Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 26
26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 „Faghandleiðsla er fyrir mér mikilvægur vettvangur þar sem ég sest niður með handleiðara mínum og er þá að styrkja mig sem hjúkrunarfræðing og meðferðaraðila. Í handleiðslu hef ég fengið tækifæri til að ræða um starfið mitt, það sem kemur inn á borð til mín og hvernig ég get þróað mig sem hjúkrunarfræðing. Handleiðslan fer fram í öruggu umhverfi þar sem ég fæ tækifæri til að viðra, ræða bæði starfið og eins ef það er eitthvað sem liggur á mér varðandi aðstæður heima fyrir. Handleiðarinn aðstoðar mig við að greina á milli einkasjálfs og vinnusjálfs, kennir mér að þekkja eigin mörk og takmarkanir og að setja mér markmið í starfi. Handleiðarinn minn hefur líka komið með tillögur að því hvernig gott er að vinna úr þeirri streitu sem ég verð fyrir í starfinu og hvetur mig til þess að skoða hvernig ýmis mál hafa áhrif á mig persónulega,“ segir hún einlæg. Handleiðsla – heilbrigt bjargráð í starfi Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráða- móttöku LSH og verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, hefur þegið handleiðslu á Landspítalanum frá árinu 2016. Hún sagði okkur frá sinni reynslu af því að þiggja handleiðslu en handleiðarinn hefur meðal annars hjálpað henni að vinna úr streitu sem fylgir starfinu og fengið hana til að skoða hvernig ýmis mál tengd starfinu hafa áhrif á hana persónulega. Hún segir að handleiðsla eigi að vera hefð innan hjúkrunar því starfið reyni oft á starfsfólk. „Það er mikilvægt fyrir okkur að geta viðrað við fagaðila í öruggu umhverfi. Það gefur manni svigrúm til að létta á erfiðum málum …“ Texti: Kristín Rósa Ármannsdóttir | Mynd: Hallur Karlsson Handleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.