Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 85
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 85 Félagslegt heilbrigði er hluti af heilsu og vellíðan sem hefur áhrif á líkamleg og geðræn veikindi. Jákvæð tengsl innan fjölskyldu og við vini eru mikilvægir hlekkir í félagslegu heilbrigði fólks (Deatrick, 2017). Sýnt hefur verið fram á með fræðilegum kenningum, klínískum störfum fagfólks og vísindarannsóknum að fjölskyldan hefur umtalsverð áhrif á heilbrigði og vellíðan fólks (Mackie o.fl., 2018; Shajani og Snell, 2019). Veikindi fjölskyldumeðlims er viðfangsefni allrar fjölskyldunnar þar sem veikindi geta aukið álag og breytt samskiptum innan fjölskyldunnar. Fjölskylduhjúkrun byggist á því að horft er samtímis á einstaklinginn innan fjölskyldunnar og fjölskylduna sem eina heild (Shajani og Snell, 2019; Wright, 2019). Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið byggist á þeirri hugmyndafræði (Leahey og Wright, 2016; Shajani og Snell, 2019). Með aðferð Calgary líkansins geta hjúkrunarfræðingar veitt fjölskyldum stuðning sem getur haft jákvæð áhrif á bataferli sjúklings og þann stuðning sem þær telja sig fá frá heilbrigðisstarfsfólki. Ígrunduð stutt meðferðarsamtöl við sjúklinga og fjölskyldur um þróun sjúkdóms, batahorfur og meðferð geta aukið skilning á heilsufarsvanda og slíkt getur dregið úr þjáningu fjölskyldna og e.t.v. fækkað endurinnlögnum. Meðferðarheldni eykst þegar fjölskyldur og sjúklingar hjálpast að við að muna hvað fer fram í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn (Chesla, 2010; Sveinbjarnardóttir og Svavarsdóttir, 2019; Sveinbjarnardottir o.fl., 2013; Østergaard o.fl., 2020). Innleiðing Calgary fjölskylduhjúkrunar fór fram á öllum klínískum sviðum Landspítala á árunum 2007-2011. Meginmarkmið innleiðingarinnar var að færa viðurkennda hugmyndafræðilega þekkingu um fjölskyldustuðning yfir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga til að bæta gæði hjúkrunarþjónustu (Svavarsdottir o.fl., 2015). Innleiðingin leiddi af sér meistara- og doktorsverkefni sem bættu við nýrri þekkingu og ný mælitæki urðu til að mæla árangur fjölskylduhjúkrunar (Svavarsdottir o.fl., 2012; Sveinbjarnardottir o.fl., 2012a, Sveinbjarnardottir o.fl., 2012b). Framkvæmdastjórn SAk tók ákvörðun árið 2016 um að innleiða Calgary fjölskylduhjúkrun á átta deildum sjúkrahússins. Í stefnumótun sjúkrahússins kemur fram að tilgangur innleiðingarinnar er að efla samvinnu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra til þess að skjólstæðingar fái framúr- skarandi þjónustu (Sjúkrahúsið á Akureyri, 2017). Samhliða innleiðingu var tekin ákvörðun af verkefnahópi fjölskylduhjúkrunar á SAk um að framkvæma rannsókn á íhlutun nýrra starfshátta í samstarfi við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA). Rannsökuð voru viðhorf hjúkrunarfræðinga til mikilvægis fjölskyldna í hjúkrun líkt og gert var á Landspítala (Blöndal o.fl., 2014; Svavarsdottir o.fl, 2015; Sveinbjarnardottir o.fl., 2011). Viðhorf og reynsla hjúkrunarfræðinga hefur áhrif á hvort þeir veiti fjölskylduhjúkrun (Shajani og Snell, 2019; Svavarsdottir o.fl., 2015; Østergaard o.fl., 2020). Í danskri rannsókn Østergaard og félaga (2020), þar sem 1720 hjúkrunarfræðingar voru spurðir um viðhorf til fjölskylduhjúkrunar, kom í ljós að danskir hjúkrunarfræðingar hafa almennt jákvæð viðhorf til fjölskylduhjúkrunar og telja fjölskyldur sjúklinga vera mikilvægar í hjúkrun. Niðurstöður rannsóknarinnar studdu niðurstöður íslenskra rannsókna um að bakgrunnur, fræðsla, þjálfun og reynsla hjúkrunarfræðinga í að veita fjölskylduhjúkrun hefur áhrif á viðhorf þeirra til fjölskyldunnar. Bakgrunnsþættir, sem geta haft áhrif á viðhorf, eru m.a.: aldur, kyn, starfsreynsla, reynsla af veikindum í eigin fjölskyldu og menntunarstig. Hjúkrunarfræðingar með styttri starfsreynslu INNGANGUR ÁSLAUG FELIXDÓTTIR Sjúkrahús Akureyrar EYDÍS KRISTÍN SVEINBJARNARDÓTTIR Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri SNÆBJÖRN ÓMAR GUÐJÓNSSON Sjúkrahús Akureyrar Viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri til fjölskylduhjúkrunar Ritrýnd grein | Scientific paper Höfundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.