Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 48
48 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Heilbrigði jarðar Ákall til hjúkrunarfræðinga um þátttöku í að varðveita heilbrigði jarðar Jarðarbúar horfast nú í augu við það sem talið er vera mesta lýðheilsuvá allra tíma, umhverfisvána. Heilbrigði jarðar og jarðarbúa haldast í hendur. Undanfarin ár hefur ítrekað verið bent á mikilvægi þess að bregðast við umhverfisvánni. Segja má að Sameinuðu þjóðirnar hafi sett það málefni á oddinn, fyrst með skýrslu sinni Special Report on Global Warming of 1.5°C (IPCC, 2018) og síðar með heimsmarkmiðum sínum um sjálfbæra þróun sem tekur á umhverfisvánni frá öllum hliðum (sjá United Nations https://sdgs.un.org/goals og Félag Sameinuðu þjóðanna https://www.un.is/ heimsmarkmidin/). Heimsmarkmiðin 17 snúast um aukinn jöfnuð auðs, heilsu og menntunar, frið, sjálfbærni og ábyrga hegðun í víðasta skilningi. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga, sem annað heilbrigðisstarfsfólk, að taka virkan þátt í því að efla lýðheilsu fólks með því að stuðla að heilbrigði jarðar. Sama hvert eðli starfa okkar er, hvort sem það er í klíník, stjórnun, kennslu eða rannsóknum, öll gegnum við mikilvægu hlutverki sem heilbrigðisstarfsfólk og ábyrgð okkar gagnvart heilbrigði jarðar er mikil „Jörðin þarfnast hjúkrunar“ Höfundar: Helga Bragadóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Brynja Ingadóttir, Brynja Örlygsdóttir1 Guðrún Pálsdóttir1, Ingibjörg Hjaltadóttir, Margrét Hrönn Svavarsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Rut Sigurjónsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Tanja G. Schiöth Jóhannsdóttir Myndir: Þröstur Guðmundsson - Hvannadalshnúkur (Huffling, 2019; Potter, 2019). Allt frá dögum Florence Nightingale, upphafskonu nútímahjúkrunar, hafa hjúkrunarfræðingar verið meðvitaðir um að gæði umhverfis gegna mikilvægu hlutverki í líkamlegu og andlegu heilbrigði fólks, þá sérstaklega aðgengi að hreinu lofti, góðri næringu og óspilltri náttúru. Þessi greinarstúfur er ákall til hjúkrunarfræðinga um að taka virkan þátt í að varðveita heilbrigði jarðar og draga úr áhrifum þeirrar umhverfisvár sem steðjar að jörðinni og íbúum hennar. Við kynnum hér til sögunnar eið heilbrigðisstarfsfólks um að varðveita heilbrigði jarðar á mannöld (A planetary health pledge for health professionals in the Anthropocene) sem birtur var í The Lancet í nóvember 2020 af alþjóðlegum þverfræðilegum hópi heilbrigðisvísindafólks. Eiðurinn er byggður á Genfaryfirlýsingunni og þeirri gullnu reglu heilbrigðisstarfsfóks að skaðleysi ráði ávallt för í ákvörðunum og gjörðum þess (primum non nocere) og er allt heilbrigðisstarfsfólk hvatt til að lesa hann og tileinka sér (Wabnitz o.fl., 2020). Undanfarin ár hefur fólk í ríkara mæli orðið meðvitað um mikilvægi þess að varðveita jörðina og aðgerðir til að sporna við umhverfisvánni. Til marks um það hafa hjúkrunarfræðingar og heilbrigðisstarfsfólk austan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.