Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 42
42 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Hvað gerið þið vinnufélagarnir til að efla liðsandann? „Við förum út að borða eins og gengur og tölum mjög mikið saman. Það er líka mjög gott og gefandi að hendast á eins og eitt námskeið, eða ráðstefnu erlendis, til að hressa aðeins upp á þekkinguna. Það er orðið allt of langt síðan maður hefur farið til útlanda.“ Hvar sérðu sjálfan þig eftir tíu ár? „Vonandi alveg að fara að hætta að vinna. Ég sé mig sitja við sundlaugina á Flórída með kaffibolla þar sem ég horfi á sjúkraþyrlu fljúga yfir og hugsa hvað ég sé heppinn að hafa fengið að hjálpa til við að koma Íslandi inn í nútímann í flutningum á veikum og slösuðum. Á þeirri stundu sé ég fyrir mér að það verði þrjár sjúkraþyrlur með sérhæfðri áhöfn svæfingahjúkrunarfræðings og læknis um borð að sinna utanspítalaþjónustu á Íslandi.“ „Á þeirri stundu sé ég fyrir mér að það verði þrjár sjúkraþyrlur með sérhæfðri áhöfn svæfingahjúkrunarfræðings og læknis um borð að sinna utanspítalaþjónustu á Íslandi.“ á landsbyggðinni á öruggari og hagkvæmari hátt. Mín sýn er að í framtíðinni verði utanspítalaþjónustu sinnt af hjúkrunarfræðingum með sérmenntun í sjúkraflutningum. Hvernig finnst þér hjúkrunarfræðimenntunin nýtast í starfi sjúkraflutningamanns? „Reynslan úr hjúkrun stendur vissulega með manni í utanspítalaþjónustunni, við förum í mörg útköll sem flokkast sem „almenn veikindi“, það er að segja fólk er kannski slappt, ekki eins og það á að sér að vera og svo framvegis. Mismunagreiningar og reynslan, bæði af bráðamóttökunni og úr flutningunum, er gríðarlega dýrmæt í starfi mínu.“ Hvað finnst þér erfiðast að glíma við í starfi þínu sem sjúkraflutningamaður? „Biðin reynir mikið á.“ Hvað er það besta við starfið? „Það er svo magnað að bæði í starfi mínu á svæfingunni í Fossvogi og í utanspítalaþjónustunni á ég alveg geggjaða vinnufélaga. Margir, sem ekki þekkja til, sjá bæði þessi störf fyrir sér í einhverjum dramatískum hetjuljóma þar sem hvert einasta tilfelli, sem við förum í, eða sjúklingur, sem kemur inn, hangir algjörlega á bláþræði. Það sem hins vegar er farið að gefa mér mest svona í seinni tíð er að hjálpa fólki á erfiðum tímum. Geysilega mörgum líður alveg bölvanlega og það getur verið erfitt fyrir okkur heilbrigðisstarfsfólk, hvort sem það er inni á skurðstofu rétt áður en skjólstæðingur sofnar eða bara inni í stofu heima hjá einhverjum sem er að hugsa um að svipta sig lífi, að setjast niður og taka samtalið. Að mæta fólki á erfiðum stundum, ræða lausnir við það og hvetja það til dáða, það er það sem gefur mér svo mikið svona í seinni tíð. Þarna kemur líka reynslan úr náminu sterk inn, vá hvað ég lærði mikið í þriggja vikna verknámi á geðdeild á sínum tíma.“ Viðtal FREKARI UPPLÝSINGAR VEITA SÖLURÁÐGJAFAR OKKAR, HAFÐU SAMBAND: Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík | Sími 588-9000 | sala@optima.is | www.optima.is AÐGANGSSTÝRÐIR LYKLASKÁPAR Ert þú lykilmanneskja?  Rekjanleg innskráning starfsmanna  Aukið utanumhald, betri yfirsýn og meira öryggi  Upplýsingaskjár – hvaða lykill er í notkun og hver er með hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.