Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 87

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 87
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 87 Framkvæmd Tengiliðir fjölskylduhjúkrunar fengu rannsóknargögn merkt ákveðnum númerum (dulkóðuð) í hendur og var úthlutað deildum á SAk til þess að leggja rannsóknargögnin fyrir. Upplýsingablað var afhent þátttakendum við fyrirlögn. Ef viðkomandi svaraði spurningum var það staðfesting á samþykki fyrir þátttöku í rannsókn. Að svörun lokinni var rannsóknargögnum komið fyrir í umslagi sem var innsiglað í viðurvist þátttakenda. Sama aðferð var notuð við söfnum rannsóknargagna á tíma 1 og tíma 2. Íhlutun Undirbúningur innleiðingar fjölskylduhjúkrunar á SAk hófst í september 2016 og stóð til áramóta 2016-2017. Innleiðingin á SAk byggðist á þekkingargrunni og áætlunum sem þegar voru til staðar innan Landspítalans en óskað var eftir samráði og leiðsögn frá fagráði fjölskylduhjúkrunar á Landspítalanum. Leiðsögn sérfræðinganna fól í sér kennslu um hugmyndafræði, viðtalstækni og klíníska þjálfun. Í upphafi var skipaður verkefnastjóri innleiðingar fjölskylduhjúkrunar á SAk en hann ásamt forstöðuhjúkrunarfræðingum innleiðingardeilda tilnefndu 15 tengiliði fjölskylduhjúkrunar. Tengiliðir fengu skýrt hlutverk samkvæmt starfslýsingu og unnu sameiginlega að aðgerðaráætlun. Þeir funduðu reglulega til að styrkja sig í hlutverki sínu sem fólst m.a. í fræðslu, stuðningi, handleiðslu, þjálfun og umræðum um Calgary fjölskylduhjúkrun við aðra hjúkrunarfræðinga á SAk. Á undirbúningstímabilinu var útbúin rannsóknaráætlun ásamt miðlægum gæðaskjölum og stefnumótun fjölskylduhjúkrunar á SAk leit dagsins ljós. Til að festa innleiðingu í sessi á SAk voru útbúnar verklagsreglur, vasaspjöld með leiðbeiningum fyrir starfsfólk, stöðluð hjúkrunargreining innleidd ásamt kennsluefni sem tengiliðir notuðu við almenna fræðslu á sínum deildum. Á deildunum var sett fram innleiðingaráætlun og skilgreind voru viðmið og markhópar þeirra sjúklinga sem fengu fjölskylduhjúkrun. Með framangreindu miðlægu verklagi var reynt að tryggja að tengiliðir notuðu sömu aðferðafræði til að koma kennsluefni til skila til að auka innri áreiðanleika íhlutunar fjölskylduhjúkrunar á SAk. Formlegar og óformlegar kynningar á fjölskylduhjúkrun fyrir annað starfsfólk sjúkrahússins voru haldnar á innleiðingartímabilinu. Allt fræðsluefni, allar upplýsingar um innleiðingu Calgary fjölskylduhjúkrunar eru aðgengilegar starfsfólki SAk. Innleiðing og fræðsla fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður stóð frá 1. febrúar 2017 til 1. maí 2017, eftir það var unnið samkvæmt stefnumótun og verklagi fjölskylduhjúkrunar á SAk. Á komandi vikum og mánuðum verður stofnaður faghópur fjölskylduhjúkrunar á SAk í samvinnu við Heilbrigðisvísindastofnun HA. Helsta markmið faghópsins verður að tryggja áframhaldandi fjölskylduhjúkrun á SAk ásamt því að halda áfram að rannsaka áhrif fjölskylduhjúkrunar á sjúklinga og fjölskyldur. Ákveðið hefur verið að fagráð fjölskylduhjúkrunar á Landspítala og tilvonandi faghópur fjölskylduhjúkrunar á SAk verði í áframhaldandi samstarfi. Siðfræði Sótt var um leyfi til framkvæmdastjóra hjúkrunar um að leggja rannsóknina fyrir. Söfnun rannsóknargagna og úrvinnsla þeirra var tilkynnt til Siðanefndar heilbrigðisrannsókna á SAk (SSAk nr. 1/2017) og til Persónuverndar (nr. S8337/2017) þar sem fyrir lá að rannsóknin er ekki leyfisskyld. Í allri vinnslu og úrvinnslu rannsóknargagna var eingöngu unnið með rannsóknarnúmer og því ekki hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Gagnagreining Tölfræðiforritið SPSS, útgáfa 25.0, var notað við úrvinnslu gagna. Þegar bakgrunnsbreytur voru skoðaðar var notuð lýsandi tölfræði þar sem athuguð var tíðni og hlutföll. Þegar unnið var úr megindlegum gögnum til þess að skoða viðhorf hjúkrunarfræðinga var unnið með fjóra þætti spurningalistans. Listinn var einnig skoðaður í heild sinni. Spurningum var svarað á fjögurra punkta raðkvarða, fyrir hverja spurningu er hægt að fá frá einu og upp í fjögur stig. Fleiri stig þýða jákvæðara viðhorf. Í þættinum sem snýr að fjölskyldan sem byrði er stigunum snúið við í greiningu gagna svo að fleiri stig endurspegli jákvæðara viðhorf eins og í hinum þáttunum. Þegar þátttakandi svaraði ekki spurningu (e. missing values) í þætti þá reiknaðist það ekki til stiga, hvorki í þeim þætti né til heildarstiga. Til þess að mæla viðhorf hjúkrunarfræðinga var byrjað með lýsandi tölfræði þar sem meðaltöl og staðalfrávik voru skoðuð. Til þess að skoða hvort viðhorf hefðu breyst á milli mælinga var gerður samanburður á meðaltölum og til þess notað parað t-próf. Notað var t-próf tveggja óháðra úrtaka (e. independent t-test) til þess að skoða hvort munur væri á tveimur hópum og loks var dreifigreining (e. ANOVA) notuð til að skoða mun á viðhorfi hjá fleiri en tveimur hópum. Til þess að meta marktækni var miðað við öryggismörkin p<0,05. Í eigindlega hluta rannsóknarinnar var aðferð innihalds- greiningar (e. content analysis) notuð samkvæmt lýsingu Graneheim og Lundman (2004). Svörin voru skrifuð orðrétt upp og sett í yfirflokka eftir eigindlegum spurningum, þ.e. hindrandi þætti, hvata og ávinning og hvernig unnið var með fjölskyldur. Eftir þá vinnu fóru þrír rannsakendur yfir gögnin hver fyrir sig og veltu fyrir sér viðhorfum til að finna samhljóm í flokkunum. Eftir greiningu texta í yfirflokkum fór fram röðun í undirflokka út frá viðhorfsflokkum. Til að halda utan um gögnin var notað forritið NVivo 11. Lýsing á þátttakendum Alls voru sendir út 205 spurningalistar (N=205) en ákveðið var að nota eingöngu bakgrunnsbreytur þátttakenda á innleiðingardeildum (n=145). Af þessum 145 á innleiðingar- deildum svöruðu 133 þátttakendur (92%) á tíma 1. Bakgrunnsbreytur þátttakenda á innleiðingardeildum voru skoðaðar fyrir tíma 1 og tíma 2. Það reyndist ekki marktækur munur og því var einungis unnið með bakgrunnsbreytur frá tíma 1, sjá í töflu 1. Skoðaðar voru sérstaklega tvær spurningar sem sneru að innleiðingu fjölskylduhjúkrunar og þeim lýst á báðum tímapunktum, sjá töflu 2. Ekki var marktækur munur á bakgrunnsbreytum m.t.t. aldurs og starfsaldurs milli eigindlega og megindlega hluta rannsóknar. En marktækur munur var á þeim sem lokið höfðu framhaldsnámi, 40% þátttakenda í megindlega hlutanum en 32% í eigindlega hlutanum. NIÐURSTÖÐUR Ritrýnd grein | Scientific paper
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.