Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 53
Fagdeild um forystu í hjúkrun er opin öllum þeim hjúkrunar- fræðingum í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við stjórnun og forystu innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Fagdeild um forystu í hjúkrun er áhugamannafélag sem hefur að markmiði að efla tengsl stjórnenda og leiðtoga innan hjúkrunar, miðla þekkingu og stuðla að framþróun innan fagsins. Leitast er við að vera virkur þátttakandi í stefnumótun, styðja við aukna þekkingu um forystu, hjúkrunarstjórnun, leiðtogahlutverk hjúkrunarfræðinga og gagnreynda starfshætti. Markmiðið er að efla forystu- hlutverk hjúkrunarfræðinga. Fagdeildin er virkur samstarfsaðili stjórnenda og leiðtoga á alþjóðavettvangi og beitir sér fyrir hnattrænni nálgun, menningarnæmri þjónustu, þverfaglegu samstarfi, rannsóknum og framförum í stjórnun og forystu. Með þessi markmið að leiðarljósi stendur fagdeildin fyrir fundum og málþingum, tekur þátt í viðburðum og verkefnum, gefur út fréttabréf til félagsmanna og miðlar upplýsingum á facebook-síðu fagdeildarinnar. Fagdeild um forystu í hjúkrun Umsókn um aðild að fagdeildinni má senda til stjórnar fagdeildarinnar á netfangið forysta@hjukrun.is Gerð var tillaga um breytingu á nafni fagdeildarinnar og lagðar undir fundinn nokkrar mismunandi útfærslur á nafni með það fyrir augum að gera það knappara og var tillagan Fagdeild um forystu í hjúkrun samþykkt. Kynningartexti fyrir heimasíðu Fíh og starfsreglur fagdeildarinnar voru endurskoðaðar með tilliti til þess að fleiri hjúkrunarfræðingar en þeir sem gegna formlegum stjórnunarstöðum í heilbrigðis- og velferðarþjónustu gætu gerst félagar, svo sem verkefnastjórar, gæðastjórar, fræðimenn o.fl. Við endurskoðun kynningartexta og starfsreglna var einnig tekið tillit til vaxandi mikilvægis hnattrænnar nálgunar, menningarnæmis og gagnreyndra starfshátta í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu, auk þess sem framsetning starfsreglna fylgir nú leiðbeiningum Fíh. Á heimasíðu félagsins má nálgast allar nánari upplýsingar: www.hjukrun.is/fagid/fagdeildir/. Fundarmenn aðalfundar lýstu ánægju sinni með breytingarnar og töldu þær til bóta, í takt við tímann og framsýnar. Með þeim gæfist fleirum kostur á þátttöku í fagdeildinni og það væri til að styrkja stjórnun og forystu sem sérsviðs innan hjúkrunar sem aftur efldi þá sem gegna hlutverkum stjórnenda og leiðtoga í hjúkrun á Íslandi. Fagdeild um forystu í hjúkrun býður því alla hjúkrunarfræðinga sem starfa við og hafa áhuga á stjórnun og forystu í heilbrigðis- og velferðarþjónustu velkomna. Fagdeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.