Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 27
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 27 „Undanfarin ár hefur verið meiri vitundarvakning um kulnun og fagþreytu …“ Handleiðsla algjörlega nauðsynleg innan heilbrigðisgreina Hrönn fór fyrst í handleiðslu árið 2016. „Þá var ég nýtekin við verkefnastjórn á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, þeirri stjórnun fylgdu alls konar ný hlutverk og ég þurfti að laga mig að breyttu starfsumhverfi. Þá fannst mér gott að geta leitað til handleiðara sem hafði mikla þekkingu, bæði á starfi mínu og því að vera millistjórnandi.“ Hrönn hefur þegið handleiðslu meira og minna í 4 ár núna og hyggst halda því áfram. „Fyrir mér er þetta heilbrigt bjargráð í starfi og nauðsynlegt. Það er meiri hefð fyrir handleiðslu hjá sálfræðingum og félagsráðgjöfum heldur en hjúkrunarfræðingum en ég tel það vera algjörlega nauðsynlegt innan heilbrigðisgreina sem og annarra framlínustarfsmanna. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta viðrað við fagaðila í öruggu umhverfi. Það gefur manni svigrúm til að létta á erfiðum málum sem koma inn á mitt borð og getur líka stutt þá sem eru í teyminu mínu, aðra hjúkrunarfræðinga. Handleiðarinn minn getur stutt mig við úrlausn vandamála sem geta komið upp og hann eflir mig sem fagmanneskju,“ segir hún og bætir við: „Ég tel að það sé mikilvægt að hvetja hjúkrunarfræðinga til að sækja sér handleiðslu vegna þess að við vinnum oft í umhverfi sem reynir mjög á okkur, streitan getur verið mikil og þá er gott að leita til einhvers sem getur leiðbeint manni um leiðir til að draga úr streitu. Undanfarin ár hefur verið meiri vitundarvakning um kulnun og fagþreytu og því er lag að koma á hefð fyrir handleiðslu innan hjúkrunar,“ segir Hrönn að endingu. Handleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.