Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 39
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 39 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh Ásta Thoroddsen og Edda Dröfn Guðrún Yrsa Ómardóttir og Hulda S. Gunnarsdóttir Aðalfundur samþykkti eftirfarandi ályktanir: Mönnun hjúkrunarfræðinga Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), haldinn 26. maí 2021, lýsir yfir miklum áhyggjum af niðurstöðu skýrslu á vegum heilbrigðisráðuneytisins um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila. Það er óásættanlegt að mönnun hjúkrunarfræðinga sé langt undir lágmarksviðmiðum embættis landlæknis um hlutfall hjúkrunarfræðinga af heildarfjölda starfsfólks er starfar við umönnun aldraðra. Slík staða ógnar verulega gæðum og öryggi öldrunarþjónustunnar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja lágmarksmönnun hjúkrunarfræðinga til að hægt verði að veita árangursríka og góða þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Til þess þarf að bregðast við rekstrarhalla hjúkrunarheimilanna með nægjanlegu fjármagni þannig að hægt verði að veita örugga og góða þjónustu til framtíðar. Stytting vinnuvikunnar Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), haldinn 26. maí 2021, fagnar styttingu vinnuvikunnar, sem tók gildi 1. janúar 2021, hjá dagvinnufólki og 1. maí hjá vaktavinnufólki. Þar sem stór hluti hjúkrunarfræðinga er í vaktavinnu er stigið stórt skref í þá átt að 100% vaktavinna jafngildi 80% viðveru hjúkrunarfræðinga með þunga vaktabyrði. Breytingarnar eiga að leiða til aukinna lífsgæða til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum vaktavinnu á heilsu og öryggi og auðvelda starfsfólki þannig að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta er stórt framfaraskref í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar nýti þetta tækifæri sem best og leggist á eitt við að tryggja sem best ávinninginn af styttingu vinnuvikunnar. Fundarmenn lýstu annars ánægju sinni með fundinn enda sögulegur í því samhengi að t.d. var samþykkt lagabreyting sem gerir félaginu kleift að halda hér eftir aðalfundinn með rafrænni kosningaþátttöku. Eins var samþykkt ný stefna í hjúkrunar- og heilbrigðismálum sem félagið mun nota að leiðarljósi til ársins 2030. Næsti aðalfundur félagsins er áætlaður 12. maí 2022. Aðalfundur 2021 Hvatningarstyrkir Fíh og styrkir úr B-hluta vísindasjóðs Veittir voru fimm hvatningarstyrkir til frumkvöðla í hjúkrun á Íslandi, hver að upphæð 500.000 kr. Eftirfarandi hjúkrunarfræðingarnir fengu styrk: Ásdís Elfarsdóttir Jelle, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala. Guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með sár. Jónína Hólmfríður Hafliðadóttir, frumkvöðull á sviði taugahjúkrunar. Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun. Sóley Bender prófessor, frumkvöðull í uppbyggingu fræðasviðs um kynheilbrigðismál. Sautján hjúkrunarfræðingar fengu styrk úr B-hluta vísindasjóðs og heildarupphæð styrkja var 11.054.850 krónur. Eftirtaldir hjúkrunarfræðingar fengu styrk: Berglind Steindórsdóttir Birna Rut Aðalsteinsdóttir Brynja Ingadóttir Elva Rún Rúnarsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Helga Bragadóttir Kristín Þórarinsdóttir Lilja Dögg Bjarnadóttir Maria Finster Úlfarsson María Kristánsdóttir Ólafía Daníelsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Sigríður Zöega. Sigríður Þóroddsdóttir Sólrún Dögg Árnadóttir Sólrún W. Kamban Theja Lankathilaka Harpa Júlía Sævarsdóttir Herdís Lilja, Margrét, Guðbjörg og Steinunn, starfsmenn Fíh Halla Eiríksdóttir, varaformaður Fíh, eldhress að vanda

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.