Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 32
32 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Hugleiðing Skaðaminnkun snýst um að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni Hún herðir stasann um handlegginn, staðsetur æðina og stingur. Efnið flæðir inn í líkamann. Hún verður aftur eins og hún á að sér að vera og hugsunin verður skýrari. Hún lítur út um bílrúðuna og forðast að hugsa um það sem hún varð að gera til að komast hingað. Vissi að ef hún mögulega þyrfti að leggjast inn þyrfti hún að taka með sér efni fyrir dvölina. Hún fengi ekki neitt á sjúkrahúsinu. Þegar hún fann fyrstu einkennin fyrir þremur dögum hafði hún byrjað að undirbúa sig. Sparað við sig skammtinn, beðið manninn sem hún býr hjá þessa dagana um aðeins meira eftir hvern greiða, sinnt vinum hans líka. Þrír sólarhringar af veikindum, titrandi undir sæng þar sem hún þráði ekkert annað en aðeins meiri yl eða verið svo heitt að hana langaði að rífa sig úr öllu. Fóturinn rauður, heitur og bólginn. Taktföst tromma sem aldrei hættir að berja auman útliminn. Nú sló tromman bara hraðar. Hún herðir upp hugann, kveður manninn og stígur úr bílnum. Hún horfir á innganginn og þröskuldinn sem hún þarf að stíga yfir. Þröskuldinn sem hækkar með hverju skrefi sem hún tekur. Þröskuldinn sem fyrir konu eins og hana er nær óyfirstíganlegur. Hún dregur andann djúpt og gengur inn. Stundarglasinu hefur verið snúið. Í hverjum einstaklingi býr ósýnilegt stundarglas. Stundarglös mannanna eru mismunandi. Sum eru risastór, önnur minni. Texti: Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur bráðamóttöku Fossvogi Hugleiðing hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku Sandurinn sem rennur í gegn getur verið í miklu magni eða litlu, grófur eða fínn; allt eftir aðstæðum hvers og eins. Stundarglasið getur stækkað og minnkað eftir því hvernig okkur líður hverju sinni. Stundarglas vinkonu okkar er átakanlega lítið, fíngerður sandurinn rennur hratt til botns. Hjúkrunarfræðingar eru sérfræðingar í að laga störf sín að þörfum skjólstæðinga sinna. Þeir búa einnig yfir þeim einstaka hæfileika að geta haft áhrif á stundarglös. Þeir geta hægt á stöðugu rennsli sandsins, lagt glasið á hliðina og látið tímann standa í stað, eða jafnvel snúið því við, og byrjað upp á nýtt. Þegar einstaklingur sem er háður efnum í æð gengur inn á sjúkrastofnun upplifir hann oft á tíðum að ekki sé á hann hlustað. Tíminn sem hann hefur þar til æðarnar öskra eftir næsta skammti er jú knappur og þarf að nýta vel. ,, … höfum hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi og munum að stundarglös eru ákaflega brothætt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.