Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 38
38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fór fram 26. maí síðastliðinn á Grand Hóteli. Texti: Edda Dröfn Daníelsdóttir | Myndir: Sigríður Elín Hjúkrunarfræðingar skiptu sköpum í heimsfaraldrinum Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, setti fundinn, ávarpaði fundarmenn og ítrekaði að árið 2020 hafi undirstrikað mikilvægi hjúkrunarfræðinga sem hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Framganga hjúkrunarfræðinga í heimsfaraldrinum hafi skipt sköpum og að heilbrigðiskerfið hefði ekki getað tekist á við vá af slíkri stærðargráðu án hjúkrunarfræðinga. Formaður kom einnig inn á styttingu vinnuvikunnar og undirstrikaði hversu mikilvægt væri að hjúkrunar- fræðingar tryggðu sér sem best ávinninginn af þessari styttingu, sem er stórt framfaraskref. Breytingarnar eiga að leiða til aukinna lífsgæða og vega upp á móti margrannsökuðum neikvæðum áhrifum vaktavinnu, auk þess að auðvelda félagsmönnum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ársreikningar Á fundinum voru samþykktir ársreikningar félagsins, minningarsjóða Kristínar Thoroddsen og Hans Adolfs Hjartasonar, sem og Rannsóknar- og vísindasjóðs hjúkrunarfræðinga. Tillaga um breytingu á félagsgjöldum var samþykkt, sem og markmið og starfsáætlun félagsins fyrir næsta starfsár. Alls voru átján tillögur til lagabreytinga lagðar fram á fundinum sem allar voru samþykktar. Farið var yfir kjör í nefndir, stjórn og ráð félagsins, sem að þessu sinni var sjálfkjörið og var Guðbjörg Pálsdóttir jafnframt sjálfkjörin formaður til næstu fjögurra ára. Ný stefna Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum Guðbjörg Pálsdóttir formaður kynnti drög að nýrri stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til ársins 2030. Stefnan tekur mið af heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og einnig af þeirri hugmyndafræði sem starfsemi félagsins byggist á og endurspeglast í gildum hjúkrunarfræðinga sem er ábyrgð, áræði og árangur. Stefnan er einnig byggð á skilgreiningu ICN á hjúkrun þar sem kjarni hjúkrunar snýr að umhyggju og virðingu fyrir lífi skjólstæðingsins, sem og mannhelgi hans og frelsi. Nýja stefna Fíh í heilbrigðismálum var samþykkt á aðalfundinum, hana má nálgast á heimasíðu félagsins hjukrun.is. Ályktanir aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunafræðinga Hildur Björk Sigurðardóttir meðstjórnandi lagði fram ályktanir stjórnar. Aðalfundur 2021 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh Ásta Thoroddsen og Edda Dröfn Guðrún Yrsa Ómardóttir og Hulda S. Gunnarsdóttir Harpa Júlía Sævarsdóttir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.