Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 38
38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023 Hvaða námskeið var það sem hafði svona mikil áhrif á þig? Þetta námskeið var á vegum Fyrsta skrefsins og er meðferðar- nálgun sem byggir á meðvirkni og áfallameðferð Piu Mellody. Eftir að hafa lært þessa meðferð og fundið hvaða áhrif hún getur haft þá heillaðist ég af henni. Mér finnst mér flestir vegir færir, og ef einhver fyrirstaða er, þá hef ég kjark og þor til að leysa það. Ég hafði mikinn áhuga á að hægja aðeins á því mér finnst ég hafa verið eins og hamstur í hjóli alla tíð má segja og ekki sjá fyrir endann á því. Mér finnst mikill munur á því að hafa nóg að gera en að reyna að fylla upp í einhvern tómleika eða einhverjar kröfur sem samfélagið gerir. Hvers vegna varð Tenerife fyrir valinu og hvaða þjónustu veitir þú? Mér hefur alltaf fundist gott að koma til Tenerife og þegar ég var búin að koma hingað nokkrum sinnum fannst mér þetta vera eins og mitt annað heimili. Svo er það birtan, hitinn og það að flest hér er rólegra. Það er ekki sami hraðinn og heima. Ég bendi fólki á hvert það getur leitað þegar það þarf á læknis- þjónustu að halda, hvernig kerfið virkar hérna, t.d. varðandi tryggingar og fleira. Svo býð ég upp á hjúkrunarþjónustu eins og sárameðferð, innlit vegna veikinda, ráðleggingar, stuðning þar sem fólk er inni á sjúkrahúsi, fylgd til læknis og jafnvel í apótek. Ég met hvert tilfelli fyrir sig og veiti viðeigandi þjónustu. Ég er að stofna fyrirtæki utan um þessa þjónustu sem ég er að veita hér á Tenerife. Hvernig er frábrugðið að hjúkra á Tenerife og Íslandi? Aðstæður eru mjög ólíkar, fólk er hér í fríi og það finnur oft fyrir miklu óöryggi. Það kann ekki á kerfið og veit ekki hvert það á að leita ef eitthvað kemur upp. Ef fólk fer ekki á almenningssjúkrahús hérna þá þarf það að borga fyrir þjónustuna og þótt að það sé dýrt að vera veikur á Íslandi þá er kerfið á Íslandi þannig að þegar fólk verður veikt þarf það ekki að borga háar upphæðir fyrr en í langvinnum veikindum. Það fer meiri tími í það hér að leiðbeina fólki um kerfið en að hjúkra því. Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart? Ég vissi, eins og flestir, að Íslendingar eru hrifnir af Tenerife en það hefur komið mér á óvart hversu margir Íslendingar búa hér alfarið eða að hluta til. Það er alveg sama hvert farið er um suðurhluta eyjunnar það eru Íslendingar út um allt. Það sem hefur komið mér skemmtilega á óvart er hversu þakklát fólk er þegar það fær aðstoð og stuðning. Ég hef í starfi mínu sem heilbrigðisstarfsmaður margsinnis fundið fyrir þakklæti en hér getur fólk verið svo vanmáttugt og þakkar manni innilega með tárin í augunum. Hvað sérðu fyrir að framtíðin bjóði upp á? Mig langar að vera hérna eitthvað áfram og sjá hvert þetta leiðir mig. Ég hef ekki auglýst mig að ráði, vil láta þetta þróast hægt og rólega. Hér gerist allt hægar og það tekur tíma að koma sér fyrir í nýju landi og byrja á einhverju nýju sem ekki hefur verið boðið upp á áður. Ég hef ákveðið að endurmeta stöðuna þegar ég hef verið hér í ár og gefa þessu þá mögulega annað ár til viðbótar. Eftir tvö ár ætti að vera komin góð mynd af því hvað hægt er að bjóða upp á hér. Hægt og rólega hefur eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustunni verið að aukast og ég sé fyrir mér að ég þurfi að fá aðra manneskju með mér í þetta. Það væri líka gaman að opna hérna aðstöðu í samvinnu við fleiri heilbrigðisstarfsmenn. Ég sé mikla möguleika og margt sem hægt er að gera, það eru spennandi tímar fram undan að mínu mati. Ertu komin til að vera á Tenerife? Eins og staðan er í dag langar mig ekki að flytja aftur til Íslands. Mér finnst yndislegt að koma heim og sakna margs. Ísland er frábært og þótt ég sé aðeins búin að búa hér í fjóra mánuði þá kann ég strax að meta margt á Íslandi sem mér þótti svo sjálfsagt þar áður. Mér líður vel hérna í hitanum og sé ekki fyrir mér að flytja heim í bráð. Áslaug Björnsdóttir og Rúna Einarsdóttir útskrifuðst á sama tíma og Svana Andrea úr hjúkrunarfræði, þær heimsóttu vinkonu sína nýverið í sólina á Tenerife. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.