Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 79
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 79 Tafla 3. Yfirlit yfir niðurstöður rannsóknar ... þess vegna var búið að byggjast svona rosalega mikið upp inni í líkamanum af því að allar þessar tilfinningar, sem höfðu komið upp, þær fengu aldrei neinn farveg. Þær voru bara bældar niðri, geymdar inni í líkamanum, inni í undirmeðvitundinni, og svo bara safnaðist þetta saman og bjó til þetta sjúka ástand. Þegar áföllin vörðu um langan tíma skapaðist langvarandi streita og álag. Steinar lýsti reynslu sinni af því að eiga langveikt barn: „Þú veist, maður er einhvern veginn bara alltaf á vaktinni. Hvort sem maður er hjá barninu eða ekki og þetta bara svona ... smám saman þá étur þetta mann upp ... þetta er svona langvarandi stress og álag.“ Sif greindi frá reynslu sinni af langvarandi streitu vegna áfalla í æsku á eftirfarandi hátt: „Ég átti aldrei neinn öruggan stað þegar að ég var að alast upp. Út af því þá fékk ég þetta forrit inn í hausinn á mér að ég væri aldrei örugg.“ Þegar áföllin dundu skyndilega yfir varð mikið og snöggt tilfinningauppnám með sterkum tilfinningum sem gátu verið á sama tíma yfirþyrmandi og lamandi. Ótti, hræðsla og vanmáttur voru ríkjandi tilfinningar þegar áföllin áttu sér stað og þær breyttust síðan í andlega vanlíðan og endurupplifanir af atburðunum. Þátttakendur glímdu einnig við erfiðleika með svefn þar sem þeir fengu martraðir og endurupplifðu um leið tilfinningarnar frá áfallinu. Óttinn viðhélst og það hafði þau áhrif að þátttakendur forðuðust aðstæður sem tengdust áfallinu. Tinna lýsti upplifun sinni af umferðarslysi á eftirfarandi hátt: „Ég gat ekki labbað yfir gangbrautir, ég bara gat ekki neitt tengt umferð. Ég var bara hrædd við að keyra líka.“ „Það er búið að greina mig með allan fjandann.“ Heilsufarslegar afleiðingar áfalla. Þátttakendur greindu frá ýmsum heilsufarslegum vandamálum í kjölfar áfallanna. Tímabil viðvarandi vanlíðanar og oft og tíðum kvíða eða stöðugrar streitu fylgdu í kjölfar áfallanna enda höfðu allir þátttakendurnir verið greindir með áfallastreitu af lækni, sálfræðingi eða geðhjúkrunarfræðingi. Það lýsti sér í margbreytilegum andlegum og líkamlegum einkennum sem ollu þeim verulegri skerðingu á lífsgæðum. Meðal andlegra einkenna voru kvíði, þunglyndi, brotin sjálfsmynd, sjálfsvígshugsanir, áfallastreita og erfiðleikar í samskiptum. Einnig birtust erfiðar tilfinningar, svo sem sorg, ótti, reiði, gremja, pirringur, vonbrigði, tómleiki, einmanaleiki og hræðsla. Allir nema einn þátttakandi lýstu einnig líkamlegum eða sállíkamlegum einkennum, eins og verkjum, þreytu, að gnísta tönnum, vefjagigt, svefnleysi, minnkuðu skammtímaminni, parkinson-einkennum, s.s. skjálfta í höndum, liðverkjum, svima og sjóntruflunum. Hluti þátttakenda gerði sér ekki grein fyrir því að orsakir líkamlegra einkenna mætti rekja til áfalla sem þeir höfðu ekki unnið úr, en fundu það síðan í dáleiðslunni að orsökin lægi þar. Ída varð fyrir einelti í grunnskóla og sagðist hafa upplifað vanrækslu í uppeldinu þar sem tilfinningalegum þörfum hennar hafi ekki verið fullnægt. Hún sagðist ekki hafa munað eftir sér öðruvísi en með kvíða sem hún lýsti svo: „Hræðslu við að passa ekki inn, held ég, að vera ekki nóg, eða finnast ég ekki vera nóg.“ Hún sagðist hafa verið uppfull af erfiðum tilfinningum sem stjórnuðu henni alfarið. Hrafn var einnig að kljást við kvíða og erfiðar tilfinningar eins og mikla reiði sem hafði mikil áhrif á líf hans. Samskipti hans við aðra voru oft lituð af reiði þar sem hann átti til dæmis erfitt með að vera rólegur í samskiptum og æsa sig ekki. Bára hafði verið með ýmis heilsufarsvandamál í gegnum tíðina og var meðal annars með kvíða og þunglyndi: „Ég bara einhvern veginn, fór ... alveg í algjört svað, sko ... þarna var ég ekki búin að fara í bað í 3 vikur, ekki búin að gera neitt, fór bara úr rúminu, á klósettið og inn í stofu.“ Sif byrjaði að fá verki, fyrst í baki, sem á stuttum tíma dreifðust um allan líkamann og urðu til þess að hún átti erfitt með að vinna heilan vinnudag. Hún lýsti verkjunum sem óbærilegum og væri hreinlega „að drepast úr verkjum“. Þreytan sem fylgdi varð til þess að hún gat ekki unnið heilan vinnudag nema að fara heim úr vinnu í hádeginu að leggja sig. Bergur þjáðist af heilsukvíða og svaf ekkert þegar hann var sem verstur. Hann var sannfærður um að hann væri kominn með liðagigt og parkinson-sjúkdóm: Maður fer að segja fólki frá því að maður sé að deyja. Þú ert bara í ömurlegu lífi. Þetta er bara næstum því eins vondu lífi og hægt er að hugsa sér, að vera í vondum heilsukvíða. Hverja einustu mínútu dagsins ertu að hugsa að liðirnir séu að hrynja og á leið í hjólastól. Þátttakendur höfðu farið í gegnum endurupplifanir og martraðir tengda áföllunum, eins og Tinna lýsti: „Ég var bara sofandi og öskra [...] já, ég bara upplifði hverja einustu hreyfingu, hvert einasta augnablik, þessa hræðslu þegar að sjokkið kom, sársaukann.“ Upplifun Mögnu var svipuð: „Fékk bara svona trámatíska drauma og, þú veist, vaknaði bara með hjartslátt, vaknaði bara kófsveitt með andfælum. „Ég er búinn að fara í alveg skrilljón sálfræðimeðferðir, geðmeðferðir ...“ Reynsla af öðrum meðferðarleiðum. Þeir þátttakendur sem upplifðu áföll í æsku höfðu ekki leitað sér aðstoðar fyrr en á fullorðinsárum. Allir þátttakendur nema einn höfðu leitað sér hjálpar hjá ýmsum fagaðilum í tengslum við heilsufarsvandamál áður en þeir reyndu dáleiðslumeðferð. Ástæður þess að þátttakendur fóru í dáleiðslumeðferð voru mismunandi. Sumir höfðu heyrt um dáleiðslu eða fengið ábendingar um hana frá kunningjum en öðrum boðið að fara í hana af dáleiðslumeðferðaraðilanum í kjölfar geðmeðferðarviðtals. Þátttakendur höfðu farið til lækna, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, kírópraktora og osteopata. Helmingur þeirra sagði að þessi úrræði hefðu ekkert gert fyrir sig og ekki verið unnið með orsök vandans: „Létu mig bara fá pillur og gátu ekkert gert fyrir mig,“ sagði Sif. Hinn helmingurinn taldi alla aðstoð og meðferð hafa hjálpað að einhverju leyti og töldu að sumar tegundir meðferðar hefðu unnið vel með dáleiðslunni, svo sem hugræn atferlismeðferð (HAM) og Eye Movement Desensitzation and Reprocessing (EMDR). „Að kryfja hlutina.“ Reynsla af dáleiðslumeðferð. Allir lýstu dáleiðslumeðferð sem einstakri meðferð þar sem um djúpa tilfinningavinnu væri að ræða. Ída sagði: „Ég held að málið sé að þetta fer einhvern veginn meira í grunninn, eða beint í kjarnann.“ Þátttakendur lýstu því að þegar vinnan Ritrýnd grein | Scientific paper
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.