Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 48
48 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021
Heilbrigði jarðar
Ákall til
hjúkrunarfræðinga
um þátttöku í að
varðveita heilbrigði jarðar
Jarðarbúar horfast nú í augu við það
sem talið er vera mesta lýðheilsuvá allra
tíma, umhverfisvána. Heilbrigði jarðar og
jarðarbúa haldast í hendur. Undanfarin ár
hefur ítrekað verið bent á mikilvægi þess að
bregðast við umhverfisvánni.
Segja má að Sameinuðu þjóðirnar hafi sett það
málefni á oddinn, fyrst með skýrslu sinni Special
Report on Global Warming of 1.5°C (IPCC, 2018) og
síðar með heimsmarkmiðum sínum um sjálfbæra
þróun sem tekur á umhverfisvánni frá öllum hliðum
(sjá United Nations https://sdgs.un.org/goals og
Félag Sameinuðu þjóðanna https://www.un.is/
heimsmarkmidin/). Heimsmarkmiðin 17 snúast
um aukinn jöfnuð auðs, heilsu og menntunar, frið,
sjálfbærni og ábyrga hegðun í víðasta skilningi.
Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga, sem annað
heilbrigðisstarfsfólk, að taka virkan þátt í því að efla
lýðheilsu fólks með því að stuðla að heilbrigði jarðar.
Sama hvert eðli starfa okkar er, hvort sem það er í
klíník, stjórnun, kennslu eða rannsóknum, öll gegnum
við mikilvægu hlutverki sem heilbrigðisstarfsfólk
og ábyrgð okkar gagnvart heilbrigði jarðar er mikil
„Jörðin þarfnast hjúkrunar“
Höfundar: Helga Bragadóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Brynja Ingadóttir, Brynja Örlygsdóttir1 Guðrún Pálsdóttir1, Ingibjörg Hjaltadóttir,
Margrét Hrönn Svavarsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Rut Sigurjónsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Tanja G. Schiöth Jóhannsdóttir
Myndir: Þröstur Guðmundsson - Hvannadalshnúkur
(Huffling, 2019; Potter, 2019). Allt frá dögum Florence
Nightingale, upphafskonu nútímahjúkrunar, hafa
hjúkrunarfræðingar verið meðvitaðir um að gæði
umhverfis gegna mikilvægu hlutverki í líkamlegu og
andlegu heilbrigði fólks, þá sérstaklega aðgengi að
hreinu lofti, góðri næringu og óspilltri náttúru.
Þessi greinarstúfur er ákall til hjúkrunarfræðinga
um að taka virkan þátt í að varðveita heilbrigði
jarðar og draga úr áhrifum þeirrar umhverfisvár
sem steðjar að jörðinni og íbúum hennar. Við
kynnum hér til sögunnar eið heilbrigðisstarfsfólks
um að varðveita heilbrigði jarðar á mannöld (A
planetary health pledge for health professionals
in the Anthropocene) sem birtur var í The Lancet í
nóvember 2020 af alþjóðlegum þverfræðilegum
hópi heilbrigðisvísindafólks. Eiðurinn er byggður
á Genfaryfirlýsingunni og þeirri gullnu reglu
heilbrigðisstarfsfóks að skaðleysi ráði ávallt för í
ákvörðunum og gjörðum þess (primum non nocere)
og er allt heilbrigðisstarfsfólk hvatt til að lesa hann og
tileinka sér (Wabnitz o.fl., 2020).
Undanfarin ár hefur fólk í ríkara mæli orðið meðvitað
um mikilvægi þess að varðveita jörðina og aðgerðir til
að sporna við umhverfisvánni. Til marks um það hafa
hjúkrunarfræðingar og heilbrigðisstarfsfólk austan