Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 36
36 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Gleði Þetta svar fannst mér algjör snilld! Þarna á fyrstu mínútunum í nýrri vinnu, á nýjum stað og nýjum starfsvettvangi, breyttust öll mín viðhorf til öldrunarhjúkrunar. Allt það sem ég taldi mig vera að fara að gera, breyttist við þetta fyrsta spjall. Þessi eldri maður varð þess valdandi að ég áttaði mig á því að það er sama hvað við erum gömul, við höfum öll áhuga á hinu kyninu, (eða sama kyni), gleðinni, vinskapnum og á því að fíflast aðeins. Þetta varð til þess að þau verkefni, sem ég síðan setti á fót þarna, urðu svolítið frábrugðin því sem ég taldi mig vera að fara að gera, eftir þetta spjall fyrsta daginn. Þegar ég var við verknám í öldrunarhjúkrun á Droplaugarstöðum, fyrir mörgum árum síðan, þá man ég hvað mér fannst staðurinn stofnanalegur og einmanalegur. Mér fannst vanta gleðina. Í mörg ár á eftir, hugsaði ég með mér, að þetta væri ekki starfsvettvangur fyrir mig. Vá! Ég hafði sko rangt fyrir mér! Ég skammast reglulega við sjálfan mig, fyrir framan spegilinn á morgnana, og spyr sjálfan mig hvers vegna ég hafi ekki fyrir löngu verið byrjaður að starfa að öldrunarmálum? Fyrir rúmum fimm árum síðan gekk ég inn á hjúkrunarheimili á Akureyri til að taka þar við forstöðumannsstöðu. Ég hafði ekki mikla reynslu af því að starfa við öldrunarmál en fannst þetta mjög spennandi vettvangur. Það sem seldi mér hugmyndina var sú staðreynd að Hjúkrunarheimili Akureyrar, var og er nýsköpunarfyrirtæki, hversu mikil snilld er það? Spennan og tilhlökkunin var mikil þegar ég gekk inn í húsakynni öldrunarheimilisins fyrsta vinnudaginn. Eins og gengur á nýjum stað, þá rataði ég ekkert um húsið og spurði eldri mann, sem sat þungt hugsi í stól á gangveginum, til vegar. Ég settist hjá honum og sagði honum hvaðan ég væri og svona; hverra manna ég væri. Ég taldi víst að allt eldra fólk vildi vita hvaðan ég kæmi og hverjum ég væri skyldur. Hann svaraði að bragði: ,,Veistu, ég barasta held að stelpurnar í dag séu bara miklu myndarlegri en þegar ég var aðeins yngri.” Texti: Ingi Þór Ágústsson, forstöðumaður Austurhlíðar, Öldrunarheimila Akureyrar Þankastrik Þankastrik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.