Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 37
Ég tók mig til og setti mér ný markmið í starfi; að finna gleðina
í húsinu og viðhalda henni. Vá, hvað það er gaman að finna
gleðina í hversdagslegum aðstæðum. Ég fór að skammast
í notendum hér að vera nú ekki að hlaupa á göngunum
og hrósa þeim fyrir fallegt ,,viðhald” (göngugrindina). Ég
sótti um vínveitingaleyfi og dró nokkra karla hér með mér í
bjórsmökkun, (sem endaði með gleði fram á rauða nótt því
þeir vildu ekki fara heim). Dró þá líka með mér í bíó og fékk svo
70 tommu sjónvarp fyrir heimsmeistaramótið í tuðrusparki
og poppvél. Ég samdi líka við Græna Hattinn um atriði í
bókakaffihúsið okkar og er búin að flækjast um allan Eyjafjörð,
með íbúa og notendur, að kynna okkur umhverfið með
leiðsögumanni, sem við réðum í fullt starf hér eitt sumarið.
Allt þetta og öll ótal mörgu samtölin við þá sem hér búa,
starfa og leita sér þjónustu, um allt sem skiptir máli í þessu
lífi. Kjarninn í þeim samtölum er ástin. Það man enginn eftir
fyrsta hjólinu eða fyrsta bílnum en það muna allir eftir fyrsta
kossinum og ljóma við tilhugsunina. Já, eða reyna að fela það
þegar roðinn færist yfir kinnina. Það muna allir eftir fyrstu
ástinni, fyrsta skotinu og hvolpalátunum. Fyrsta dansinum
á ballinu og fiðrildinu í maganum þegar ástin var til staðar.
Þar sem gleðin er, þar er jú líka sorg, það muna margir eftir
sorginni en gleðin er samt það sem stendur upp úr. Vissulega
hefur lífið ekki verið dans á rósum hjá mörgum og sorgina hafa
margir upplifað, sumir meira en aðrir. Heldra fólk hefur kennt
mér að lífið er alls konar, við erum alls konar og við berum alls
Þankastrik
,,Þar sem gleðin er, þar er jú líka
sorg, það muna margir eftir
sorginni en gleðin er samt
það sem stendur upp úr.”
konar með okkur; gott og slæmt, allt til enda. Gleðin hér hefur
líka kennt mér að við erum nánast öll eins. Við elskum flest að
gleðjast, hlæja, fíflast, vinskap og félagsskap og það er alveg
óháð aldri. Gleðin færir okkur vellíðan, hún fær okkur til að
finnast við lifandi, finnast við skipta máli og umfram allt færir
hún okkur magaverk af hlátri sem er yndisleg tilfinning. Það
er alveg sama á hvaða aldri maður er, gleðin kveikir í manni
lífslöngun, hressir, kætir og ætli hún, svei mér þá, lengi þá ekki
lífið?
Þess má geta að eldri maðurinn í upphafi sögunnar var minn
besti vinur hér á Akureyri þar til hann lést. Við áttum margar
góðar stundir hér þar sem við vorum með fíflalæti, sögðum
sögur og horfðum út um gluggann, (á stelpurnar), fram að
andláti hans. Ég fæ seint fullþakkað honum vinskapinn, þessi
elska sem sneri mér alveg þarna á fyrstu mínútunum í nýju
starfi. Takk Siggi Leós! Og nei, það er ekki ennþá búið að reka
mig!
Mig langar að yngri kynslóð hjúkrunarfræðinga fái
tækifæri í næsta pistli og skora því á Sigrúnu Evu
Sigurjónsdóttur, hjúkrunarfræðing hjá Heilsuvernd að
skrifa næsta pistil.