Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 53
Fagdeild um forystu í hjúkrun er opin öllum þeim hjúkrunar-
fræðingum í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem
hafa áhuga á og/eða starfa við stjórnun og forystu innan
heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
Fagdeild um forystu í hjúkrun er áhugamannafélag sem
hefur að markmiði að efla tengsl stjórnenda og leiðtoga
innan hjúkrunar, miðla þekkingu og stuðla að framþróun
innan fagsins. Leitast er við að vera virkur þátttakandi
í stefnumótun, styðja við aukna þekkingu um forystu,
hjúkrunarstjórnun, leiðtogahlutverk hjúkrunarfræðinga
og gagnreynda starfshætti. Markmiðið er að efla forystu-
hlutverk hjúkrunarfræðinga.
Fagdeildin er virkur samstarfsaðili stjórnenda og leiðtoga
á alþjóðavettvangi og beitir sér fyrir hnattrænni nálgun,
menningarnæmri þjónustu, þverfaglegu samstarfi,
rannsóknum og framförum í stjórnun og forystu.
Með þessi markmið að leiðarljósi stendur fagdeildin fyrir
fundum og málþingum, tekur þátt í viðburðum og
verkefnum, gefur út fréttabréf til félagsmanna og miðlar
upplýsingum á facebook-síðu fagdeildarinnar.
Fagdeild um
forystu í hjúkrun
Umsókn um aðild að fagdeildinni má senda til stjórnar
fagdeildarinnar á netfangið forysta@hjukrun.is
Gerð var tillaga um breytingu á nafni fagdeildarinnar og lagðar
undir fundinn nokkrar mismunandi útfærslur á nafni með það
fyrir augum að gera það knappara og var tillagan Fagdeild um
forystu í hjúkrun samþykkt. Kynningartexti fyrir heimasíðu
Fíh og starfsreglur fagdeildarinnar voru endurskoðaðar
með tilliti til þess að fleiri hjúkrunarfræðingar en þeir
sem gegna formlegum stjórnunarstöðum í heilbrigðis- og
velferðarþjónustu gætu gerst félagar, svo sem verkefnastjórar,
gæðastjórar, fræðimenn o.fl. Við endurskoðun kynningartexta
og starfsreglna var einnig tekið tillit til vaxandi mikilvægis
hnattrænnar nálgunar, menningarnæmis og gagnreyndra
starfshátta í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu, auk þess sem
framsetning starfsreglna fylgir nú leiðbeiningum Fíh.
Á heimasíðu félagsins má nálgast allar nánari upplýsingar:
www.hjukrun.is/fagid/fagdeildir/.
Fundarmenn aðalfundar lýstu ánægju sinni með breytingarnar
og töldu þær til bóta, í takt við tímann og framsýnar. Með þeim
gæfist fleirum kostur á þátttöku í fagdeildinni og það væri til
að styrkja stjórnun og forystu sem sérsviðs innan hjúkrunar
sem aftur efldi þá sem gegna hlutverkum stjórnenda og
leiðtoga í hjúkrun á Íslandi. Fagdeild um forystu í hjúkrun
býður því alla hjúkrunarfræðinga sem starfa við og hafa
áhuga á stjórnun og forystu í heilbrigðis- og velferðarþjónustu
velkomna.
Fagdeild