Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 98

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 98
Skólaþjónusta sveitarfélaga við nemendur og foreldra: Stefna, skipulag og inntak 98 .. aftur á móti dæmi um hið gagnstæða þar sem samstarf við heilsugæsluna hafði dregist saman í sam- ræmi við skerta viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum og þar með aðkoma þeirra að málefnum nemenda. Þetta samstarf hafði einnig dregist saman í leikskólunum eftir að hætt var að framkvæma 4½ árs skoðun í leikskólunum og hún færð yfir til heilsugæslunnar. Fleiri dæmi um samþættingu kerfa voru einnig nefnd í viðtölunum (t.d. þar sem velferðar- og skólaþjónusta er rekin saman). Í þeim tilfellum þar sem reynt hefur verið að formgera samstarfið virðist sem félagsþjónustan sé oftar en ekki drifkrafturinn í því að efla og koma á slíku samstarfi og er samþættingin þannig frekar á forsendum hennar en skólaþjónustunnar. Umræður Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við var: Hvað einkennir stefnu, skipulag og inntak skólaþjónustu sveitarfélaga við nemendur og foreldra þeirra og hversu líklegt er að það stuðli að menntun fyrir alla? Hér reifum við fyrst þrjú þemu sem koma fram í niðurstöðunum: 1) Stefnu og inntak skólaþjónustu, 2) ráðgjöf og eftirfylgd og 3) samstarf þjónustukerfa innan skólanna. Því næst ályktum við um hversu líklegt sé að skólaþjónustan stuðli að menntun fyrir alla. Stefna og inntak þjónustu við nemendur og foreldra Af vefsíðum sveitarfélaganna sem könnuð voru með skjalagreiningu verður ekki annað séð en að þau þurfi flest að framfylgja af meiri alvöru því ákvæði reglugerðar um skólaþjónustu (nr. 444/2019), að mæla fyrir um það í skólastefnu sinni hvernig markmiðum reglugerðarinnar verði náð og auka almennt upplýsingar um þennan mikilvæga þátt í skólahaldi á vefsíðum sínum. Hverfandi merki voru um þetta í skjölunum. Ekki verður alhæft um þetta út frá tilvikunum fimm en rannsókn Rúnars Sigþórssonar (2013) bendir þó til hins sama. Mikill munur, sem kom fram í spurningakönnun, á viðhorfum skólastjóra annars vegar og forsvarsmanna skólaþjónustu hins vegar til stefnunnar gefur einnig vísbendingar um að stefnan sé hvorki skýr né hafin yfir túlkun einstakra starfsmanna og hægt sé að finna mismunandi starfsháttum stað innan hennar. Aftur á móti telja fræðslustjórar sem rætt var við sig vel meðvitaða um ákvæði reglugerðarinnar um skólaþjónustu (nr. 444/2019) og segjast nota hana sem leiðarvísi til að móta starfið. Í spurninga- könnun var engu að síður áberandi munur á svörum skólastjóra (einkum grunnskóla) annars vegar og þeirra sem eru í forsvari fyrir skólaþjónustuna hins vegar um einstaka þætti skólaþjónustunnar. Af því er varla hægt að draga aðra ályktun en að þörf sé á virkara samtali, bæði innan skólaþjónustunnar sjálfrar og milli skólaþjónustunnar og skóla til að efla sameiginlegan skilning á því hvert eigi að vera – og sé í raun og veru – inntak þjónustunnar. Þrátt fyrir að fræðslustjórar telji sig meðvitaða um ákvæði reglugerðarinnar um skólaþjónustu og telji hana ná yfir bæði þau meginsvið sem tilgreind eru í 2. grein hennar (reglugerð 444/2019) er greinileg slagsíða á viðfangsefnum þjónustunnar í þá átt að hún sinni í meira mæli þjónustu við einstaka nemendur og foreldra þeirra en stuðningi við starfsemi skóla og starfsfólk. Með hliðsjón af greiningu Fullan (2010) á samábyrgð ríkis, fræðsluumdæma og skóla fyrir gæðum menntunar má álykta að skýrari stefnu þurfi af hálfu sveitarfélaga um hvernig skólaþjónustan getur stuðlað að menntun fyrir alla og markvissari aðgerðir af hálfu skólaþjónustunnar til að auka hæfni skóla til að framfylgja þeirri menntasýn yfirvalda. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsfólk skólaþjónustunnar sé upp til hópa sál- fræðingar og í einhverjum mæli sérkennarar, sem flestir sinna einkum greiningum af ýmsu tagi. Flestir viðmælendur telja þjónustuna undirmannaða og fleira starfsfólk þurfi til að sinna kennsluráð- gjöf. Það er þó ekki skýrt af orðum viðmælenda hvort kennsluráðgjafar fást ekki til starfa eða hvort þeir líta svo á að það sé ekki hlutverk sálfræðinga og sérkennara að veita skólamiðaða kennsluráð- gjöf (Gutkin og Curtis, 2009; Larney, 2003), til dæmis í framhaldi af greiningum. Enn fremur er óljóst hvort það skorti vilja og áræðni innan skólaþjónustunnar – eða samþykki skólanna sem njóta hennar – til að draga úr vægi greininga og leggja aukna áherslu á kennsluráðgjöf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.