Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 108

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 108
„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“ Viðhorf ungra kvenna til barneigna 108 .. es in life values and goals. Iceland now follows similar fertility trends as the other Nordic countries. Existing research is limited, underlining the importance of broad context research of birth rates and fertility be- haviour. The purpose of this study is to further our understanding of how attitudes towards childbearing are shaped by prevailing ideas about par- enthood, people’s social conditions, gendered reality, and family policy. In the study, we employ focus groups and individual interviews with wom- en aged 25-30 to analyse young women’s attitudes towards childbearing. Our analysis sheds light on young women’s view of motherhood as dis- tressing and likely to negatively impact their social position. Although the interviewees perceive cracks in the facade of the egalitarian society, when it comes to the inequal responsibilities of mothers and fathers, they do not question the ideology of individualism and intensive mothering that characterizes modern parenthood. Findings suggest that young wom- en struggle to envision how they can meet the demands of motherhood in a society characterized by materialism, individualism, and impending climate disaster. KEYWORDS: Parenting – Young people – Gender equality – Fertility – Intensive mothering Inngangur Fæðingartíðni á Íslandi hefur lækkað hratt undanfarin áratug og nýjustu tölur sýna að íslenskar kon- ur eignast að meðaltali 1,82 börn yfir ævina, sem er umtalsverð lækkun frá því sem áður var (Hag- stofa Íslands, 2022a). Ljóst er að Ísland fylgir nú svipaðri þróun í frjósemi og önnur Norðurlönd þar sem konur eignast börn seinna á lífsleiðinni og eignast færri börn, og fleiri velja barnleysi (Mills o.fl., 2015). Mikilvægt er að greina og skilja þessa þróun þar sem hún er líkleg til þess að hafa af- drifarík áhrif á aldurssamsetningu þjóðar, samfélagsgerð og velferðarríkið í heild sinni (Vollset o.fl., 2020). Áhugavert er að skoða viðhorf ungs fólks til barneigna á Íslandi þar sem kerfislægir þættir sem hafa áhrif á frjósemi hafa þótt til nokkurrar fyrirmyndar, þar með talið fæðingarorlof fyrir báða foreldra, ódýr og aðgengileg dagvistun fyrir ung börn og mikil atvinnuþátttaka kvenna (Eydal og Gíslason, 2014). Tilgangur rannsóknarinnar er að auka skilning á viðhorfum ungra kvenna á Íslandi til barneigna. Bent hefur verið á mikilvægi þess að nýta í auknum mæli eigindlegar rannsóknaraðferðir til þess að varpa ljósi á breytt viðhorf til barneigna og þróun fæðingartíðni (Balbo o.fl., 2013). Mikilvægt er að samþætta femínísk sjónarmið inn í rannsóknir á fæðingartíðni og foreldrahlutverkum þar sem þau færa okkur mikilvæga linsu til þess að skoða hvernig breytt tækifæri fyrir konur og karla hafa áhrif á frjósemi og hvernig kynjaðar kröfur og hugmyndafræði um foreldrahlutverkið hefur áhrif á ákvarð- anir er varða barneignir, fjölda barna og tímasetningu barneigna. Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska hér á landi í gagnrýnum, félagsfræðilegum rannsóknum á foreldrahlutverkinu (sjá til dæmis, Símonardóttir, 2016a; Annadís Gréta Rúdólfsdóttir og Auður Magndís Auðardóttir, 2020; Auðardóttir, 2022; Hjálmsdóttir og Bjarnadóttir, 2021). Viðhorf ungs fólks á Íslandi til barneigna og fjölskyldulífs hafa engu að síður lítið sem ekkert verið rannsökuð, sem undirstrikar mikilvægi inn- lendra rannsókna á þessu sviði. Markmið þessarar rannsóknar er því að öðlast skilning á því hvernig viðhorf til barneigna mótast af ríkjandi hugmyndum um foreldrahlutverkið, félagslegum aðstæðum fólks, kynjuðum veruleika og opinberri fjölskyldustefnu. Meðal annars verður leitað svara við því hvernig orðræða um móðurhlutverkið birtist og hvernig hún virkar sem hvati eða hindrun þegar kemur að ákvörðuninni um að verða eða verða ekki móðir. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknar- verkefni sem ber heitið Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi sem styrkt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.