Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 86

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 86
86 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 og minni menntun eru líklegri til að líta á fjölskyldu sjúklings sem byrði og hefja síður samstarf við hana (Benzein o.fl., 2008; Blöndal o.fl., 2014; Luttik o.fl., 2017; Sveinbjarnadottir o.fl., 2011; Østergaard o.fl., 2020). Hjúkrunarfræðingar sem hafa fengið þjálfun í fjölskylduhjúkrun finna til meiri starfsánægju, hafa sterkari faglega sjálfsmynd, verða fyrir minna álagi í starfi og eru jákvæðari að hafa fjölskyldur með í ráðum (Sigurdardottir o.fl., 2015; Svavarsdóttir o.fl., 2015). Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til fjölskylduhjúkrunar í tengslum við innleiðingu Calgary fjölskylduhjúkrunar á SAk. Rannsóknarspurningar, sem leitast var við að svara, eru: 1. Hvert er viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk til fjölskylduhjúkrunar og er viðhorf þeirra mismunandi eftir bakgrunni? 2. Breyttist viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk til fjölskylduhjúkrunar meðan á innleiðingu Calgaryfjölskylduhjúkrunar stóð eða eftir að hafa sótt námskeið í Calgary fjölskylduhjúkrun? 3. Hverjar eru helstu hindranir og hver er helsti ávinningur í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að geta gert fjölskyldumat og veitt fjölskylduhjúkrun á SAk? 4. Hvernig lýsa hjúkrunarfræðingar og ljósmæður því að unnið sé með fjölskyldum á SAk og hverjar eru vangaveltur þeirra í því sambandi? Rannsóknin var megindleg með þremur eigindlegum spurningum sem svarað var skriflega og var hún hluti meistararannsókna tveggja nemenda við framhaldsnámsdeild heilbrigðisvísindasviðs HA (Áslaug Felixdóttir, 2019; Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir, 2018). Megindlegi hluti rannsóknarinnar var íhlutunarrannsókn án samanburðarhóps. Íhlutunin var innleiðing fjölskylduhjúkrunar á SAk. Þátttakendur svöruðu spurningalista um viðhorf hjúkrunar- fræðinga til mikilvægis fjölskyldna í hjúkrun (FINC-NA – Families’ Importance in Nursing Care – Nurses’ Attitudes) ásamt bakgrunnsspurningum. Þátttakendur svöruðu einnig þremur opnum spurningum skriflega í eigindlega hlutanum þar sem þeir lýstu með eigin orðum viðhorfum og skoðunum varðandi hindranir og ávinning við að veita fjölskylduhjúkrun. Í eigindlega hlutanum var notuð aðferð innihaldsgreiningar Graneheim og Lundman (2004) til að flokka niðurstöður. Umhverfi SAk er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og er miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi. Það veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðar. SAk er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum og starfsemin hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun (Sjúkrahúsið á Akureyri, 2019). Samvinna SAk og HA í kennslu og vísindarannsóknum er AÐFERÐ innan Heilbrigðisvísindastofnunar Háskólans á Akureyri (HHA) samkvæmt samstarfssamningi (Háskólinn á Akureyri, e.d.). Tekin var ákvörðun um að innleiða fjölskylduhjúkrun á almenna göngudeild, barnadeild, fæðingardeild, legudeild geðdeildar, gjörgæsludeild, Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild (nefndar innleiðingardeildir í þessari grein). Þátttakendur Þýði og úrtak rannsóknar voru allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á launaskrá SAk 1. desember 2016 (tími 1) og 1. mars 2018 (tími 2) með það að markmiði að kanna almennt viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á sjúkrahúsinu til fjölskylduhjúkrunar. Fyrir innleiðingu voru spurningalistar (FINC-NA) lagðir fyrir alla þátttakendur (þýði) og fyrirlögn þeirra endurtekin í innleiðingarferlinu eða 14 mánuðum síðar á sama hópi. Í megindlega hluta rannsóknarinnar var ákveðið að greina rannsóknargögn sem tilheyrðu innleiðingardeildum (tilgreindar að framan) vegna ófullnægjandi svörunar á öðrum deildum. Svörun þátttakenda í megindlega hlutanum var góð, á tíma 1 svöruðu 133 þátttakendur (92%) og á tíma 2 svöruðu 132 þátttakendur (89%). Breyting á stærð úrtaksins á tíma 1 og tíma 2 skýrist af starfsmannaveltu. Í eigindlega hlutanum var ákveðið að greina skrifleg svör þeirra 87 þátttakenda sem svöruðu við báðar fyrirlagnir, þ.e. bæði á tíma 1 og tíma 2, vegna dræmrar svörunar í skriflegu spurningunum. Mælitæki Gagna var aflað með spurningalistanum FINC-NA ásamt þremur skriflegum spurningum. Á spurningalistanum eru 26 spurningar sem skiptast í fjóra þætti, þ.e. fjölskyldan sem samstarfsaðili og þátttakandi í hjúkrun, góð samskipti við fjölskylduna, fjölskyldan sem byrði og fjölskyldan sem uppspretta bjargráða eða eigin úrræða (Benzein o.fl., 2008). Svarmöguleikar voru fjórir: ósammála, frekar ósammála, frekar sammála og sammála. Bakgrunnur þátttakenda var metinn með átta spurningum. Þrjár eigindlegar opnar spurningar tilheyrðu rannsóknargögnum. Spurningar í eigindlega hlutanum voru þýddar, staðfærðar og forprófaðar á íslensku úr rannsókn Simpson og Tarrant (2006) þar sem megintilgangur var að búa til sjálfsmatslista fyrir hjúkrunarfræðinga til að mæla breytingar á framkvæmd eða innleiðingu fjölskylduhjúkrunar. Réttmæti og áreiðanleiki Þegar FINC-NA-spurningalistinn var þýddur og forprófaður reyndist áreiðanleiki á íslensku í heild ágætur (Cronbachs-alfa 0,906) og fyrir 3 af undirþáttunum (0,73-0,87), en áreiðanleiki fyrir þáttinn fjölskyldan sem byrði var 0,58 (Arna Skúladóttir o.fl., 2010). Áreiðanleikastuðull undir 0,7 er álitinn frekar lágur en þó nothæfur í hóprannsóknum (Guðrún Pálmadóttir, 2013). Í þessari rannsókn mældist áreiðanleiki fyrir listann í heild 0,846 og fyrir 3 af undirþáttunum 0,61-0,78 en þátturinn fjölskyldan sem byrði mældist einnig lægstur eða 0,511 og er það lægra en æskilegt er. Spurningarnar í eigindlega hlutanum voru forprófaðar á 140 geðhjúkrunarfræðingum og sýndu niðurstöður að spurningarnar voru trúverðugar (Simpson og Tarrant, 2006). Einnig voru þær forprófaðar í íslensku doktorsverkefni (Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir, 2012). Viðhorf til fjölskylduhjúkrunar á SAk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.