Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 58
58 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 erlendra hjúkrunarfræðinga, sem tala annað mál en íslensku að móðurmáli, og sá tími sem fer í að ná góðum tökum á íslensku hefur leitt til aukins álags á íslenska samstarfsmenn þeirra. Þetta álag birtist til dæmis í yfirfærslu ákveðinna verkefna frá erlendum hjúkrunarfræðingum yfir á íslensku, t.d. skrifleg samskipti, s.s. hjúkrunarbréf, þátttaka í fjölskyldu- fundum, símsvörun, samskipti við ættingja og fleira (Kristlaug H. Jónasdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir, 2021; Heilbrigðisráðuneytið, 2020a). Auk þess getur það reynst sjúklingunum gríðarlega erfitt að geta ekki tjáð sig eða gert sig skiljanlega við þá sem annast þá. Þetta veldur þeim óöryggi og dregur einnig úr sjúklingaöryggi og eykur hættu á mistökum, vanlíðan og hægum bata. Því getur verið ærið flókið verkefni fyrir stjórnanda að skipuleggja vinnu þegar þarf að horfa á heildina m.t.t. samsetningar hverrar vaktar. Vaktir þarf að skipuleggja þannig að viðeigandi reynsla, hæfni og þekking sé til staðar, en auk þess þarf alltaf einhver á vaktinni að skilja og tala íslensku (Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, 2015). Menntun, gæði og öryggi Það er ekki í almannaþágu að fylla sjúkrahúsin af lítið menntuðu starfsfólki. Samkvæmt rannsókn Aiken og samstarfsmanna (2017) komu fram tengsl á milli meira menntaðra hjúkrunarfræðinga og lægri dánartíðni sjúklinga. Á þeim sjúkrahúsum, þar sem meira menntaðir hjúkrunar- fræðingar störfuðu, voru minni líkur á fylgikvillum, þar að auki var umönnun sjúklinga betri. Einnig sýndi rannsóknin að miðað við mönnunarstaðal fyrir 25 sjúklinga sem gerði ráð fyrir fjórum hjúkrunarfræðingum og tveimur sjúkraliðum eða aðstoðarmönnum, þá jókst dánartíðni ef hjúkrunarfræðingum fækkaði um einn, en minnkaði ef þeim fjölgaði um einn (Aiken o.fl., 2017). Hægt er að auka öryggi og gæði þjónustu heilbrigðisstofnana með því að minnka álag og hafa færri sjúklinga á hvern starfandi hjúkrunarfræðing (Pérez-Francisco o.fl., 2020). Hjúkrunarfræðingar þurfa að búa yfir þekkingu og færni sem starf þeirra útheimtir til þess að tryggja öryggi sjúklinga. Gott þverfaglegt samstarf milli starfsstétta og hæfilegt vinnuálag er mjög mikilvægt. Aðgangur að viðeigandi og nauðsynlegum tækjum og búnaði er mikilvægur og að vinna eftir skýrum verkferlum og gæðaskjölum stofnana (Vaismoradi o.fl., 2020). Heilbrigðisstarfsfólk hefur ríka öryggistilfinningu og vinnur eftir ströngum reglum, verkferlum og gæðastöðlum. Starfsfólk telur að þegar mannekla er mikil eða mönnun ónæg til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sjúkrahúsinu hafi það neikvæð áhrif á umönnun skjólstæðinga þeirra (Jana Kristín Knútsdóttir o.fl.,2019). Sjá má á starfsemitölum Landspítalans að skráningu alvarlegra atvika fjölgar milli ára miðað við fyrsta fjórðung áranna 2020 og 2021 og eru alvarleg atvik helmingi fleiri en á sama tímabili (Elísabet Guðnadóttir, 2021). Stundum má rekja alvarleg atvik til ákveðinna verkþátta sem ekki tekst að framkvæma þegar mönnun hjúkrunarfræðinga er ábótavant. Ófaglært fólk getur ekki gengið í störf hjúkrunarfræðinga þar sem þörf er á þekkingu, kunnáttu og verkfærni sem það býr ekki yfir (Griffiths o.fl., 2018). Hver ber ábyrgðina, hvað er hægt að gera? Þegar kemur að því að manna vaktir fer mikill tími stjórnenda í að skipuleggja vaktir starfsmanna og tryggja viðeigandi færni, þekkingu og reynslu hverju sinni. Ábyrgðin er ekki bara hjá stofnunum og stjórnendum heldur einnig hjá stjórnvöldum sem hafa viðurkennt vandann. Síðustu ár hafa verið vinnuhópar að störfum sem hafa tekið saman atriði sem geta haft áhrif á mönnunarvanda innan heilbrigðiskerfisins (Heilbrigðisráðuneytið, 2020a). Síðla árs 2019 var settur saman stýrihópur af heilbrigðisráðherra sem átti að koma með tillögur um hvernig hægt væri að fjölga hjúkrunarfræðingum næstu árin. Tillögurnar voru settar fram með ítarlegri skýrslu sem byggð var á fag- og reynsluþekkingu hópsins og fyrirkomulagi á uppbyggingu hjúkrunarnáms jafnt hérlendis sem erlendis (Heilbrigðisráðuneytið, 2020b). Segja má að frá því að Háskólinn á Akureyri fór að útskrifa hjúkrunarfræðinga hafi mikill viðsnúningur orðið í mönnunarvanda hjúkrunar- fræðinga á landsbyggðinni. Í dag er til að mynda SAk vel mannað af hjúkrunarfræðingum (Heilbrigðisráðuneytið, 2020a). Vonir eru bundnar við að með auknu fjármagni til menntastofnana og fjölgun nemenda í námi batni mönnun í hjúkrun næstu árin. Íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir heilbrigðisþjónustu og í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 segir í 1. gr. að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði í samræmi við ákvæði laga (Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40, 2007). Síðustu ár hafa deildarstjórar Landspítalans verið sammála um að lítið sé sótt um auglýst störf hjúkrarfræðinga (Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir, 2016). Einhverjar einingar innan Landspítalans hafa auglýst og ekki fengið neina umsókn þrátt fyrir að hafa birt auglýsingar margsinnis. Má því segja að stjórnendur standi frammi fyrir vandamáli sem eykst með hverju árinu og geti ekki staðið lengur undir því að veita þá heilbrigðisþjónustu sem lögin segja til um. Lausnir Ef horft er á vanda íslenska heilbrigðiskerfisins og hugað að úrlausnum er hægt að horfa til stefnu og viðurkenningarkerfis sem unnið er eftir á bandarískum sjúkrahúsum. Þessi stefna kallast Magnet og stuðlar að gæðum í hjúkrun sjúklinga, eykur starfsánægju hjúkrunarfræðinga og minnkar vinnuálag. Sjúkrahús þurfa að uppfylla ákveðna þætti til að fá þessa viðurkenningu. Þau sjúkrahús sem viðhafa þessa stefnu horfa til framtíðar og starfa eftir gagnreyndri þekkingu (ANCC Magnet Recognition Program, e.d). Samkvæmt rannsókn Stimpfel og félaga (2016) eru auknar líkur á að hjúkrunarfræðingum sem starfa eftir þessari stefnu finnist þeir vera vel þjálfaðir og faglegir í starfi sínu. Þeir telja sig vera betur í stakk búna til þess að sinna starfi sínu vel. Þeim finnst þeir hæfari til þess að meta sjúklinga og bregðast við vandasömum aðstæðum, sem geta skapast, með gagnreyndri þekkingu. Einnig sýnir rannsóknin að þeir hjúkrunarfræðingar sem starfa eftir Magnet finna í flestum tilfellum til meiri starfsánægju en aðrir hjúkrunarfræðingar. Skjólstæðingar á þeim stofnunum lýsa meiri ánægju með veitta þjónustu og með tengsl við sinn hjúkrunarfræðing. Fjölmörg sjúkrahús í Evrópu hafa aðlagað eða breytt starfsháttum sínum til að hljóta þessa viðurkenningu og starfa eftir þessari stefnu (ANCC Magnet Recognition Program®, e.d). Engum er hjúkrað ef enginn hjúkrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.