Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 20
20 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021
Ráðstefna
Hjúkrun 2021 verður
haldin í september!
Vísindaráðstefnan Hjúkrun 2021 verður haldin á Reykjavík Hilton
Nordica, dagana 16. og 17. september næstkomandi. Ráðstefnan er
haldin annað hvert ár. Undanfarin ár hefur ráðstefnan verið vel sótt af
hjúkrunarfræðingum og verður það vonandi líka núna í ár.
Í boði verða fyrirlestrar um niðurstöður rannsókna,
þróunar- og gæðaverkefna, veggspjaldakynningar
og málstofur. Mikill undirbúningur á sér stað fyrir
ráðstefnuna og sér Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga,
annars vegar um að skipa undirbúningsnefnd sem
er ábyrg fyrir dagsskrá ráðstefnunnar, og hins vegar
vísindanefnd, sem er ábyrg fyrir því að fara yfir öll
innsend ágrip fyrir ráðstefnuna. Nefndirnar eru
skipaðar hjúkrunarfræðingum frá Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Háskóla Íslands, Háskólanum
á Akureyri, Landspítalanum og Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Málstofur í staðinn fyrir vinnusmiðjur
Í ár var ákveðið að gera ákveðnar breytingar
á dagskrá ráðstefnunnar sem hefur verið með
hefðbundnu sniði undanfarin ár. Ákveðið var að
hætta að bjóða upp á vinnusmiðjur og vera þess í
Texti: Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs
stað með málstofur, þar sem þrír til fjórir verða með
erindi, svo þegar allir hafa lokið sínum erindum
verður opnað fyrir spurningar og umræður. Einnig
var ákveðið að breyta kynningu á veggspjöldum
þannig að í ár verður boðið upp á örkynningar
á þeim, sem fara fram með þeim hætti að hver
hjúkrunarfræðingur fær þrjár mínútur til að kynna og
svo tvær mínútur fyrir spurningar og umræður.
Aðalfyrirlesararnir í ár íslenskir
Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að fá erlenda
fyrirlesara sem aðalfyrirlesara á ráðstefnuna en í ár
var ákveðið að einblína á íslenska aðalfyrirlesara
sem verða; Ásta Thoroddsen, dósent við hjúkruna-
fræðideild Háskóla Íslands, María Fjóla Harðardóttir,
forstjóri Hrafnistu og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu
höfuborgarsvæðisins.
Undirbúningsnefnd og vísindanefnd, fyrir vísinda-
ráðstefnuna Hjúkrun 2021, binda miklar vonir við að
þessar breytingar munu leggjast vel í ráðstefnugesti
og hlakka til að sjá sem flesta hjúkrunarfræðinga á
ráðstefnunni i haust.
Hjúkrun 2021