Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 6
6 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023 Samstaða Á þessum tímapunkti er ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður næstu vikurnar en markmiðið er að samningur taki við af miðlunartillögu Ríkissáttasemjara. Ég sjálf ákvað að vera opin fyrir öllum möguleikum áður en viðræður hófust, hvort sem um skammtíma- eða langtíma- samning er að ræða, þó óneitanlega muni samninga- viðræður sem hafa þegar átt eða eru að eiga sér stað milli launagreiðenda og stéttarfélaga hafa áhrif. Aðalmálið er að hjúkrunarfræðingar njóti sanngirnis sem ég tel hafa skort í mörg ár og störfin verði metin að verðleikum. Þannig tel ég að stéttin geti borið sem mest úr býtum. Ég hef fullan skilning á að einhverjir hjúkrunarfræðingar séu áhyggjufullir yfir viðræðunum í ljósi þess hvernig fór árið 2015 þar sem við enduðum með lagasetningu á verkfall og gerðardóm og miðlunartillögunni árið 2020. Að mínu mati er löngu tímabært að hjúkrunarfræðingar semji um sín launakjör og finnst ekki annað koma til greina. Við náðum árangri í samningunum 2020. Í fyrsta sinn voru byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga á pari við byrjunarlaun annarra sambærilegra stétta hjá BHM. Við sömdum t.d. um sí- og endurmenntun, undanþágu frá næturvöktum fyrir hjúkrunarfræðinga 55 ára og eldri og styttingu vinnuvikunnar. Það eina sem við náðum ekki saman um var launaliðurinn, og fór sá hluti miðlunartillögunnar í gerðardóm. Sú niðurstaða olli okkur hjúkrunarfræðingum gífurlegum vonbrigðum og er í engu samræmi við greinargerðina sem annars fylgir dómnum. En áfram skal halda og í greinargerðinni höfum við m.a. gott efni sem við nýtum okkur nú við samningaborðið. Samvinna Ég hef fundið fyrir svo miklum krafti meðal hjúkrunarfræðinga sem ég hef rætt við síðustu vikur og mánuði. Það hefur verið gott að finna hvað hjúkrunarfræðingar eru sammála um hverjar áherslurnar eiga að vera í stóru dráttunum og stéttin er samstillt. Til að sá kraftur fylgi okkur inn á samningafundi þá er einmitt svo mikilvægt að hjúkrunarfræðingar standi saman. Við höldum áfram að skiptast á skoðunum og tökum málefnanlega umræðu. Að mínu mati eru góð rök fyrir að hækka grunnlaunin og meta virði starfsins í samræmi við menntun og ábyrgð í starfi. Við byggjum okkar rök á tölfræðilegum gögnum og staðreyndum og þannig mætum við verkefninu. Því horfi ég jákvæðum augum á núverandi viðræður og trúi ekki öðru en að við náum að semja. Samningaviðræður eru nefnilega ekki tvær fylkingar að mætast á vígvelli samningaborðsins heldur samtal og samvinna í átt að sameiginlegu markmiði sem á að færa báðum aðilum eitthvert virði. En við stöndum ekki ein hér á Íslandi í kjarabaráttunni. Við höfum fylgst grannt með verkföllunum í Bretlandi og ítrekað lýst stuðningi við baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og starfs- aðstæðum. Á sama tíma sækjum við styrk, þekkingu og reynslu til kollega okkar í löndunum í kring sem eiga í sömu baráttu. Það hefur enga þýðingu fyrir einhvern að benda á ástandið annars staðar, því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beint því til allra þjóðríkja að hlúa að eigin heilbrigðiskerfum og hér þurfa yfirvöld að gera betur hvað það varðar. Sumarið Þegar þetta er skrifað í byrjun mars er ennþá vetur þó að sólin fari hækkandi og mér sýnist jafnvel glitta í grænan gróður. Sumarið á að vera tilhlökkunarefni en ég hef miklar áhyggjur af stöðu mönnunar og afleysinga í sumar. Það er slæmt að geta ekki að fullu aðskilið vinnu og einkalíf. Ég hvet alla hjúkrunarfræðinga til að standa með sjálfum sér og muna að ekkert starf er þess virði að fórna heilsunni eða fjölskyldu fyrir. Allir hjúkrunarfræðingar eiga að hafa starfslýsingu og það er eftir henni sem á að vinna og laun greidd í samræmi við hana. Það hefur verið skortur á hjúkrunarfræðingum á landinu í um 80 ár og núverandi floti starfandi hjúkrunarfræðinga mun ekki ná að stoppa upp í svonefnt „skortsgat“. Við þurfum að breyta menningunni og hætta að redda málunum en að það tekur tíma. Þar skulum við taka okkur yngri kynslóðina til fyrirmyndar. Margir eiga nú þegar uppsafnað orlof inni fyrir utan komandi sumarfrí. Munið að taka samtalið við vinnuveitendur um tilhögun fríanna sem þið eigið. Nú er málið að leggja drög að fríum fram í tímann eins og margir aðrir gera og hafa eitthvað skemmtilegt til að hlakka til. Það er enginn ástæða til að safna fríinu upp heldur eigum við að njóta þessa kjarabundna réttar okkar. Endilega skoðið og nýtið ykkur þjónustu orlofssjóðs Fíh, þar er margt spennandi og nýtt í boði. Enn og aftur er mér hugleikin mildin sem ég bið ykkur um að sýna ykkur sjálfum, á sama hátt og þið sýnið ykkar skjólstæðingunum. Ef ekki núna, hvenær þá? Pistill formanns Samninganefndir Fíh og ríkisins hafa nú fundað þrisvar og fer samtalið ágætlega af stað. Með okkur á fundunum er kraftur hjúkrunarfræðinga sem fylgir okkur frá fundunum um allt land og frá okkar góða baklandi í öflugum hópi trúnaðarmannaráðs ásamt stjórn félagsins. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.