Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 12
12 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Fyrsta bóluefnið gegn covid, sem kom til Víkur, dregið upp. Sigurgeir fylgist spenntur með konu sinni. ,,Ég er Helga og ég er hjúkrunarfræðingur hvar sem ég kem og mér finnst vandræðalítið að skilja að vinnu og önnur samskipti í héraði.“ Þeir, sem þekkja Helgu vita að hún er alltaf brosandi og jákvæð. Hún segir ástæðuna einfalda. „Já, ég er þakklát fyrir svo margt í lífi mínu og mér gefast mörg tilefni til að brosa. Ég varð snemma læs og las allt sem ég komst í þegar ég var krakki. Ég man eftir mér þegar ég var líklega 11 ára, með óinnbundna bók úr bókaskáp föður míns sem hét „Speki stóu og kristni“. Það sem ég skildi eftir þann lestur var að þarna voru menn að halda því fram að afdrif og líðan færu ekki eftir því hverju fólk lenti í í lífinu, heldur hvernig það hugsaði um það og tæki á því. Einnig það að mennirnir hefðu ekki allt á valdi sínu. Þetta ásamt svo mörgu öðru, sem safnast hefur í sarp minn, hefur verið mér gott veganesti.“ Hjúkrun hefur eflst Þegar Helga er spurð um stöðu stéttarinnar, hjúkrunar- fræðinga, hvernig hún sé í dag að hennar mati og hvort starfið hafi breyst mikið á þeim tíma sem hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur, stendur ekki á svörum. „Hjúkrun sem starfsgrein hefur tvímælalaust eflst á starfsárum mínum. Sjálfstraust stéttarinnar, virðing og sjálfstæði hefur aukist. Hjúkrunarfræðingar koma öflugir, vel menntaðir og tilbúnir til að starfa á jafnréttisgrundvelli með öðrum heilbrigðisstéttum.“ Helga er að lokum spurð út í sumarið í sumar, hvort það standi eitthvað sérstakt til og hvernig þau Sigurgeir ætli að eyða því? „Það verður nóg að gera. Sigurgeir hefur í nokkur ár tekið langt sumarfrí, horfið til fjalla og notið þess að planta tugþúsundum trjáa í land sem við eigum í uppsveitum Árnessýslu. Ég geri ráð fyrir að geta skotist eitthvað til hans, það er einstaklega róandi og gefandi að gróðursetja með manninum mínum. Við munum örugglega fara ferðir á hálendið og verja góðum tíma með afkomendum okkar. Ég hef trú á að þetta verði gott sumar,“ segir jákvæði, öflugi og skemmtilegi hjúkrunarfræðingurinn í Mýrdalshreppi. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.