Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 112

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 112
„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“ Viðhorf ungra kvenna til barneigna 112 .. tengslamyndun og nálægð við ýmis mögulega heilsuspillandi efni (Budds, 2021). Þunguðum konum er því haldið undir eftirliti og ætlast er til þess að þær hegði sér á þann hátt sem er menningarlega skilinn sem ábyrgur gagnvart barninu sem þær bera og þeim sjálfum (Locke og Horton-Salway, 2010). Tímabilið fyrir getnað barns hefur þannig á síðustu árum og áratugum fengið aukna athygli og umfjöllun sem mikilvægt heilsuverndandi tímabil fyrir framtíðar börn/fóstur og tengist því fyrr- nefndri útvíkkun móðurhlutverksins þar sem mæður eru taldar bera ábyrgð á börnum sínum, jafnvel áður en þau eru getin (Budds, 2021). Ljóst er að foreldrahlutverkið á Íslandi, sem og annars staðar, einkennist af ýmsum kynjuðum staðalmyndum sem byggja á hugmyndum um feður sem fyrirvinnur og mæður sem ábyrgar fyrir umönnun og tilfinningalegri velferð barna sinna (Símonardóttir, 2016a). Þó að íslenskir feður taki virkari þátt í umönnun og uppeldi barna sinna með tilkomu fæðingarorlofs- kerfisins má enn greina sterkar orðræður innan samfélagsins um auknar skyldur og ábyrgð mæðra þegar kemur að umönnun og uppeldi (Símonardóttir, 2016a; Gíslason og Símonardóttir, 2018). Birt- ingarmyndir þessara samfélagslegu krafna móðurhlutverksins lúta ekki síst að líkamanum sjálfum, virkni hans og frammistöðu þegar kemur til að mynda að brjóstagjöf (Símonardóttir, 2016b), náttúr- legri fæðingu (Símonardóttir og Rúdólfsdóttir, 2021) og tengslamyndun (Símonardóttir, 2016a), en einnig hugmyndafræði ákafrar mæðrunar sem krefst ákveðinnar fullkomnunar (Auðardóttir, 2022). Aðferðir og gögn Í rannsókninni nýtum við rýnihópa og einstaklingsviðtöl til þess að fanga viðhorf ungra kvenna til barneigna. Rýnihópar eru eigindleg rannsóknaraðferð sem byggir á umræðum einstaklinga í hóp um ákveðið málefni. Aðferðin er talin henta sérstaklega vel í rannsóknarverkefnum þar sem þekking á viðfangsefninu er lítil og takmarkið er að öðlast heildstæða mynd af því hvaða skilning og merkingu fólk leggur í ákveðin fyrirbæri, líf sitt og athafnir (Morgan o.fl., 1998). Notast var við sjálfvalið úrtak þátttakenda sem svöruðu kalli okkar um þátttöku í rannsókninni. Auglýst var eftir þátttakendum í rýnihópa á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter, en auglýsingu um rannsóknina var deilt víða af aðilum í tengslaneti beggja höfunda og sömuleiðis í stórum Facebook-hópum landsins. Ungt fólk nýtir samfélagsmiðla mikið (Perrin, 2015) og því var talið að þeir væru hentugur vettvangur til að auglýsa eftir þátttakendum. Skilyrði fyrir þátttöku var að um væri að ræða barnlausa einstaklinga á aldrinum 25–30 ára sem væru búsettir á Íslandi. Alls tóku 14 einstaklingar þátt í rannsókninni en aðeins konur svöruðu auglýsingunni og lýstu yfir áhuga á þátttöku. Haldnir voru fjórir rýnihópar og tekin voru tvö einstaklingsviðtöl. Allir þátttakendur voru konur á aldrinum 25–30 ára, tvær voru giftar, átta í sambúð og fjórar einhleypar. Allir þátttakendur að undanskilinni einni voru hvítar og íslenskar að þjóðerni og þrjár voru sam- eða pankynhneigðar, en aðrar gagnkynhneigðar. Menntunarstig viðmælenda var nokkuð hátt; sjö höfðu lokið framhaldsnámi á háskólastigi, fimm höfðu lokið grunnnámi á háskólastigi (BA- eða BS-gráðu) og tvær höfðu lokið stúdentsprófi. Ekki var spurt með beinum hætti út í stéttarstöðu, en allir þátttakendur ræddu ítarlega félagslegar og efnahagslegar aðstæður sínar í æsku, sem veitti rannsakendum færi á að meta stéttarstöðu með nákvæmari hætti. Skilgreina mætti uppeldislega stéttastöðu hjá um helmingi viðmælenda sem verkamannastétt og hinn helmingurinn tilheyrir millistétt. Viðtölin tóku 56 til 103 mínútur og voru tekin upp á hljóðupptökutæki með leyfi viðmælenda. Til að gæta nafnleyndar og halda trúnað var öllum viðmælendum í rannsókninni gefið dulnefni og þess gætt að fela öll séreinkenni sem gætu auðkennt þær. Allir viðmælendur veittu upplýst samþykki fyrir því að orð þeirra og frásagnir yrðu notuð í útgefið efni. Þó viðmælendurnir í rannsókninni flokkist ekki sem viðkvæmur hópur lögðu rannsakendur áherslu á að þær hlytu ekki skaða af þátttöku sinni og leituðust við að tryggja rétt og friðhelgi þeirra (Esterberg, 2002). Það krefst mikils undirbúnings og eftirfylgni að skipuleggja og framkvæma rýnihópaviðtöl þar sem mikilvægt þykir að tryggja ákveðinn fjölda þátttakenda og að aðstæður séu sem bestar (Morgan o.fl., 1998). Rýnihópar og einstaklingsviðtöl fóru öll fram á tímabilinu júlí–september 2021 en þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.