Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 116

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 116
„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“ Viðhorf ungra kvenna til barneigna 116 .. móður. Sýnt hefur verið fram á hvernig efast er um siðferði eldri mæðra, þar sem þær virðast setja bæði sjálfar sig og börn sín í óþarfa áhættu (Budds o.fl., 2013) og geta þannig verið ábyrgar fyrir hvers kyns óhagstæðri útkomu vegna ákvarðana sinna. Ljónagryfjan – kröfurnar og heimur á heljarþröm Viðmælendur upplifa mikla ábyrgð tengda móðurhlutverkinu þar sem ekki sé rými til þess að mis- takast því „þú getur fokkað upp manneskju, bara að eilífu, ef þú, ef þér tekst ekki vel“ (Katrín). Í frásögnum kvennanna má greina orðræðu einstaklingshyggju þegar kemur að foreldrahlutverkinu þar sem frammistaða hvers foreldris fyrir sig er undir smásjánni og að velgengni barns í lífinu ráðist af ákvörðunum foreldrisins og frammistöðu þess, frekar en efnhagslegum bakgrunnni eða félagslegu umhverfi. Nokkrir viðmælendur ræða löngun sína til þess að koma á nýju samfélagskerfi þar sem kommúna komi í stað kjarnafjölskyldunnar og fleiri aðilar komi að uppeldi og umönnun. Umræða um slíka kommúnu er þó oft í gamansömum tón og ljóst að slíkar hugmyndir eru frekar dagdraumar heldur en raunverulegur möguleiki fyrir viðmælendur. Hugmyndin birtist þó í beinu samhengi við væntingar kvennanna um að bera álagið og ábyrgðina einar á herðum sér, án aðstoðar frá samfélagi og fjölskyldu. Ábyrgðin sem felst í móðurhlutverkinu er skilgreind sem yfirgripsmikil og kvíða- valdandi og tengist ekki alltaf bara kröfum um umönnun og uppeldisaðferðir, heldur getur átt sér líkamlegar birtingarmyndir: Ég gæti það ekki heldur. Ég væri bara eitthvað, efnin sem eru í boltunum, efnin sem eru í matnum, efnin sem eru í kringum þau, efnin sem mamman lætur í sig á meðgöngu, yfir alla ævina, sem að eru í brjóstamjólkinni, sem að er bara þarna þar til þú verður óléttur og svo gefur þú það allt fyrsta barninu þínu. Frumburður- inn þinn fær öll eiturefnin sem eru búin að safnast upp í líkama þínum (Aldís) Í frásögn Aldísar hér að ofan má sjá hvernig sjálfur líkami móðurinnar getur orðið að heilsuspillandi umhverfi fyrir barnið. Í þessu samhengi er áhugavert að sjá hve vel viðmælendur þekkja og kunna að gera grein fyrir hinum margvíslegu menningarlegu skilaboðum sem beinast að mæðrum, þrátt fyrir að þær sjálfar séu hvorki mæður né geri í raun ráð fyrir að verða mæður alveg á næstunni. Þannig birtist ítrekað það viðhorf að til þess að geta sinnt móðurhlutverkinu með sóma þurfi að búa yfir staðfestri hæfni: Ég er sjálf bara voðalega hrædd við meðgöngu, mér finnst eitthvað svo skrítið að það sé lífvera inni í mér að vaxa, og náttúrulega bara ábyrgðin sem fylgir þessu þegar barnið kemur, ég held að, mér finnst svo margir ekki hugsa út í það, þetta er 18, bara lífstíðar ábyrgð fyrir aðra manneskju, og maður þarf ekki einu sinni að vera qualified til þess (Birna) Hæfnin í þessu samhengi felst í því að vera vel undirbúin undir áskoranir foreldrahlutverksins og búin að kynna sér allar viðeigandi upplýsingar um öll svið umönnunar. Í máli margra viðmælenda má greina neikvætt viðhorf til þeirra sem ákveða að verða foreldrar án sérstaks undirbúnings og án þess að vera „tilbúin í allt þetta“ (Anna). Í frásögnum kvennanna birtist sú sýn að of margir séu ein- faldlega að eignast börn án þess að vera raunverulega tilbúnir í þá skuldbindingu, fórn og vinnu sem það felur í sér, eða eins og Embla segir: Við þurfum að hætta að eignast börn því þau eru svo sæt og við þurfum að byrja að eignast börn af því að við erum tilbúin í allt í kringum það. Mér finnst það bara góður punktur. [allar: algjörlega] Hugmyndir viðmælenda um hvað felst í góðu og viðeigandi uppeldi bera sterkan keim af hugmynda- fræði um ákafa mæðrun (e. Intensive Mothering), þar sem áhersla er á að uppeldi barns og umönnun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.