Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 74
74 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Að skoða reynslu fólks af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla með það að markmiði að auka þekkingu og dýpka skilning fagfólks og almennings á dáleiðslumeðferð sem meðferðarmöguleika. Unnið var eftir Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði í tólf meginþrepum og sjö þrepa vitrænu ferli fylgt. Þátttakendur voru níu, sex konur og þrír karlar, sem höfðu fengið dáleiðslumeðferð hjá geðhjúkrunarfræðingi með dáleiðslumenntun. Tvö viðtöl voru tekin við hvern þátttakanda. Yfirþemað „Þetta breytti lífi mínu“ lýsir vel reynslu þátttakenda í þeim tilvikum þar sem árangur dáleiðslumeðferðarinnar hafði jákvæð áhrif á líf þeirra. Niðurstöður voru greindar í fimm undirþemu: reynsla af áföllum, heilsufarslegar afleiðingar áfalla, reynsla af öðrum meðferðarleiðum, reynsla af dáleiðslumeðferð og reynsla af árangri dáleiðslumeðferðar. Þátttakendur fundu að unnið var djúpt í tilfinningalífi þeirra og sú vinna bætti líðan þeirra. Þeir lýstu því að dáleiðslumeðferðin hefði hjálpað þeim að kryfja og vinna með tilfinningar og komist að rót áhrifanna sem áfallareynslan hafði haft á heilsu þeirra og líðan. Það leiddi til betri skilnings og þekkingar á tengslum eigin tilfinninga og líðanar. Auk þess skilaði dáleiðslumeðferðin betri sjálfsmynd, bættum svefni, minni kvíða og þunglyndi, betri hvíld, minni verkjum, bættri tilfinningastjórn og því að slæmar endurminningar hurfu. Dáleiðsla getur reynst vel við úrvinnslu sálrænna áfalla og neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum þeirra. Mikilvægt er að í boði séu fjölbreytt meðferðarúrræði fyrir fólk með heilsufarsvandamál sem gætu verið afleiðingar af áföllum, því misjafnt er hvað hentar hverjum og einum. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Sálrænt áfall, dáleiðslumeðferð, heilsufarsvandamál, hjúkrunarmeðferð, fyrirbærafræði. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Rannsóknin er fyrsta íslenska rannsóknin um þetta efni og niðurstöðurnar auka þekkingu og dýpka skilning á að dáleiðslumeðferð geti verið árangursrík leið til að vinna með heilsufarsvandamál eftir sálræn áföll og til að koma í veg fyrir alvarlegan heilsubrest. Hagnýting: Mikilvægt er að fólk, sem leitar til heilbrigðisþjónustunnar, eigi völ á margs konar meðferðarleiðum og dáleiðsla er hagkvæm og árangursrík leið til að vinna úr heilsufarslegum afleiðingum áfalla. Þekking: Niðurstöðurnar eru innlegg í þekkingargrunn um dáleiðslumeðferð sem er mikilvægur til að stuðla að þróun og umbótum á vettvangi hjúkrunar. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöðurnar ættu að hvetja hjúkrunar- fræðinga til að afla sér dáleiðslumenntunar til að vinna með ýmis heilsufarsvandamál, svo sem í kjölfar sálrænna áfalla. „Þetta breytti lífi mínu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.