Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 85
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 85
Félagslegt heilbrigði er hluti af heilsu og vellíðan sem hefur áhrif á líkamleg og geðræn
veikindi. Jákvæð tengsl innan fjölskyldu og við vini eru mikilvægir hlekkir í félagslegu
heilbrigði fólks (Deatrick, 2017). Sýnt hefur verið fram á með fræðilegum kenningum, klínískum
störfum fagfólks og vísindarannsóknum að fjölskyldan hefur umtalsverð áhrif á heilbrigði
og vellíðan fólks (Mackie o.fl., 2018; Shajani og Snell, 2019). Veikindi fjölskyldumeðlims er
viðfangsefni allrar fjölskyldunnar þar sem veikindi geta aukið álag og breytt samskiptum innan
fjölskyldunnar. Fjölskylduhjúkrun byggist á því að horft er samtímis á einstaklinginn innan
fjölskyldunnar og fjölskylduna sem eina heild (Shajani og Snell, 2019; Wright, 2019). Calgary
fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið byggist á þeirri hugmyndafræði (Leahey og Wright, 2016;
Shajani og Snell, 2019). Með aðferð Calgary líkansins geta hjúkrunarfræðingar veitt fjölskyldum
stuðning sem getur haft jákvæð áhrif á bataferli sjúklings og þann stuðning sem þær telja sig fá
frá heilbrigðisstarfsfólki. Ígrunduð stutt meðferðarsamtöl við sjúklinga og fjölskyldur um þróun
sjúkdóms, batahorfur og meðferð geta aukið skilning á heilsufarsvanda og slíkt getur dregið úr
þjáningu fjölskyldna og e.t.v. fækkað endurinnlögnum. Meðferðarheldni eykst þegar fjölskyldur
og sjúklingar hjálpast að við að muna hvað fer fram í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn
(Chesla, 2010; Sveinbjarnardóttir og Svavarsdóttir, 2019; Sveinbjarnardottir o.fl., 2013;
Østergaard o.fl., 2020).
Innleiðing Calgary fjölskylduhjúkrunar fór fram á öllum klínískum sviðum Landspítala á árunum
2007-2011. Meginmarkmið innleiðingarinnar var að færa viðurkennda hugmyndafræðilega
þekkingu um fjölskyldustuðning yfir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga til að bæta
gæði hjúkrunarþjónustu (Svavarsdottir o.fl., 2015). Innleiðingin leiddi af sér meistara- og
doktorsverkefni sem bættu við nýrri þekkingu og ný mælitæki urðu til að mæla árangur
fjölskylduhjúkrunar (Svavarsdottir o.fl., 2012; Sveinbjarnardottir o.fl., 2012a, Sveinbjarnardottir
o.fl., 2012b).
Framkvæmdastjórn SAk tók ákvörðun árið 2016 um að innleiða Calgary fjölskylduhjúkrun á átta
deildum sjúkrahússins. Í stefnumótun sjúkrahússins kemur fram að tilgangur innleiðingarinnar
er að efla samvinnu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra til þess að skjólstæðingar fái framúr-
skarandi þjónustu (Sjúkrahúsið á Akureyri, 2017). Samhliða innleiðingu var tekin ákvörðun
af verkefnahópi fjölskylduhjúkrunar á SAk um að framkvæma rannsókn á íhlutun nýrra
starfshátta í samstarfi við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA). Rannsökuð
voru viðhorf hjúkrunarfræðinga til mikilvægis fjölskyldna í hjúkrun líkt og gert var á Landspítala
(Blöndal o.fl., 2014; Svavarsdottir o.fl, 2015; Sveinbjarnardottir o.fl., 2011). Viðhorf og reynsla
hjúkrunarfræðinga hefur áhrif á hvort þeir veiti fjölskylduhjúkrun (Shajani og Snell, 2019;
Svavarsdottir o.fl., 2015; Østergaard o.fl., 2020). Í danskri rannsókn Østergaard og félaga
(2020), þar sem 1720 hjúkrunarfræðingar voru spurðir um viðhorf til fjölskylduhjúkrunar,
kom í ljós að danskir hjúkrunarfræðingar hafa almennt jákvæð viðhorf til fjölskylduhjúkrunar
og telja fjölskyldur sjúklinga vera mikilvægar í hjúkrun. Niðurstöður rannsóknarinnar
studdu niðurstöður íslenskra rannsókna um að bakgrunnur, fræðsla, þjálfun og reynsla
hjúkrunarfræðinga í að veita fjölskylduhjúkrun hefur áhrif á viðhorf þeirra til fjölskyldunnar.
Bakgrunnsþættir, sem geta haft áhrif á viðhorf, eru m.a.: aldur, kyn, starfsreynsla, reynsla af
veikindum í eigin fjölskyldu og menntunarstig. Hjúkrunarfræðingar með styttri starfsreynslu
INNGANGUR
ÁSLAUG FELIXDÓTTIR
Sjúkrahús Akureyrar
EYDÍS KRISTÍN
SVEINBJARNARDÓTTIR
Hjúkrunarfræðideild Háskólans á
Akureyri
SNÆBJÖRN ÓMAR GUÐJÓNSSON
Sjúkrahús Akureyrar
Viðhorf
hjúkrunarfræðinga
og ljósmæðra á
Sjúkrahúsinu á Akureyri
til fjölskylduhjúkrunar
Ritrýnd grein | Scientific paper
Höfundar