Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 57
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 57 Fræðigrein Skortur á starfsfólki, undirmönnun á vöktum Árið 2011 var framkvæmd rannsókn á heilbrigðisstofnunum á Selfoss, Akranes og Keflavík um starfsánægju og streitu. Hún leiddi í ljós að 26% starfsmanna þessara stofnanna töldu að nokkrar eða mjög miklar líkur væru að þeir myndu hætta í hjúkrun. Einnig sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að um 16% starfsmanna myndu skipta um starf og hætta að starfa á viðkomandi stofnun ef þeim byðist annað starf. Margir hjúkrunarfræðingar upplifa aukið álag vegna manneklu á vöktum og reynsla starfsfólks er að ekki sé alltaf kallað til aukafólk þegar mönnun er ábótavant miðað við álag (Birna G. Flygenring og Herdís Sveinsdóttir, 2014). SAk púlsinn er könnun sem mannauðsdeildin á SAk leggur reglulega fyrir starfsmenn sína til þess að mæla upplifun starfsfólks af vinnuumhverfinu. Könnunin í febrúar á þessu ári, leiddi í ljós að starfsfólk SAk finnur fyrir gífurlegu álagi í starfi. (Erla Björnsdóttir, 2021). Ef horft er á tölur frá Landspítalanum frá árinu 2005 voru nýráðningar hjúkrunarfræðinga á Land- spítalanum að meðaltali 116. Síðustu fimm ár hefur þessi tala lækkað að meðaltali niður í 87 hjúkrunarfræðinga árlega. Aldrei hafa verið eins fáir með sína fyrstu ráðningu þar og árið 2019, að undanskildu árinu 2010. 64 einstaklingar voru ráðnir árið 2019 og þar af helmingurinn með erlent nafn. Hlutfall þeirra sem eru í fullu starfi á vöktum er 17% og þeirra sem eru eingöngu í dagvinnu er 36%. Einstaklingum í tímavinnu hefur fjölgað en flestir eru í hópnum 60 ára og eldri. Hlutfall hjúkrunarfræðinga í 80% starfshlutfalli eða meira í vaktavinnu hefur vaxið úr 57% árið 2005 í 62% árið 2019 og gæti það verið tengt því að fleiri erlendir hjúkrunarfræðingar koma til starfa og vinna oft fulla vinnu. Flestir hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum vinna við beina hjúkrun, þ.e. í klínísku starfi, svo sem á legudeildum, skurðstofum, gjörgæslu- og bráðadeildum, dag- eða göngudeildum. Aðrir, sem eru um 12% af heildinni, vinna í öðrum störfum. Hlutfallslega hefur öðrum störfum fjölgað minna en klínískum, um 1,3% á móti 2,3%. Sé hlutfallið árið 2019 borið saman við árið 2005 eru nú 88% starfandi í klíník en voru áður 86%. Því hefur verið haldið fram að hlutfall hjúkrunarfræðinga, sem starfa ekki beint við hjúkrun, hafi hækkað á síðastliðnum árum, en svo er ekki samkvæmt þessum nýlegu tölum (Kristlaug H. Jónasdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir, 2021). Nýting á starfsfólki milli eininga Að skipuleggja og áætla viðeigandi mannafla á spítala getur verið flókið og erfitt. Nýtt eru ýmis forrit og viðmið sem geta gefið vísbendingu um viðeigandi mönnunarþörf. Víða er gerð krafa um sparnað og eru hjúkrunarfræðingar fjölmenn starfsstétt. Með því að hafa lágmarksmönnun og nýta fljótandi starfsfólk milli eininga innan sömu stofnana og fólk með tíma- bundna ráðningu til að vinna þegar grunnmönnun er lítil, má lækka beinan kostnað vegna starfsmanna. Mikil notkun á slíku starfsfólki getur tengst verri árangri af meðferð sjúklinga með lengri sjúkrahúsvist og hærri dánartíðni (Griffiths o.fl., 2021). Góð mönnun er kostnaðarsöm en gefur hins vegar betri raun fyrir skjólstæðinga, með styttri legutími og lægri dánartíðni. Ef vinna er skipulögð út frá algjörri lágmarksmönnun skapar það hættu á að geta ekki kallað til starfsfólk með stuttum fyrirvara þegar þörf er á. Slíkt gefur ekki góða raun og er tengt verri batahorfum sjúklinga. Það vantar hjúkrunarfræðinga um allan heim og að nýta starfsmannaleigur og fljótandi mannskap leysir ekki skort á hjúkrunarfræðingum til langframa (Griffiths o.fl., 2021). Ef deildir nota mikið af utanaðkomandi starfsfólki getur það leitt til minna öryggis sjúklinga þar sem starfsmenn þekkja ekki að fullu starfsemi deildarinnar og ná ekki að kynnast skjólstæðingunum. Bent hefur verið á að til að auka gæði og öryggi sé stöðugt vinnuafl betra en tímabundið (Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, 2015). Aukavinna/yfirvinna Þar sem starfsmannaskortur er staðreynd og stöðugildi oft ekki fullsetin getur reynst erfitt að manna vaktir. Meira er um að fólk sé beðið að vinna umfram sína vinnuskyldu, fengið er að láni fólk af öðrum deildum til að standa vaktina hjá þeim sem verr settar eru. Heilbrigðisstarfsfólk vinnur oft einu sinni eða oftar í viku umfram umsamið starfshlutfall (Jana Kristín Knútsdóttir o.fl., 2019; Muabbar og Alsharqi, 2021). Það eru kallað út á sínum frídögum og fyrirfram skipulögðu vaktaplani er breytt með stuttum fyrirvara (Birna G. Flygenring og Herdís Sveinsdóttir, 2014). Oft eru vaktir lengdar til að hafa viðeigandi mönnun á hverjum tíma (Muabbar og Alsharqi, 2021). Um 4-5% hjúkrunarfræðinga við vinnu á Landspítalanum hverju sinni eru að vinna yfirvinnu. Árlegum stöðugildum í yfirvinnu innan spítalans fjölgaði úr 24 árið 2010 (2,3%) í 61 árið 2019 (4,8%) (Kristlaug H. Jónasdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir, 2021). Ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar vinna aukavaktir er m.a. fjárhagslegur ávinningur. Einnig mæta margir til vinnu vegna vitneskjunnar um aðbráð nauðsyn sé fyrir starfskrafta þeirra, og með aukavöktum má safna tímum og flýta þar með fyrir starfsþróun. Það sem helst veldur því að hjúkrunarfræðingar mæta ekki ef kallað er út vegna aukavaktar er þreyta, að fyrirvarinn sé of stuttur eða þeir séu þegar með önnur verkefni skipulögð (Lobo o.fl., 2018). Erlent vinnuafl, skipulag og samsetning á starfsfólki. Vegna þess hve erfitt hefur reynst síðustu árin að manna íslenskt heilbrigðiskerfi hefur erlendu starfsfólki fjölgað mikið. Erlendir starfsmenn fylla að hluta upp í mönnunargatið. Á Landspítala hefur erlendum hjúkrunarfræðingum fjölgað hratt síðustu ár og var hlutfall þeirra 2% árið 2005 en var komið í 8% árið 2019. Þriðjungur nýrra hjúkrunarfræðinga árið 2019 með sína fyrstu ráðningu á spítalanum var erlendur og starfa nú hjúkrunarfræðingar á spítalanum af 22 þjóðernum. Ef svo heldur fram sem horfir má reikna út að árið 2030 verði 37% hjúkrunarfræðinga við störf á spítalanum erlendir, þar sem að þróun síðustu fimm ára sýnir að þessi hópur stækkar að meðaltali um 15 % á ári. Hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu var 96% árið 2019, en 63% íslenskra hjúkrunar- fræðinga voru í vaktavinnu. Árið 2019 voru 44% nýútgefinna hjúkrunarleyfa á Íslandi fyrir hjúkrunarfræðinga með erlent ríkisfang. Fyrstu tvo mánuðina af árinu 2020 þá voru gefin út 18 ný hjúkrunarleyfi, þar af voru 89% til hjúkrunarfræðinga með erlent nafn (Kristlaug H. Jónasdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir, 2021). Vissulega er gríðarlega mikilvægt ef ekki fást Íslendingar til starfa að hafa möguleikann á að ráða einhvern til að sinna sjúklingum. Því miður er staðreyndin hins vegar sú að margar stofnanir og einingar inni á stóru spítölunum eru komnar að þolmörkun með það að hafa ekki mannskap sem talar og skilur íslensku. Þessi hraða og mikla fjölgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.