Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 77

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 77
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 77 Þátttakendur og úrtak Þátttakendur voru níu, þrír karlar og sex konur á aldrinum 20-57 ára, sem fengið höfðu dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla. Notað var tilgangsúrtak, þátttakendur voru valdir með tilliti til þess hversu vel þeir hentuðu tilgangi rannsóknarinnar. Geðhjúkrunarfræðingur með dáleiðslumenntun sá um að finna þátttakendur og bjóða þeim þátttöku. Við val á þátttakendum var áhersla lögð á að þeir hefðu orðið fyrir mismunandi tegundum áfalla til þess að ná meiri breidd í rannsóknina. Fleiri viðmælendum var safnað en þörf var á til að rannsakandi gæti valið úr af handahófi. Allir þátttakendur höfðu fengið dáleiðslumeðferð í þrjú til tíu skipti við andlegum eða líkamlegum einkennum sem rekja mátti til sálrænna áfalla (tafla 2). Meðferðin stóð í eina til eina og hálfa klukkustund í senn. Meðferðaraðilinn kom þátttakendum í dáleiðsluástand með innleiðingu. Því næst ímynduðu þeir sér öruggan stað áður en meðferðaraðilinn leiddi þá aftur í tímann þar sem áföll höfðu átt sér stað og aðstoðaði þá við að vinna úr þeim. Tafla 1. Tólf þrep rannsóknarferlis Vancouver-skólans í fyrirbærafræði Þrep í rannsóknarferlinu Það sem gert var í þessari rannsókn Þrep 1. Val á þátttakendum. Níu þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki, sex konur og þrír karlar. Þrep 2. Undirbúningur hugans. Rannsakandi setti fyrirframmótaðar hugmyndir sínar til hliðar eftir að hafa ígrundað þær vel. Þrep 3. Gagnasöfnun með viðtölum. Tvö viðtöl tekin við hvern þátttakanda, samtals átján. Þrep 4. Skerpt vitund varðandi hugmyndir og hugtök. Viðtölin voru hljóðrituð og skráð orðrétt. Unnið var samhliða að gagnasöfnun og gagnagreiningu. Þrep 5. Þemagreining. Viðtölin voru marglesin til þess að greina í þeim lykilatriðin sem mundu svara rannsóknarspurningunni. Þrep 6. Að smíða greiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda. Aðalatriðin dregin fram úr viðtölunum og sett fram í megin- og undirþemu í greiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda. Þrep 7. Staðfesting á hverju greiningarlíkani með viðkomandi þátttakanda. Allir þátttakendur staðfestu að greiningarlíkanið samræmdist frásögn þeirra. Þannig var stuðlað að áreiðanleika og réttmæti rannsóknarinnar. Þrep 8. Heildargreiningarlíkan er smíðað úr öllum einstaklingsgreiningarlíkönunum. Heildargreiningarlíkan var smíðað út frá innbyrðis samanburði á einstaklingsgreiningarlíkönunum. Mynd 2. Þrep 9. Heildargreiningarlíkanið borið saman við rannsóknargögnin. Öll viðtölin voru lesin yfir aftur og borin saman við heildargreiningarlíkanið. Þrep 10. Kjarni fyrirbærisins settur fram í yfirþema sem lýsir niðurstöðunum í hnotskurn. „Þetta breytti lífi mínu“ var valið rauði þráðurinn í reynslu þátttakenda af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla. Þrep 11. Staðfesting á heildargreiningarlíkani og yfirþema með einhverjum þátttakendum. Niðurstöðurnar voru bornar undir tvo þátttakendur og voru metnar sem rétt túlkun á niðurstöðum rannsakanda. Þrep 12. Niðurstöður rannsóknarinnar skrifaðar upp þannig að viðhorf allra komi fram. Vitnað var beint í þátttakendur til að auka trúverðugleika rannsóknarinnar og sýna að niðurstöður byggjast á orðum þátttakenda. Mynd 1. Vitrænn ferill Vancouvers-skólans í fyrirbærafræði (Sigríður Halldórsdóttir, 2016). 1. Að vera kyrr7. Að sannreyna 2. Að ígrunda 6. Að raða saman 3. Að koma auga á5. Að túlka 4. Að velja Rannsóknarsiðfræði Samþykki fyrir rannsókninni var fengið hjá Vísindasiðanefnd. Allir þátttakendur veittu skriflegt samþykki af fúsum og frjálsum vilja eftir að hafa fengið skriflega og munnlega kynningu á rannsókninni til að tryggja og vernda réttindi og hagsmuni þeirra. Í öllu rannsóknarferlinu voru höfð að leiðarljósi fjögur grundvallaratriði sem gilda um vísindarannsóknir. Þau snúa að virðingu, velgjörð, skaðleysi og réttlæti (Sigríður Halldórsdóttir, 2016). Í upphafi rannsóknar fengu þátttakendur kynningarbréf um framkvæmd og tilgang hennar auk eyðublaðs til undirritunar skriflegs samþykkis. Tekið var fram hvert framlag þátttakenda væri, að þeir gætu hætt þátttöku hvenær sem er og þeim boðið að fá viðtal hjá geðhjúkrunarfræðingi ef þátttaka þeirra kallaði fram einhverja vanlíðan. Til að tryggja nafnleynd var þátttakendum gefin rannsóknarnöfnin, Ása, Bára, Bergur, Hrafn, Ída, Magna, Sif, Steinar og Tinna og engir persónugreinanlegir þættir voru skráðir í rannsóknarferlinu. Öllum viðtölum og rannsóknargögnum var eytt að rannsókn lokinni. Gagnasöfnun og gagnagreining Tekin voru tvö viðtöl við hvern þátttakanda frá október 2019 til janúar 2020. Viðtölin byggðust á rannsóknarspurningunni „Hver er reynsla þín af dáleiðslumeðferð við afleiðingum Ritrýnd grein | Scientific paper
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.