Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 26
26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 „Faghandleiðsla er fyrir mér mikilvægur vettvangur þar sem ég sest niður með handleiðara mínum og er þá að styrkja mig sem hjúkrunarfræðing og meðferðaraðila. Í handleiðslu hef ég fengið tækifæri til að ræða um starfið mitt, það sem kemur inn á borð til mín og hvernig ég get þróað mig sem hjúkrunarfræðing. Handleiðslan fer fram í öruggu umhverfi þar sem ég fæ tækifæri til að viðra, ræða bæði starfið og eins ef það er eitthvað sem liggur á mér varðandi aðstæður heima fyrir. Handleiðarinn aðstoðar mig við að greina á milli einkasjálfs og vinnusjálfs, kennir mér að þekkja eigin mörk og takmarkanir og að setja mér markmið í starfi. Handleiðarinn minn hefur líka komið með tillögur að því hvernig gott er að vinna úr þeirri streitu sem ég verð fyrir í starfinu og hvetur mig til þess að skoða hvernig ýmis mál hafa áhrif á mig persónulega,“ segir hún einlæg. Handleiðsla – heilbrigt bjargráð í starfi Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráða- móttöku LSH og verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, hefur þegið handleiðslu á Landspítalanum frá árinu 2016. Hún sagði okkur frá sinni reynslu af því að þiggja handleiðslu en handleiðarinn hefur meðal annars hjálpað henni að vinna úr streitu sem fylgir starfinu og fengið hana til að skoða hvernig ýmis mál tengd starfinu hafa áhrif á hana persónulega. Hún segir að handleiðsla eigi að vera hefð innan hjúkrunar því starfið reyni oft á starfsfólk. „Það er mikilvægt fyrir okkur að geta viðrað við fagaðila í öruggu umhverfi. Það gefur manni svigrúm til að létta á erfiðum málum …“ Texti: Kristín Rósa Ármannsdóttir | Mynd: Hallur Karlsson Handleiðsla

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.