Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 20
20 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Ráðstefna Hjúkrun 2021 verður haldin í september! Vísindaráðstefnan Hjúkrun 2021 verður haldin á Reykjavík Hilton Nordica, dagana 16. og 17. september næstkomandi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár. Undanfarin ár hefur ráðstefnan verið vel sótt af hjúkrunarfræðingum og verður það vonandi líka núna í ár. Í boði verða fyrirlestrar um niðurstöður rannsókna, þróunar- og gæðaverkefna, veggspjaldakynningar og málstofur. Mikill undirbúningur á sér stað fyrir ráðstefnuna og sér Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, annars vegar um að skipa undirbúningsnefnd sem er ábyrg fyrir dagsskrá ráðstefnunnar, og hins vegar vísindanefnd, sem er ábyrg fyrir því að fara yfir öll innsend ágrip fyrir ráðstefnuna. Nefndirnar eru skipaðar hjúkrunarfræðingum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Málstofur í staðinn fyrir vinnusmiðjur Í ár var ákveðið að gera ákveðnar breytingar á dagskrá ráðstefnunnar sem hefur verið með hefðbundnu sniði undanfarin ár. Ákveðið var að hætta að bjóða upp á vinnusmiðjur og vera þess í Texti: Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs stað með málstofur, þar sem þrír til fjórir verða með erindi, svo þegar allir hafa lokið sínum erindum verður opnað fyrir spurningar og umræður. Einnig var ákveðið að breyta kynningu á veggspjöldum þannig að í ár verður boðið upp á örkynningar á þeim, sem fara fram með þeim hætti að hver hjúkrunarfræðingur fær þrjár mínútur til að kynna og svo tvær mínútur fyrir spurningar og umræður. Aðalfyrirlesararnir í ár íslenskir Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að fá erlenda fyrirlesara sem aðalfyrirlesara á ráðstefnuna en í ár var ákveðið að einblína á íslenska aðalfyrirlesara sem verða; Ásta Thoroddsen, dósent við hjúkruna- fræðideild Háskóla Íslands, María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuborgarsvæðisins. Undirbúningsnefnd og vísindanefnd, fyrir vísinda- ráðstefnuna Hjúkrun 2021, binda miklar vonir við að þessar breytingar munu leggjast vel í ráðstefnugesti og hlakka til að sjá sem flesta hjúkrunarfræðinga á ráðstefnunni i haust. Hjúkrun 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.