Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 38
38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fór fram 26. maí síðastliðinn á Grand Hóteli. Texti: Edda Dröfn Daníelsdóttir | Myndir: Sigríður Elín Hjúkrunarfræðingar skiptu sköpum í heimsfaraldrinum Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, setti fundinn, ávarpaði fundarmenn og ítrekaði að árið 2020 hafi undirstrikað mikilvægi hjúkrunarfræðinga sem hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Framganga hjúkrunarfræðinga í heimsfaraldrinum hafi skipt sköpum og að heilbrigðiskerfið hefði ekki getað tekist á við vá af slíkri stærðargráðu án hjúkrunarfræðinga. Formaður kom einnig inn á styttingu vinnuvikunnar og undirstrikaði hversu mikilvægt væri að hjúkrunar- fræðingar tryggðu sér sem best ávinninginn af þessari styttingu, sem er stórt framfaraskref. Breytingarnar eiga að leiða til aukinna lífsgæða og vega upp á móti margrannsökuðum neikvæðum áhrifum vaktavinnu, auk þess að auðvelda félagsmönnum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ársreikningar Á fundinum voru samþykktir ársreikningar félagsins, minningarsjóða Kristínar Thoroddsen og Hans Adolfs Hjartasonar, sem og Rannsóknar- og vísindasjóðs hjúkrunarfræðinga. Tillaga um breytingu á félagsgjöldum var samþykkt, sem og markmið og starfsáætlun félagsins fyrir næsta starfsár. Alls voru átján tillögur til lagabreytinga lagðar fram á fundinum sem allar voru samþykktar. Farið var yfir kjör í nefndir, stjórn og ráð félagsins, sem að þessu sinni var sjálfkjörið og var Guðbjörg Pálsdóttir jafnframt sjálfkjörin formaður til næstu fjögurra ára. Ný stefna Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum Guðbjörg Pálsdóttir formaður kynnti drög að nýrri stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til ársins 2030. Stefnan tekur mið af heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og einnig af þeirri hugmyndafræði sem starfsemi félagsins byggist á og endurspeglast í gildum hjúkrunarfræðinga sem er ábyrgð, áræði og árangur. Stefnan er einnig byggð á skilgreiningu ICN á hjúkrun þar sem kjarni hjúkrunar snýr að umhyggju og virðingu fyrir lífi skjólstæðingsins, sem og mannhelgi hans og frelsi. Nýja stefna Fíh í heilbrigðismálum var samþykkt á aðalfundinum, hana má nálgast á heimasíðu félagsins hjukrun.is. Ályktanir aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunafræðinga Hildur Björk Sigurðardóttir meðstjórnandi lagði fram ályktanir stjórnar. Aðalfundur 2021 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh Ásta Thoroddsen og Edda Dröfn Guðrún Yrsa Ómardóttir og Hulda S. Gunnarsdóttir Harpa Júlía Sævarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.