Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 22
22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021
Ákveðin
forréttindi að
vera handleiðari
Handleiðsla getur verið mikilvægur stuðningur fyrir hjúkrunar-
fræðinga í krefjandi starfi og starfsumhverfi og þyrfti að
vera algengari og sýnilegri sem hluti af starfsþróun og
eflingu hjúkrunarfræðinga. Unnur Heba Steingrímsdóttir er
geðhjúkrunarfræðingur á BUGL og handleiðari. Hún hefur verið í
Stuðnings- og ráðgjafarteymi Landspítalans í mörg ár og veitir einnig
handleiðslu á stofu.
Hvers vegna ákvaðst þú að læra handleiðslu?
,,Ég hef alltaf haft áhuga á mannlegum samskiptum og það hefur stýrt vali mínu
á starfsvettvangi hjúkrunar. Ég fór sjálf fyrst í handleiðslu fyrir rúmum 30 árum
þegar ég var að vinna á spítalanum við krefjandi starf, sem deildarstjóri á geðdeild,
og það hjálpaði mér mikið. Bæði í að eflast í því starfi en einnig með að horfa
inn á við og læra á styrkleika mína og hindranir. Á þessum árum fór ég í sérnám
í geðhjúkrun, þar sem ég hafði mikinn áhuga á því sem tengdist geðheilbrigði,
og síðan í kjölfarið fór ég í handleiðslunámið. Þar sá ég tækifæri til að læra meira
og fara dýpra í þætti sem við höfðum lært í geðhjúkrunarfræðinni og einnig að
tengja betur við þá reynslu sem hafði þegar öðlast við klínísku vinnuna á geðsviði
spítalans. Það var kannski helsta ástæðan fyrir því að ég fór í handleiðslunámið og
ég hef aldrei séð eftir því. Það hefur verið mjög hjálplegt á margan hátt. Ég lít á það
sem ákveðin forréttindi að vera handleiðari. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og
áhugavert, ég er að fá aðgang að því sem skiptir miklu máli fyrir fólk, hvað það er
að hugsa, spá í, hefur áhyggjur af eða er ánægt með og þetta er samtal þar sem ég
gef einnig af mér. Ég fór einnig í dáleiðslunám samhliða geðhjúkrunarnáminu, tók
mastersnám í mannauðsstjórnun, með áherslu á áhættustjórnun, og hef verið að
þjálfa mig í fjölskyldumeðferð og áfallastreitumeðferð síðustu árin. Þetta eru allt
módel og hugmyndafræði sem nýtast mér við handleiðsluna. Það er hægt að nýta
handleiðslu á svo margan hátt og þar skiptir reynsla og þekking handleiðarans
miklu máli.
Handleiðsla er ákveðið lærdómsferli
,,Handleiðsla er samvinna og samtal á milli handleiðsluþega og handleiðara.
Þetta er formlegt, það er trúnaður og yfirleitt er gerður samningur um ákveðinn
tímaramma. Gerður er greinamunur á því hvort verið er að veita ráðgjöf eða
handleiðslu. Handleiðsla er hugsuð sem ákveðið lærdómsferli og getur verið
með ýmsu sniði. Það eru ákveðin viðfangsefni sem handleiðsluþeginn hefur þörf
Texti: Kristín Rósa Ármannsdóttir | Mynd: úr einkasafni
Handleiðsla