Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 118

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 118
„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“ Viðhorf ungra kvenna til barneigna 118 .. Börn eru þannig skilgreind sem óskynsamleg og jafnvel ósiðleg hugmynd í óstöðugum heimi þar sem ekki er hægt að ganga að því sem gefnu að heimurinn beri fleiri börn eða að ný heimsmynd í kjölfar loftslagshörmunga muni vera ákjósanlegur staður til þess að búa í. Umræða og lokaorð Í rannsókninni er leitast við að varpa ljósi á viðhorf ungra íslenskra kvenna til foreldrahlutverksins. Viðmælendur okkar eru konur á aldrinum 25–30 ára sem eru ekki sjálfar mæður og búa þar af leiðandi yfir áhugaverðu sjónarhorni þess sem stendur fyrir utan og horfir inn. Fæðingartíðni á Íslandi hefur farið ört lækkandi undanfarin 10 ár og ljóst er að íslenskar konur eignast nú sín fyrstu börn síðar en áður þekktist og eignast jafnframt færri börn, auk þess sem fleiri kjósa að eignast ekki börn. Mikilvægt er að varpa ljósi á ástæður þessa og í þessari viðtalsrannsókn má greina ákveðin stef sem útskýra og setja í samhengi þá lýðfræðilegu þróun. Þó að flestir viðmælendur okkar hafi ekki útilokað barneignir í framtíðinni má greina sterka óvissu og hik þegar kemur að barneignaráformum þeirra. Það að alast upp við kynjaða verkaskiptingu innan heimilis og að upplifa misvægi í núverandi samfélagskerfi, sem gerir ráð fyrir auknum skyldum mæðra umfram feður, leggur grunn að væntingum þátttakenda til móðurhlutverksins. Þriðja vaktin er viðmælendum okkar hugleikin en hún vísar í þá hugrænu vinnu sem fer fram þegar kemur að almennu skipulagi heimilisins, að deila niður verkefnum og að sjá fyrir þarfir, en þar hafa konur tilhneigingu til að starfa sem „verkefnastjórar“ fyrir heimilið (Daminger, 2019). Segja má að viðmælendur okkar sjái í gegnum þá „áru kynjajafnréttis“ (Gyða Margrét Pétursdóttir, 2012) sem umlykur stundum umræðu um stöðu kynjanna í íslensku samhengi og hafni um leið þeim orðræðum sem halda því fram að jafnrétti sé náð og ábyrgð foreldra sé jöfn. Konurnar standa því frammi fyrir því verkefni að þurfa að samrýma persónulegar væntingar um kynjajafnrétti og samtíma sem hefur ekki tekist að útrýma kynjuðum kröfum og væntingum. Það gera þær með því að ganga inn í póstfemínískar orðræður um persónulegt val einstaklingsins, frelsi og persónulega valdeflingu. Þetta er í samræmi við niðurstöður Vaadal og Ravn (2021) sem sýndu fram á það hvernig ungar konur af millistétt í Noregi tengja móðurhlutverk og fjölskyldulíf framtíðarinnar aðallega við missi á frelsi, ekki bara með tilliti til jafnréttis kynjanna heldur einnig með tilliti til framsækins lífsstíls þeirra og sjálfsmyndar í víðum skilningi. Í frásögnum viðmælenda eimir enn eftir af þeirri menningarlegu hugmynd að móðurhlutverkið sé hlutverk sem allar konur ættu að sækjast eftir. Þó virðist sú ríkjandi hugmynd vera á einhverju undanhaldi og þess í stað merkjum við orðræðu nýfrjálshyggju og póstfemínisma þegar kemur að foreldrahlutverkinu, en þar er einstaklingshyggju og persónulegu vali hampað (Gill, 2008). Lýðfræðileg þróun þátta eins og frestunar hjónabands og barneigna sem og aukin skilnaðartíðni hefur verið túlkuð sem birtingarmynd aukinnar einstaklingshyggju í síðnútímasamfélagi (Beck- Gernsheim, 2011) og niðurstöður okkar benda til þess að sú sé einnig raunin í hinu íslenska samhengi. Viðmælendur okkar upplifa ótta við að ná ekki markmiðum sínum á vinnumarkaði, að missa af tækifærum, dragast aftur úr og ná ekki að koma sér fyrir í samfélagi og á vinnumarkaði sem einkennist af mikilli samkeppni. Aukin einstaklingshyggja felur í sér að það að eignast börn hættir að vera skilgreint sem stærsta og æðsta markmið lífsins og verður þess í stað: „viðfang með- vitaðrar skipulagningar og útreikninga, vonar og ótta“ (Beck og Beck-Gernsheim, 2002, bls. 126). Það er áhugavert að greina hin skörpu skil sem viðmælendur upplifa á lífinu fyrir og eftir tilkomu barna og togstreituna á milli líffræðilegu „klukkunnar“ og einstaklingsfrelsis sem er einkennandi í lýsingum þátttakenda. Að verða foreldri er því ekki lengur sjálfsagður hluti af lífinu heldur frekar val sem þarf að taka að vel íhuguðu máli þar sem foreldrahlutverkinu fylgir margvísleg tilvistarleg áhætta (Maher og Saugeres, 2007). Börn geta þannig staðið í vegi fyrir frelsi og ánægju einstaklings (Esping-Andersen, 2011). Því er freistandi að færa til mörkin um hvenær rétti tíminn til að eignast barn rennur upp. Það er áhugavert að skoða hve vel viðmælendur þekkja og kunna að gera grein fyrir hinum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.