Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 117

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 117
Sunna Símonardóttir og Hlédís Maren Guðmundsdóttir 117 .. sé tímafrek, barnamiðuð og kostnaðarrík og taki mið af sérfræðiþekkingu hvers tíma fyrir sig (Hays, 1996). Viðmælendur lýsa þannig mikilvægi þess að foreldrar taki ábyrgð með því að kynna sér við- eigandi upplýsingar til þess að vera betur í stakk búin til þess að mæta börnum sínum: Embla: Í dag búum við yfir svo miklum upplýsingum sem hafa kannski alltaf verið til, en þær eru svo aðgengilegar núna [hinar jánka] þannig að mér finnst það pínu á ábyrgð foreldra að fræða sig um alls konar, af hverju það sem þú ert að gera gæti verið skaðlegt og eitthvað svona, en maður getur kannski ekki bleimað fólkið sem vissi ekki betur, sem hélt bara ókei ég er alltaf að segja dóttur minni að hún sé of feit, en það er bara af því að ég vil að hún sé heilbrigð, en skilurðu? Alda: en svo er hún kannski alveg heilbrigð Embla: já, eða þú veist og ef þú hefur raunverulegar áhyggjur af heilsufari barns- ins þíns þá getur þú kannski bara reynt að elda hollari mat, ef þú hefur tök á því, eða eitthvað. Í þessari tilvitnun birtast okkur áhugaverð stef úr hugmyndafræði ákafrar mæðrunar þar sem gert er ráð fyrir því að aðgangur nútíma foreldra að góðum vísindalegum upplýsingum stuðli að betra foreldrahlutverki og fyrirbyggi skaðlegt uppeldi eða orðfæri sem særir barnið og veldur því van- líðan. Ábyrgðin er því á herðum mæðra að rannsaka hvert mál í kjölinn til að fyrirbyggja ónærgætin samskipti og leita leiða til þess að bregðast við með „réttum“ leiðum, eins og að elda hollari mat. Þær kröfur sem viðmælendur telja að gerðar séu til foreldra, og sérstaklega mæðra, nýta orðfæri úr uppeldisritum og almennri orðræðu um mikilvægi sérfræðingsmiðaðs uppeldis og þær lýsa „pressu á að uppeldið sé fullkomið ... svo að dóttir mín eða sonur verði allavega næs manneskja“ (Alda). Þær ræða um mikilvægi örvunar og leiks og fjölbreytts fæðis en einnig hlutverk foreldra þegar kemur að því að „þjálfa gagnrýna hugsun“ (Karítas). Þær lýsa ákveðnum frammistöðukvíða og að mikilvægt sé að uppeldið sé fullmótað og úthugsað og að foreldri „beitir sér til þess að gera það að raunveru- leika“ (Karítas), en á sama tíma lýsa margar þeirra áhyggjum af því hvort þær muni geta staðið undir öllum þessum kröfum sjálfar. Birtingarmyndir kvíða í viðtölunum eru ekki aðeins einstaklingsbundnar heldur má segja að kvíði vegna óvissrar framtíðar sé ákveðið leiðarstef. Margir viðmælendur lýsa þannig viðhorfi sínu til umheimsins sem óöruggs staðar sem er á barmi hamfarahlýnunar og óafturkræfra lofstlagsbreyt- inga. Konurnar velta því margar upp að heimurinn verði ekki ákjósanlegur staður til þess að búa á þegar börnin sem getin eru í dag alast upp og komast á fullorðinsár. Þær telja að það sé því í raun mikill ábyrgðarhluti að velja það að eignast barn sem síðan þarf að takast á við áskoranir sem fylgja breyttum heimi: Þú getur ekkert farið á netið án þess að sjá bara já þetta er að fara að gerast, bara til hvers á ég að nenna að eiga barn til þess að vera bara. Pælið í að útskýra fyrir barninu þegar það er 27 ára bara in the wasteland, bara sorrý ég vissi að þetta var að fara að gerast, en baby (Margrét) Viðmælendur virðast fylgjast vel með fréttaflutningi af loftslagsmálum og þær þekkja vel til mála- flokksins og vísa í úttektir, samþykktir og sérfræðingsorðræðu máli sínu til stuðnings. Sumar upplifa jafnvel umræðuna í dag sem ákveðna „heimsendastemning[u]“ (Erna) og setja samansemmerki á milli þess álags sem börn valda mæðrum sínum og þess álags sem offjölgun hefur á jörðina: Þú veist í samfélagi dagsins í dag þá ættum við auðvitað ekkert að vera að fjölga okkur sko (hlær), þannig að ég einhvern veginn svona, fyrir utan álagið sem þetta setur á mann, þú veist, svefnleysið, áhyggjurnar, global warming, þú veist (Anna)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.