Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 95

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 95
Hermína, Rúnar, Jórunn, Birna María og Sigríður Margrét 95 .. Tafla 8. Hversu mikla eða litla áherslu leggur skólaþjónustan á almenna ráðgjafar- eða fræðslufundi fyrir kennara? Svör – allir þátttakendur Fjöldi Hlutfall % 95% öryggisbil Mjög mikla 21 10,0 6,5–14,7 Frekar mikla 88 42,1 35,6–48,9 Fremur litla 77 36,8 30,5–43,5 Mjög litla/enga 19 9,1 5,8–13,6 Veit ekki 4 1,9 0,6–4,5 Alls svör 209 100 Svöruðu ekki 59 Þátttakendur alls 268 Svör eftir starfsvettvangi (p < .001) Fjöldi svara Mjög mikla Fremur mikla Fremur litla Mjög litla/ enga Veit ekki Grunnskólastjórar 73 0,0% 32,9% 53,4% 9,6% 4,1% Leikskólastjórar 103 11,7% 44,7% 34,0% 8,7% 1,0% Í forsvari fyrir skólaþj. 33 27,3% 54,5% 9,1% 9,1% 0,0% Til viðbótar töldu svarendur í opinni spurningu að skortur á mönnun og sérfræðiþekkingu og færni til að takast á við áskoranir um menntun fyrir alla væri ein af glímunum í starfi skóla. Þó mátti sjá misjöfn viðhorf til þessa milli leikskólastjóra, grunnskólastjóra og þeirra sem svara fyrir skólaþjón- ustu. Grunnskólastjórar litu svo á að áskorunin snúist bæði um sérfræðiþekkingu innan skólanna og þann stuðning sem skólaþjónustan veitir. Þeir kalla eftir fólki úr fjölbreyttari starfsstéttum til starfa innan skólanna og fleiri sérkennurum. Leikskólastjórarnir voru nokkuð á sama máli en af svörunum má ráða að erfiðleikar við að manna stöður leikskólans með kennurum með starfsréttindi, og þar með skortur á fagþekkingu, sé mesti vandi leikskólanna. Í svörum við opinni spurningu var forsvarsaðilum skólaþjónustunnar tíðrætt um skort á færni og þekkingu kennara til að takast á við margvíslegar áskoranir um menntun fyrir alla og töldu mikil- vægast að efla starfsþróun þeirra og fá þá til að breyta vinnubrögðum sínum þannig að það hentaði betur námi fyrir alla. Þessi sýn rímar við það að nokkrir úr öllum þremur hópum svarenda töldu það brýnt að takast á við og breyta viðhorfi kennara (og annarra starfsmanna) og jafnvel skólastjóra og foreldra og þess vegna þurfi að styrkja sameiginlega sýn skólasamfélagsins á menntun. Nokkrir við- mælendur nefndu að bæta þurfi löggjöf og aðkomu heilbrigðisgeirans og að auka þurfi samtal milli ráðuneyta og milli þeirra sem koma að heilbrigðis- og félagsmálum nemenda. Í næsta kafla verður fjallað frekar um þetta sjónarmið. Samstarf þjónustukerfa Vegna hins fjölþætta hlutverks sem skólaþjónustan hefur í stuðningi við nemendur og fjölskyldur þeirra mætti ætla að talsvert sé um samstarf milli hennar og annarra þjónustukerfa sem að slíkum stuðningi koma, einkum félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Í svörum við spurningakönnuninni um samstarf skólaþjónustu við félagsþjónustu sést að það er nokkurt en jafnframt að skólastjórar töldu það minna en forsvarsaðilar skólaþjónustu. Rúmlega 60% grunnskólastjóra og litlu færri leik- skólastjórar sögðu samstarf við félagsþjónustu mikið en 88% þeirra sem eru í forsvari fyrir skóla- þjónustu sögðu að svo væri. Athygli vekur að um fimmtungur svarendahópsins í heild taldi sig annað hvort ekki vita þetta eða taldi að spurningin ætti ekki við (tafla 9).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.