Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 90
90 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðhorf
hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk til fjölskylduhjúkrunar
sé almennt jákvætt. Niðurstöður eru í samræmi við aðrar
sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi
hvað varðar viðhorf hjúkrunarfræðinga til fjölskylduhjúkrunar
(Blöndal o.fl., 2014; Svavarsdottir o.fl., 2015;
Sveinbjarnardottir o.fl., 2011). Þegar hjúkrunarfræðingum
finnst fjölskyldur vera krefjandi eða ef fjölskyldan sýnir miklar
tilfinningar upplifa hjúkrunarfræðingar fjölskylduna frekar
sem byrði. Wright og Bell (2009) fjalla um mikilvægi þess að
hjúkrunarfræðingar skilji og vinni með viðhorf sín gagnvart
fjölskyldum til þess að auðvelda samstarf við þær í meðferð.
Komið hefur fram í rannsóknum að opið samtal, þar sem
hjúkrunarfræðingur leggur áherslu á áhyggjur og spurningar
fjölskyldu, getur dregið úr þjáningu hjá fjölskyldum (Benzein
o.fl., 2008; Sveinbjarnardottir og Svavarsdottir, 2019).
Þátttakendur með 15 ára eða lengri starfsreynslu höfðu
jákvæðara viðhorf en þátttakendur með undir 5 ára
starfsreynslu í þættinum fjölskyldan sem byrði. Það er
sambærilegt og hefur áður komið fram í niðurstöðum
(Benzein o.fl., 2008; Gusdal o.fl., 2017; Luttik o.fl., 2017;
Sveinbjarnardottir o.fl., 2011). Reynsluleysi hjúkrunarfræðinga
getur haft áhrif á það hvort þeir telji sig hafa tíma til
þess að sinna fjölskyldum. Það má velta fyrir sér hvort
reynslumeiri hjúkrunarfræðingar hafi meira vald til að stýra
tíma sínum og geti því forgangsraðað með öðrum hætti
(Benzein o.fl., 2008; Gusdal o.fl., 2017; Luttik o.fl., 2017;
Svavarsdottir o.fl., 2015; Sveinbjarnardottir o.fl., 2011).
Santos og samstarfsmenn (2017) fjölluðu um mikilvægi þess
að reynsluminni hjúkrunarfræðingar fengju stuðning og
þjálfun frá reynslumeiri hjúkrunarfræðingum. Ný rannsókn,
þar sem áhersla var á fjölskylduhjúkrun í grunnnámi
hjúkrunarfræðinga, sýndi strax í kjölfar útskriftar að þeir
treystu sér til að veita fjölskylduhjúkrun. Nýútskrifuðu
hjúkrunarfræðingarnir töldu sig jafnvel ráða betur við að veita
fjölskylduhjúkrun en kollegar þeirra með meiri starfsreynslu
(Swan og Eggenberger, 2021).
Í niðurstöðum kom jafnframt fram að þátttakendur með
viðbótarnám höfðu jákvæðara viðhorf til fjölskylduhjúkrunar
á tíma 2 og er það sambærilegt við niðurstöður annarra
rannsókna (Sveinbjarnardottir o.fl., 2011). Vert er að benda á
að 97% þátttakenda á tíma 2 telja það vera almenna stefnu að
hlúa að fjölskyldum á sinni deild og má túlka það sem góðan
jarðveg til að koma stefnu SAk varðandi fjölskylduhjúkrun í
framkvæmd.
Niðurstöður rannsóknarinnar greina frá því að viðhorf
þátttakenda breyttust ekki í innleiðingarferlinu en það
eru sambærilegar niðurstöður og í rannsókn Blöndal og
samstarfsmanna (2014) sem gerð var á skurðlækningasviði
Landspítala. Það er hins vegar á skjön við rannsókn sem gerð
var á öllum deildum Landspítala, nema á bráðamóttöku
(Svavarsdottir o.fl., 2015). Hugsanleg skýring á óbreyttu
viðhorfi getur verið að viðhorf í upphafi hafi verið jákvætt
og því lítið svigrúm til breytinga. Í rannsókninni svöruðu
þátttakendur spurningalistanum í annað sinn eftir 14 mánuði
frá fyrstu fyrirlögn en það gæti verið of stuttur tími til þess
að fá fram jákvæðara viðhorf. Í rannsókn Erlu Kolbrúnar
og félaga voru til að mynda allt að 24 mánuðir á milli
þess að þátttakendur svöruðu (Svavarsdottir o.fl., 2015).
UMRÆÐUR
og aðstoð við umönnun sjúklings ásamt því að undirbúa
fjölskyldur undir útskriftir. Í þessum þætti komu fram
vísbendingar um að tímaskortur væri hindrun í að veita
fjölskylduhjúkrun.
Mynd 1. Veitt fjölskylduhjúkrun í síðustu viku skv. lýsingum þátttakenda flokkuð í virknisvið Calgary líkansins.
Virknisvið Calgary fjölskylduhjúkrunar
Vitsmunalegir þættir
Tilfinningalegir þættir
Atferlislegir þættir
Tími 1 Tími 2
Upplýsingar
Fjölskyldufundur
Fræðsla
Unnið að útskrift
Fjölskyldurfundur
Upplýsingar
Unnið að útskrift
Samskipti í síma n=34n=52
n=12
Stuðningur
Óformleg samskipti
n=16
Virk hlustun
Stuðningur
Óformleg samskipti
n=4Þátttaka fjölskyldu í umönnunn=8Þátttaka fjölskyldu í umönnun
Viðhorf til fjölskylduhjúkrunar á SAk