Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 9
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 9 Bolvíkingurinn sem settist að í Vík í Mýrdal Nam heilsuhagfræði, sjúkraflutninga og siðfræði „Ég er fædd 26. júlí 1959 á Landspítalanum og flaug vikugömul á Catalinu-flugbáti til Ísafjarðar og fór síðan um Óshlíð heim til Bolungarvíkur. Ólst þar upp við opið haf, í faðmi vestfirskra fjalla og stórfjölskyldu, þar til fjölskyldan flutti í Kópavog þegar ég var á þrettánda ári. Bernskuárin fyrir vestan einkenndust af frjálsræði, athafnasemi og gleði. Bolungarvík var öflugt sjávarþorp og börnin urðu snemma virkir þátttakendur í samfélaginu. Brimbrjóturinn, fjöllin og fjaran voru okkar vettvangur. Það voru viðbrigði að flytja úr vestfirsku sjávarplássi í fjölmennið í Kópavogi en þar átti ég góð ár og þroskaferill unglingsáranna einkenndist af tilraunum til finna sjálfið í sér og staðsetja sig í tilverunni, með virkni og vináttu. Auk þess að hafa lokið námi í hjúkrunarfræði nam ég heilsuhagfræði og starfstengda heilbrigðis- og lífsiðfræði við HÍ. Ég er sjúkraflutningamaður, EMTA, og með kennararéttindi í skyndihjálp. Til að halda mér vakandi hef ég af og til sótt námskeið tengd hjúkrun, stjórnun, opinberri stjórnsýslu og siðfræði,“ segir Helga og spyr hlæjandi hvort þetta sé ekki góð kynning á sér. Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður, hleypur á fjöll, syndir, dansar, prjónar, gróðursetur og nýtur lífsins samhliða krefjandi starfi sínu í Vík í Mýrdal. Texti: Magnús Hlynur Hreiðarsson | Myndir: úr einkasafni Helga er gift Sigurgeiri Má Jenssyni, lækni í Vík, og þau eiga fjögur börn sem hún segir að séu þeirra bestu vinir. Auk þess eiga þau hjónin tíu yndisleg barnabörn. „Ég er einföld kona og áhugamálin mín eru samofin lífinu og tilverunni. Fjölskyldan, starfið mitt, náttúran, umhverfið og samfélagið nær og fjær. Ég fæ góðar núvitundarstundir með því að synda, ganga, grúska, dansa, prjóna og baka súrdeigsbrauð, svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún og bætir við að hún horfi líka á góða sakamálaþætti til að tæma hugann. „Flestir dagar ársins hefjast á góðum sundspretti, ég nýt þess að hreyfa mig úti í náttúrunni. Svo má nefna eitt áhugamál sem Sigurgeir hefur kveikt áhuga minn á en það er skógrækt,“ segir Helga brosandi. Þykir vænt um starfið sitt Hvað varð til þess að Helga ákvað á sínum tíma að fara að læra hjúkrunarfræði? „Það var einföld ákvörðun, það var þó ekki bernskudraumur að læra hjúkrun. Margt kom til greina, ég horfði yfir sviðið, sló til og hef verið þakklát fyrir það æ síðan. Starfið er krefjandi og um leið gefandi, mér þykir vænt um starfið mitt og ég er stolt af því,“ segir hún brosandi. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.