Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 27
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 27 „Undanfarin ár hefur verið meiri vitundarvakning um kulnun og fagþreytu …“ Handleiðsla algjörlega nauðsynleg innan heilbrigðisgreina Hrönn fór fyrst í handleiðslu árið 2016. „Þá var ég nýtekin við verkefnastjórn á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, þeirri stjórnun fylgdu alls konar ný hlutverk og ég þurfti að laga mig að breyttu starfsumhverfi. Þá fannst mér gott að geta leitað til handleiðara sem hafði mikla þekkingu, bæði á starfi mínu og því að vera millistjórnandi.“ Hrönn hefur þegið handleiðslu meira og minna í 4 ár núna og hyggst halda því áfram. „Fyrir mér er þetta heilbrigt bjargráð í starfi og nauðsynlegt. Það er meiri hefð fyrir handleiðslu hjá sálfræðingum og félagsráðgjöfum heldur en hjúkrunarfræðingum en ég tel það vera algjörlega nauðsynlegt innan heilbrigðisgreina sem og annarra framlínustarfsmanna. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta viðrað við fagaðila í öruggu umhverfi. Það gefur manni svigrúm til að létta á erfiðum málum sem koma inn á mitt borð og getur líka stutt þá sem eru í teyminu mínu, aðra hjúkrunarfræðinga. Handleiðarinn minn getur stutt mig við úrlausn vandamála sem geta komið upp og hann eflir mig sem fagmanneskju,“ segir hún og bætir við: „Ég tel að það sé mikilvægt að hvetja hjúkrunarfræðinga til að sækja sér handleiðslu vegna þess að við vinnum oft í umhverfi sem reynir mjög á okkur, streitan getur verið mikil og þá er gott að leita til einhvers sem getur leiðbeint manni um leiðir til að draga úr streitu. Undanfarin ár hefur verið meiri vitundarvakning um kulnun og fagþreytu og því er lag að koma á hefð fyrir handleiðslu innan hjúkrunar,“ segir Hrönn að endingu. Handleiðsla

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.