Í svörum við spurningakönnun- inni reyndust nálega tveir þriðju svarenda mjög eða fremur sammála þeirri fullyrðingu að sérfræði- Tafla 4. Hversu hátt hlutfall af viðfangsefnum skólaþjónustu telur þú að felist í stuðningi við nemendur? Svör – allir þátttakendur Fjöldi Hlutfall % 95% öryggisbil 0–19% 39 19,0 14,1–24,8 20–39% 64 31,2 25,2–37,8 40–59% 66 32,2 26,1–38,8 60–79% 31 15,1 10,7–20,5 80–100% 5 2,4 0,9–5,3 Alls svör 205 100 Svöruðu ekki 63 Þátttakendur alls 268 Svör eftir starfsvettvangi (p = .005) Fjöldi svara Mjög mikla Fremur mikla Fremur litla Mjög litla/ enga Veit ekki Grunnskólastjórar 71 25,4% 35,2% 29,6% 5,6% 4,2% Leikskólastjórar 101 17,8% 25,7% 33,7% 22,8% 0,0% Í forsvari fyrir skólaþj. 33 9,1% 39,4% 33,3% 12,1% 6,1%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.