Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 22
22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Ákveðin forréttindi að vera handleiðari Handleiðsla getur verið mikilvægur stuðningur fyrir hjúkrunar- fræðinga í krefjandi starfi og starfsumhverfi og þyrfti að vera algengari og sýnilegri sem hluti af starfsþróun og eflingu hjúkrunarfræðinga. Unnur Heba Steingrímsdóttir er geðhjúkrunarfræðingur á BUGL og handleiðari. Hún hefur verið í Stuðnings- og ráðgjafarteymi Landspítalans í mörg ár og veitir einnig handleiðslu á stofu. Hvers vegna ákvaðst þú að læra handleiðslu? ,,Ég hef alltaf haft áhuga á mannlegum samskiptum og það hefur stýrt vali mínu á starfsvettvangi hjúkrunar. Ég fór sjálf fyrst í handleiðslu fyrir rúmum 30 árum þegar ég var að vinna á spítalanum við krefjandi starf, sem deildarstjóri á geðdeild, og það hjálpaði mér mikið. Bæði í að eflast í því starfi en einnig með að horfa inn á við og læra á styrkleika mína og hindranir. Á þessum árum fór ég í sérnám í geðhjúkrun, þar sem ég hafði mikinn áhuga á því sem tengdist geðheilbrigði, og síðan í kjölfarið fór ég í handleiðslunámið. Þar sá ég tækifæri til að læra meira og fara dýpra í þætti sem við höfðum lært í geðhjúkrunarfræðinni og einnig að tengja betur við þá reynslu sem hafði þegar öðlast við klínísku vinnuna á geðsviði spítalans. Það var kannski helsta ástæðan fyrir því að ég fór í handleiðslunámið og ég hef aldrei séð eftir því. Það hefur verið mjög hjálplegt á margan hátt. Ég lít á það sem ákveðin forréttindi að vera handleiðari. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og áhugavert, ég er að fá aðgang að því sem skiptir miklu máli fyrir fólk, hvað það er að hugsa, spá í, hefur áhyggjur af eða er ánægt með og þetta er samtal þar sem ég gef einnig af mér. Ég fór einnig í dáleiðslunám samhliða geðhjúkrunarnáminu, tók mastersnám í mannauðsstjórnun, með áherslu á áhættustjórnun, og hef verið að þjálfa mig í fjölskyldumeðferð og áfallastreitumeðferð síðustu árin. Þetta eru allt módel og hugmyndafræði sem nýtast mér við handleiðsluna. Það er hægt að nýta handleiðslu á svo margan hátt og þar skiptir reynsla og þekking handleiðarans miklu máli. Handleiðsla er ákveðið lærdómsferli ,,Handleiðsla er samvinna og samtal á milli handleiðsluþega og handleiðara. Þetta er formlegt, það er trúnaður og yfirleitt er gerður samningur um ákveðinn tímaramma. Gerður er greinamunur á því hvort verið er að veita ráðgjöf eða handleiðslu. Handleiðsla er hugsuð sem ákveðið lærdómsferli og getur verið með ýmsu sniði. Það eru ákveðin viðfangsefni sem handleiðsluþeginn hefur þörf Texti: Kristín Rósa Ármannsdóttir | Mynd: úr einkasafni Handleiðsla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.