Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 115

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 115
Sunna Símonardóttir og Hlédís Maren Guðmundsdóttir 115 .. Já, hvernig lífið myndi breytast, bara það sem þú sagðir, bara minna persónulegt frelsi. Ég held að tíminn myndi bara snúast rosalega mikið um börnin, en ekki mig og ferilinn minn, næstu 18 til 20 árin (Alda) Það er áhugavert að sjá hve skýr aðgreining er á milli þess sem er talið tilheyra lífinu fyrir og eftir börn. Hlutir eins og ferðalög, skemmtanalíf, vinátta, frítími og leikur víkja fyrir því að vera alltaf á vaktinni, sem einkennist af svefnleysi, ábyrgð, bindingu og algjörri helgun. Í rýnihópunum og einstaklingsviðtölum voru konurnar allar spurðar að því hvort þær langi til þess að eignast börn. Af þeim 14 konum sem tóku þátt sáu fjórar eindregið fyrir sér að eignast börn í framtíðinni, tvær vildu ekki eignast börn sjálfar, en önnur var opin fyrir ættleiðingu eða því að taka barn í fóstur, og átta konur voru óákveðnar – höfðu ekki tekið ákvörðun af eða á. Eftirfarandi frá- sögn Öldu lýsir vel viðhorfi flestra viðmælenda til barneigna þar sem það að eignast barn tilheyrir óræðri framtíð: Þetta er eiginlega næstum því sama svar og við vorum með [allar hlæja]. Við erum báðar svona opnar fyrir því, en ekki núna og finnst að við munum fórna ógeðslega miklu af lífinu okkar ef við gerum það núna (Alda) En þó að barneignir séu í augum flestra kvennanna eitthvað sem þær sjá fyrir sér virðist rétti tíminn alltaf vera utan seilingar. Það að vera „tilbúin“ til að eignast börn var tengt hugmyndum um sjálfs- uppfyllingu, en einnig mati á hæfni þeirra til að vera „góðar“ mæður sem eru tilbúnar til þess að setja ávallt hagsmuni barnsins í forgrunn: Já, mér finnst bara, mig langar bara að hafa mig í fyrsta sæti. Og það er svo margt sem mig langar til að gera sem að ég myndi ekki geta gert og, þú veist, myndi ekki endilega vilja gera ef ég ætti börn og mér finnst bara eitthvað svo, ég veit það ekki, mig langaði alltaf í börn, hélt alltaf að ég myndi eignast börn, ung eins og mamma og svona, en svo bara er svo margt sem að er hægt að gera og lifa og svo, mér finnst bara eitthvað svo bilað núna að eignast börn svona snemma, af því að, æj ég veit það ekki, það er svo stuttur tími til að bara setja sjálfan sig í fyrsta sæti (Birna) Það að vera „tilbúin“ til þess að verða móðir er því að einhverju leyti menningarlega skilgreint og í frásögnum margra kvennanna er skýrt að „mörkin færast alltaf“ (Áslaug) eftir því sem þær nálgast þau. Ný mörk taka við því alltaf er hægt að finna gildar ástæður fyrir því að fresta barneignum. Erna lýsir þessum breytingum á mörkum með gamansömum hætti: Ég hugsaði alltaf að ég myndi alla vega vilja vera komin í eigin íbúð, en nú var ég að kaupa eigin íbúð. Það fyrsta sem ég hugsaði var nú þarf ég nýja afsökun. Þegar við náum markmiðum Sameinuðu þjóðanna þá ætla ég að eignast barn (Erna) Áhersla á einstaklingsfrelsi og tíma til að njóta var þannig þátttakendum ofarlega í huga en líffræðilega „klukkan“ var samt aldrei langt undan. Heppilegustu tímasetningu foreldrahlutverksins er stýrt með félagslegum viðmiðum sem mæla fyrir um kjörforsendur fyrir foreldrahlutverki og barnauppeldi (Phoenix o.fl., 1991) og gefa til kynna að konur ættu ekki að eignast börn þar til þær geta uppfyllt þessar kröfur. Orðræða um „réttar“ aðstæður fyrir móðurhlutverkið felur í sér fjárhagslegt öryggi og „rétt“ parasamband, en líka réttan aldur, það er að konur séu ekki of ungar en ekki of gamlar. Hrönn er meðvituð um að frjósemisskeið hennar muni ekki vara að eilífu, sem gerir hana meðvitaða um ákveðinn lokafrest „áður en ég verð 35 ára, því það er eitthvað svo, áður en eggin verða slæm eða eitthvað,“ sem vísar í algengt stef í frásögnum viðmælenda um að þótt hægt sé að teygja frjósemistímann teygist hann ekki endalaust. Viðhorf Hrannar og fleiri viðmælenda endur- spegla þannig algengar orðræður um vaxandi áhættu fyrir bæði móður og barn sem samsvarar aldri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.